Selfyssingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 133 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 14:00 Valsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson sækir að vörn Selfyssinga í síðasta leik liðann á Hlíðarenda. Vísir/Elín Björg Valur og Selfoss hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta á Hlíðarenda en gestirnir frá Selfossi hafa fundið sig einstaklega vel undir Öskjuhlíðinni undanfarin áratug. Selfossliðið vann Valsmenn á Hlíðarenda fyrr í vetur en steinlá aftur með tólf mörkum á móti Val á heimavelli sínum í apríl. Þetta hefur svolítið verið þróun mála síðustu ár. Selfoss vinnur á Hlíðarenda en Valsmenn standa sig miklu betur á Selfossi. Valsmenn hafa þannig ekki unnið Selfoss á heimavelli sínum á Íslandsmótinu í 133 mánuði eða síðan 31. mars 2011. Valsliðið vann þá 25-19 sigur. Síðan eru liðnir ellefu ár einn mánuður og tveir dagar. Síðan þá hafa Selfyssingar mætt sjö sinnum á Hlíðarenda, sex sinnum fagnað sigri og einu sinni gert jafntefli. Einn af þessum sigurleikjum var þegar Selfoss sópaði Val út úr undanúrslitunum vorið 2019 en þá fóru Selfyssingar alla leið og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina skiptið. Ef við skoðum söguna þá er þetta kannski dæmi um öfugan heimavallarrétt. Valsmenn eru vissulega með hann í þessu einvígi en þeir hafa ekki unnið Selfoss á heimavelli í meira en ellefu ár. Þeir eru aftur á móti búnir að vinna þrjá síðustu leiki sína á Selfossi. Leikur Vals og Selfoss hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19.00 og Seinni bylgjan gerir síðan upp leikinn eftir hann. Síðustu átta leikir Selfyssinga á Hlíðarenda: 4. desember 2021: Selfoss vann með tveimur mörkum (28-26) 3. febrúar 2021: Selfoss vann með sex mörkum (30-24) 21. september 2019: Jafntefli (27-27) 3. maí 2019: Selfoss vann með einu marki (32-31) 25. febrúar 2019: Selfoss vann með einu marki (26-25) 31. janúar 2018: Selfoss vann með fimm mörkum (34-29) 16. september 2016: Selfoss vann með þrettán mörkum (36-23) 31. mars 2011: Valur vann með sex mörkum (25-19) Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Selfossliðið vann Valsmenn á Hlíðarenda fyrr í vetur en steinlá aftur með tólf mörkum á móti Val á heimavelli sínum í apríl. Þetta hefur svolítið verið þróun mála síðustu ár. Selfoss vinnur á Hlíðarenda en Valsmenn standa sig miklu betur á Selfossi. Valsmenn hafa þannig ekki unnið Selfoss á heimavelli sínum á Íslandsmótinu í 133 mánuði eða síðan 31. mars 2011. Valsliðið vann þá 25-19 sigur. Síðan eru liðnir ellefu ár einn mánuður og tveir dagar. Síðan þá hafa Selfyssingar mætt sjö sinnum á Hlíðarenda, sex sinnum fagnað sigri og einu sinni gert jafntefli. Einn af þessum sigurleikjum var þegar Selfoss sópaði Val út úr undanúrslitunum vorið 2019 en þá fóru Selfyssingar alla leið og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina skiptið. Ef við skoðum söguna þá er þetta kannski dæmi um öfugan heimavallarrétt. Valsmenn eru vissulega með hann í þessu einvígi en þeir hafa ekki unnið Selfoss á heimavelli í meira en ellefu ár. Þeir eru aftur á móti búnir að vinna þrjá síðustu leiki sína á Selfossi. Leikur Vals og Selfoss hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 19.00 og Seinni bylgjan gerir síðan upp leikinn eftir hann. Síðustu átta leikir Selfyssinga á Hlíðarenda: 4. desember 2021: Selfoss vann með tveimur mörkum (28-26) 3. febrúar 2021: Selfoss vann með sex mörkum (30-24) 21. september 2019: Jafntefli (27-27) 3. maí 2019: Selfoss vann með einu marki (32-31) 25. febrúar 2019: Selfoss vann með einu marki (26-25) 31. janúar 2018: Selfoss vann með fimm mörkum (34-29) 16. september 2016: Selfoss vann með þrettán mörkum (36-23) 31. mars 2011: Valur vann með sex mörkum (25-19)
Síðustu átta leikir Selfyssinga á Hlíðarenda: 4. desember 2021: Selfoss vann með tveimur mörkum (28-26) 3. febrúar 2021: Selfoss vann með sex mörkum (30-24) 21. september 2019: Jafntefli (27-27) 3. maí 2019: Selfoss vann með einu marki (32-31) 25. febrúar 2019: Selfoss vann með einu marki (26-25) 31. janúar 2018: Selfoss vann með fimm mörkum (34-29) 16. september 2016: Selfoss vann með þrettán mörkum (36-23) 31. mars 2011: Valur vann með sex mörkum (25-19)
Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira