„FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 14:01 Sigursteinn Arndal skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við FH. vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að Hafnfirðingar gangi nokkuð sáttir frá tímabilinu þótt tapið fyrir Selfossi í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í gær svíði vissulega. FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum. Olís-deild karla FH Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
FH tapaði 33-38 fyrir Selfossi í mögnuðum tvíframlengdum oddaleik í Kaplakrika í gær. Annað árið í röð féllu FH-ingar því úr leik í átta liða úrslitum. „Auðvitað erum við svakalega svekktir í dag. En þegar maður horfir á tímabilið í heild sinni getum við verið stoltir. Lengstum áttum við gott tímabilið og vorum í toppbaráttunni þar til 2-3 umferðir voru eftir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi í dag. FH endaði í 4. sæti Olís-deildarinnar og komst í undanúrslit Coca Cola bikarsins. „Botninn datt aðeins úr þessu þegar við lentum í smá meiðslum í kringum bikarhelgina. En við náðum vopnum okkar ágætlega. Við vorum ekki með Egil [Magnússon] og svo vantaði líka Atla [Stein Arnarsson] í úrslitakeppnina þannig það fór úr breiddinni hjá okkur. Við töpuðum í hörkueinvígi á stöngin út,“ sagði Sigursteinn en Ásbjörn Friðriksson skaut einmitt í stöngina í lokasókn venjulegs leiktíma í gær. Birgir Már Birgisson fékk nýtt hlutverk í vörn FH og skilaði því vel.vísir/Hulda Margrét FH missti sterka leikmenn á borð við Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson fyrir tímabilið en hélt samt velli. „Við misstum stóra pósta en margir leikmenn uxu á tímabilinu. Þeir fengu stærri og önnur hlutverk. Við getum tekið Birgi [Má Birgisson] sem dæmi; stórkostlegur í vörninni þrátt fyrir að hafa aldrei áður spilað bakvörð. Sama með Jakob Martin [Ásgeirsson]. Hann tók við stóru hlutverki og stóð sig vel,“ sagði Sigursteinn sem segir að FH-ingar fari brattir inn í næsta tímabil. „Engin spurning. Menn sleikja sárin í nokkra daga en FH heldur áfram og ætlar að halda áfram að keppa um allt.“ FH hefur þegar samið við skytturnar ungu og efnilegu Einar Braga Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason. Hægri skyttan Gytis Smantauskas er aftur á móti á förum.
Olís-deild karla FH Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira