Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2022 15:13 Kristján Páll Rafnsson með vænan urriða á því eftirminnilega kvöldi 6. maí 2020 Urriðaveiðin í Þingvallavatni er heldur betur að glæðast og fréttir af vænum urriðum eru loksins farnar að berast í einhverjum mæli. Eitt af þeim svæðum sem er mjög gjöfult þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi er Kárastaðir. Svæðið er í höndum Fish Partner og þarna er hægt að gera feykna veiði. Besta veiðin á urriðanum er seint á kvöldin og helst í rökkrinu en margir veiðimenn gera þau regin mistök að hætta veiðum áður en besti tíminn skellur á. Urriðin er mjög ljósfælin og kemur helst upp að landi þegar það er farið að halla að degi. Frægur var sá dagur 6. maí 2020 þegar þarna veiddust 34 vænir urriðar á einum eftirmiðdegi en það var ekki fyrr en eftir klukkan 18:00 sem fiskurinn fór að taka að einhverju ráði. Núna er nefnilega tíminn til að stökkva á daga við vatnið og krossa allar fingur og tær um að það verði helst skýjað. Svo er það eitt, þú þarft ekki að mæta fyrr en um 17:00, gera þig klárann og veiða inn í kvöldið. Þá er svæðið hvílt og veiðin getur fyrir vikið bara orðið betri. Stangveiði Bláskógabyggð Mest lesið Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Vegna virkjunarmála í Þjórsá Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði
Eitt af þeim svæðum sem er mjög gjöfult þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi er Kárastaðir. Svæðið er í höndum Fish Partner og þarna er hægt að gera feykna veiði. Besta veiðin á urriðanum er seint á kvöldin og helst í rökkrinu en margir veiðimenn gera þau regin mistök að hætta veiðum áður en besti tíminn skellur á. Urriðin er mjög ljósfælin og kemur helst upp að landi þegar það er farið að halla að degi. Frægur var sá dagur 6. maí 2020 þegar þarna veiddust 34 vænir urriðar á einum eftirmiðdegi en það var ekki fyrr en eftir klukkan 18:00 sem fiskurinn fór að taka að einhverju ráði. Núna er nefnilega tíminn til að stökkva á daga við vatnið og krossa allar fingur og tær um að það verði helst skýjað. Svo er það eitt, þú þarft ekki að mæta fyrr en um 17:00, gera þig klárann og veiða inn í kvöldið. Þá er svæðið hvílt og veiðin getur fyrir vikið bara orðið betri.
Stangveiði Bláskógabyggð Mest lesið Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Vegna virkjunarmála í Þjórsá Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði