Alltaf með eitthvað á prjónunum og hreinlega elskar vorið Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. maí 2022 10:00 Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðsmála hjá VIRK, viðurkennir að hún er ekki ein af þeim sem stekkur fram úr þegar klukkan hringir á morgnana. Nei, hún þarf smá tíma til að ná áttum og þá byrjar hún á því að kíkja í símann sinn og athuga hvort það séu einhverjar nýjar myndir af barnabörnunum. Auður segist alltaf vera með eitthvað á prjónunum enda finnst henni handverk og sköpun besta núvitundin. Vísir/Vilhelm Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK Starfsendurhæfingu er alltaf með eitthvað á prjónunum enda segir hún sköpun og handverk bestu núvitundina. Auður er spennt fyrir sumrinu, ekki síst því þegar litlir fingur koma í heimsókn í bústaðinn að týna jarðaber og þá auðvitað beint í munninn! Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt vakna ég um sjöleytið og er ein af þeim sem get alls ekki stokkið samstundis fram úr rúminu, ég þarf að ná áttum smá stund áður en ég hendi mér í sturtuna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana „Ég skoða yfirleitt símann minn og tékka hvort mín bíði myndir af barnabörnum sem gefur mér mikið og svo les ég vinnudagskrána mína líka upp í rúmi og stimpla hana í kollinn á mér. Eftir sturtuna er það auðvitað kaffibollinn með karlinum áður en við leggjum út í daginn, við erum löngu hætt í morgunmatnum.“ Hver er alltaf mesta tilhlökkunin hjá þér þegar vorið er komið og sumarið á næsta leyti? Mér finnst vorið vera besti tími ársins enda er ég fædd í vorkomu. Vorið er tími tilhlökkunar eins og segir í uppáhaldsljóðinu mínu „Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til rækta nýjan skóg“. Það er sköpunarkraftur í vorinu, birta og ylur í lofti, tími til að skipuleggja sig og njóta vel með fjölskyldunni. Í fyrra var til dæmis markmiðið að koma upp leiktækjum fyrir barnabörnin í sumó, þá settum við upp kastala, rólur, rennibraut og sandkassa. Nú þarf að græja betur gróðurkarið okkar og endurnýja jarðaberjarplöntur þar ásamt því að setja niður salat, blómkál, brokkóli og kartöflur. Það er svo frábært þegar litlir fingur koma í heimsókn og ná að tína jarðarberin úti, beint í munninn.“ Það eru heilmikil áform fyrir sumarið í sumarbústaðinum en Auður segir að í vinnunni felist mikilvægasta verkefnið hennar í að huga vel að liðsheildinni og sjá til þess að verið sé að rækta samkennd og vellíðan hjá starfsfólki. Auður er skipulögð og finnst best að skrifa verkefnin sín niður og hafa utanumhaldið þannig sjónrænt frekar en með því að pikka á tölvu. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er svo ótrúlega lánsöm hvað verkefnin mín eru fjölbreytt og hvað ég hef í raun haft einstaka stjórnendur í gengum tíðina sem hafa sannarlega gefið mér umboð til athafna, enda á ég bágt með rútínu. Að fá að koma með hugmyndir, skapa og framkvæma nýja hluti er það sem nærir mig og það að hafa líka nóg að gera! Mikilvægast alla mína daga í vinnu er að huga vel að liðsheildinni og að við séum að rækta samkennd og vellíðan hjá starfsfólkinu. Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á framkvæmdir í nýju húsnæði VIRK í Borgartúni 18 og hefur það sannarlega verið mjög spennandi og geggjað verkefni. Einstakt að fá að vinna með frábæru fagfólki svo sem hönnuðum og verktökum og verið gríðarlega mikið lærdómsferli fyrir mig, sem elska hönnun. Við ákváðum að færa litagleði í Borgartúnið og held ég að okkur hafi tekist vel til. Einnig vorum við að ljúka viðhaldsvottun á jafnlaunakerfinu en vorið 2018 hlutum við okkar fyrstu jafnlaunavottun og vorum þar með brautryðjendur í að öðlast vottun hjá fyrirtæki af okkar stærðargráðu á Íslandi. Við fengum afar ánægjulega niðurstöðu og töldu vottunaraðilar okkur vera með góða yfirsýn og til fyrirmyndar í markmiðasetningu og árangri í aðgerðum til að ná markmiðum. Það sem mér finnst best við starfið mitt er að enginn dagur er eins, við erum stöðugt að rýna til gagns og í endalausu umbótastarfi. Þá er ég stolt af vinnustaðnum mínum því við vorum fjórða árið í röð eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum VR í flokki meðalstórra fyrirtækja Þann heiður hljóta fimmtán efstu fyrirtækin. Svo er ég auðvitað alltaf með eitthvað á prjónunum enda menntaður textílkennari og alls konar handverk og sköpun er mín besta núvitund.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Já, ég tel mig bara vera mjög skipulagða. Ég er með mína verkefnabók sem ég lista upp í hvað bíður mín og forgangsraða verkefnum. Ég endurskrifa listann minn alla vega annan hvorn dag, tek út sem búið er og bæti við. Það hjálpar mér að skrifa hlutina niður og hafa þetta sjónrænt, það er ekki það sama og pikka á tölvu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er nú orðin svo „fjörgömul“ að ég verð að fara að sofa rúmlega tíu ef ég á að vera í besta gírnum daginn eftir. Svefninn er mér mjög mikilvægur og í krefjandi starfi og í lífinu er hann stór þáttur í því að manni líði vel og fái að njóta til fulls.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00 Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01 Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01 Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00 „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Auður er spennt fyrir sumrinu, ekki síst því þegar litlir fingur koma í heimsókn í bústaðinn að týna jarðaber og þá auðvitað beint í munninn! Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt vakna ég um sjöleytið og er ein af þeim sem get alls ekki stokkið samstundis fram úr rúminu, ég þarf að ná áttum smá stund áður en ég hendi mér í sturtuna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana „Ég skoða yfirleitt símann minn og tékka hvort mín bíði myndir af barnabörnum sem gefur mér mikið og svo les ég vinnudagskrána mína líka upp í rúmi og stimpla hana í kollinn á mér. Eftir sturtuna er það auðvitað kaffibollinn með karlinum áður en við leggjum út í daginn, við erum löngu hætt í morgunmatnum.“ Hver er alltaf mesta tilhlökkunin hjá þér þegar vorið er komið og sumarið á næsta leyti? Mér finnst vorið vera besti tími ársins enda er ég fædd í vorkomu. Vorið er tími tilhlökkunar eins og segir í uppáhaldsljóðinu mínu „Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til rækta nýjan skóg“. Það er sköpunarkraftur í vorinu, birta og ylur í lofti, tími til að skipuleggja sig og njóta vel með fjölskyldunni. Í fyrra var til dæmis markmiðið að koma upp leiktækjum fyrir barnabörnin í sumó, þá settum við upp kastala, rólur, rennibraut og sandkassa. Nú þarf að græja betur gróðurkarið okkar og endurnýja jarðaberjarplöntur þar ásamt því að setja niður salat, blómkál, brokkóli og kartöflur. Það er svo frábært þegar litlir fingur koma í heimsókn og ná að tína jarðarberin úti, beint í munninn.“ Það eru heilmikil áform fyrir sumarið í sumarbústaðinum en Auður segir að í vinnunni felist mikilvægasta verkefnið hennar í að huga vel að liðsheildinni og sjá til þess að verið sé að rækta samkennd og vellíðan hjá starfsfólki. Auður er skipulögð og finnst best að skrifa verkefnin sín niður og hafa utanumhaldið þannig sjónrænt frekar en með því að pikka á tölvu. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er svo ótrúlega lánsöm hvað verkefnin mín eru fjölbreytt og hvað ég hef í raun haft einstaka stjórnendur í gengum tíðina sem hafa sannarlega gefið mér umboð til athafna, enda á ég bágt með rútínu. Að fá að koma með hugmyndir, skapa og framkvæma nýja hluti er það sem nærir mig og það að hafa líka nóg að gera! Mikilvægast alla mína daga í vinnu er að huga vel að liðsheildinni og að við séum að rækta samkennd og vellíðan hjá starfsfólkinu. Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á framkvæmdir í nýju húsnæði VIRK í Borgartúni 18 og hefur það sannarlega verið mjög spennandi og geggjað verkefni. Einstakt að fá að vinna með frábæru fagfólki svo sem hönnuðum og verktökum og verið gríðarlega mikið lærdómsferli fyrir mig, sem elska hönnun. Við ákváðum að færa litagleði í Borgartúnið og held ég að okkur hafi tekist vel til. Einnig vorum við að ljúka viðhaldsvottun á jafnlaunakerfinu en vorið 2018 hlutum við okkar fyrstu jafnlaunavottun og vorum þar með brautryðjendur í að öðlast vottun hjá fyrirtæki af okkar stærðargráðu á Íslandi. Við fengum afar ánægjulega niðurstöðu og töldu vottunaraðilar okkur vera með góða yfirsýn og til fyrirmyndar í markmiðasetningu og árangri í aðgerðum til að ná markmiðum. Það sem mér finnst best við starfið mitt er að enginn dagur er eins, við erum stöðugt að rýna til gagns og í endalausu umbótastarfi. Þá er ég stolt af vinnustaðnum mínum því við vorum fjórða árið í röð eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum VR í flokki meðalstórra fyrirtækja Þann heiður hljóta fimmtán efstu fyrirtækin. Svo er ég auðvitað alltaf með eitthvað á prjónunum enda menntaður textílkennari og alls konar handverk og sköpun er mín besta núvitund.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Já, ég tel mig bara vera mjög skipulagða. Ég er með mína verkefnabók sem ég lista upp í hvað bíður mín og forgangsraða verkefnum. Ég endurskrifa listann minn alla vega annan hvorn dag, tek út sem búið er og bæti við. Það hjálpar mér að skrifa hlutina niður og hafa þetta sjónrænt, það er ekki það sama og pikka á tölvu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er nú orðin svo „fjörgömul“ að ég verð að fara að sofa rúmlega tíu ef ég á að vera í besta gírnum daginn eftir. Svefninn er mér mjög mikilvægur og í krefjandi starfi og í lífinu er hann stór þáttur í því að manni líði vel og fái að njóta til fulls.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00 Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01 Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01 Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00 „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Við hittumst, öskrum yfir íslenska framlaginu og maður fær gæsahúð“ Sigurður Hlöðvarsson, framkvæmdastjóri Visitor ferðaskrifstofu og útvarpsmaður á Bylgjunni, segir veðbanka ómissandi á Eurovison kvöldum. Því þá getur enginn sagt „sagði það!“ eftir að keppni lýkur nema hreinlega með því að hafa rétt fyrir sér. 14. maí 2022 10:00
Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01
Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. 30. apríl 2022 10:01
Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00
„Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00