Sýndu kvarti Halldórs skilning: „En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 09:59 Einvígi Selfoss og Vals er lokið með afar öruggum sigri Valsmanna. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu því skilning að Selfyssingar settu út á það hvernig Valsmenn framkvæmdu „hraða miðju“ í einvígi liðanna. Stundum hafi það verið gert ólöglega en ekki svo að það skipti miklu máli. Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita