Sýndu kvarti Halldórs skilning: „En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 09:59 Einvígi Selfoss og Vals er lokið með afar öruggum sigri Valsmanna. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu því skilning að Selfyssingar settu út á það hvernig Valsmenn framkvæmdu „hraða miðju“ í einvígi liðanna. Stundum hafi það verið gert ólöglega en ekki svo að það skipti miklu máli. Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Valur komst með afar sannfærandi hætti áfram í úrslit Olís-deildarinnar í handbolta og mætir þar ÍBV eða Haukum, sem mætast klukkan 18 í kvöld í Eyjum. Valsmenn unnu einvígi sitt gegn Selfossi 3-0 og engan leikjanna með minna en sex marka mun. Eftir leik tvö kvartaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, yfir því hvernig hið ógnarfljóta lið Vals framkvæmdi hraða miðju eftir að hafa fengið á sig mark. „Hversu oft eiga þeir að fá að taka ólöglega hraða miðju? Hversu oft á að leyfa það? Eru dómararnir ekki í standi til þess að fylgja þessu eftir? Hver á að fylgja þessu eftir ef þeir eru ekki í standi til þess eða geta það ekki?“ sagði Halldór meðal annars. Umfjöllun Seinni bylgjunnar um málið, fyrir þriðja og síðasta leik einvígisins, má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Hröð miðja Stefán Árni Pálsson benti á að það væri stefna dómara að vera ekki með smámunasemi þegar kæmi að framkvæmd miðju en þó mætti ekki vera lengra en skóstærð frá miðjupunktinum og enginn mætti vera kominn fram fyrir miðlínuna. „Ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta“ Hann skoðaði myndir úr fyrstu tveimur leikjum Vals og Selfoss ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Róberti Gunnarssyni. „Það er ekkert eðlilega erfitt að dæma þetta. Þetta gerist svo sjúklega hratt,“ sagði Stefán Árni. Ásgeir sýndi kvörtun Halldórs skilning: „Ef það væri verið að hlaupa yfir mig, með þessum hraða, og ég kæmist svo að því að nokkrar miðjurnar hefðu verið ólöglegar þá væri ég mjög svekktur. En mér finnst þetta samt ekki vera afgerandi risaþáttur í leiknum,“ sagði Ásgeir og Róbert tók undir: „Ég held að mér hafi talist til að þetta væru 6-7 mörk sem þeir eru að skora úr hraðri miðju. Auðvitað geta einhver þeirra verið ólögleg og ég skil Selfyssinga vel að vera fúlir yfir því. En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta. Þannig er bara sportið og þetta er hluti af þessu. Þetta eru ekki fleiri mörk en þetta og Valsmenn skora 24 mörk úr hraðaupphlaupum í þessum tveimur leikjum svo Selfyssingar ættu kannski frekar að skoða það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira