Ferðavagnar og bifhjól skulu í skoðun í maí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. maí 2022 07:02 Hjólhýsi skulu nú skoðuð í maí. Vísir/Andri marínó Samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja skulu húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki nú færð til skoðunar í maí. Athygli er vakin á þessu á vef Samgöngustofu. Breytingin er gerð með tilliti til notkunartíma ökutækjanna sem að miklu leyti er bundinn við sumarmánuðina. Því ekki óeðlilegt að þau séu skoðuð áður en ferðasumarið hefst fyrir alvöru. Áður voru ökutæki í þessum flokki skoðunarskyld á haustmánuðum, þegar ferðasumrinu var raunar lokið. Skal nú framvegis fara með slík tæki líkt og „þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis, sem þýðir að skoðunarmánuðurinn er maí,“ segir á vef Samgöngustofu. Það þýðir einnig að vanrækslugjald leggst á óskuðuð ökutæki í þessum flokkum þan 1. ágúst. „Reglubundin skoðun ökutækja þar sem farið er yfir ástand og búnað er lögbundin, enda mikilvæg fyrir umferðaröryggi. Samgöngustofa hvetur því eigendur ofangreindra ökutækja að huga að skoðun sem fyrst og fara þannig öruggari á göturnar og inn í sumarið,“ segir enn fremur á vef Samgöngustofu. Á vef Samgöngustofu er hægt að sjá skoðunarmánuð og skoðunarár ökutækja. Ferðalög Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
Breytingin er gerð með tilliti til notkunartíma ökutækjanna sem að miklu leyti er bundinn við sumarmánuðina. Því ekki óeðlilegt að þau séu skoðuð áður en ferðasumarið hefst fyrir alvöru. Áður voru ökutæki í þessum flokki skoðunarskyld á haustmánuðum, þegar ferðasumrinu var raunar lokið. Skal nú framvegis fara með slík tæki líkt og „þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis, sem þýðir að skoðunarmánuðurinn er maí,“ segir á vef Samgöngustofu. Það þýðir einnig að vanrækslugjald leggst á óskuðuð ökutæki í þessum flokkum þan 1. ágúst. „Reglubundin skoðun ökutækja þar sem farið er yfir ástand og búnað er lögbundin, enda mikilvæg fyrir umferðaröryggi. Samgöngustofa hvetur því eigendur ofangreindra ökutækja að huga að skoðun sem fyrst og fara þannig öruggari á göturnar og inn í sumarið,“ segir enn fremur á vef Samgöngustofu. Á vef Samgöngustofu er hægt að sjá skoðunarmánuð og skoðunarár ökutækja.
Ferðalög Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent