Ágætis byrjun í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. apríl 2022 08:25 Urriði úr Elliðavatni. Mynd frá 2019 Mynd: Atli Bergman Veiði hófst í Elliðavatni á sumardaginn fyrsta og það verður ekki annað sagt en að byrjunin hafi verið ein sú besta í langan tíma. Það hafa oft verið mun kaldari von en þetta árið sem hefur gert það að verkum að veiði hafi verið lítil í vatninu en núna er annað upp á teningnum. Vorið núna hefur verið með ágætum og gert það að verkum að veiðin er mun betri en oft áður. Það er engu að síður frekar há vatnsstaða í vatninu enda var veturinn snjóþungur en þetta er bara jákvætt. Þegar það fer að sjatna og vatnið að hlýna fer flugnaklakið í gang og þá er gaman. Veiðin hefur verið ágæt þessa fyrstu daga og margir veiðimenn verið að fá einn eða tvo fiska eftir heimsókn á bakkana. Inn á milli eru nokkuð vænir urriðar og er sá stærsti sem við vitum um hingað til sex punda urriði sem veiddist á spún við Þingnes á laugardaginn. Það er oft mesta fjölmennið við Helluvatn og Elliðavatnsbæinn en á þessum árstíma er veiðin oft líka góð við stífluna og Kríunes en það er mun minna sótt í að veiða þeim megin. Uppstaðan er sem fyrr urriði en bleikjan byrjar yfirleitt ekki að taka vel fyrr en flugan fer í gang. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lækka um fjórðung í Andakíl Veiði
Það hafa oft verið mun kaldari von en þetta árið sem hefur gert það að verkum að veiði hafi verið lítil í vatninu en núna er annað upp á teningnum. Vorið núna hefur verið með ágætum og gert það að verkum að veiðin er mun betri en oft áður. Það er engu að síður frekar há vatnsstaða í vatninu enda var veturinn snjóþungur en þetta er bara jákvætt. Þegar það fer að sjatna og vatnið að hlýna fer flugnaklakið í gang og þá er gaman. Veiðin hefur verið ágæt þessa fyrstu daga og margir veiðimenn verið að fá einn eða tvo fiska eftir heimsókn á bakkana. Inn á milli eru nokkuð vænir urriðar og er sá stærsti sem við vitum um hingað til sex punda urriði sem veiddist á spún við Þingnes á laugardaginn. Það er oft mesta fjölmennið við Helluvatn og Elliðavatnsbæinn en á þessum árstíma er veiðin oft líka góð við stífluna og Kríunes en það er mun minna sótt í að veiða þeim megin. Uppstaðan er sem fyrr urriði en bleikjan byrjar yfirleitt ekki að taka vel fyrr en flugan fer í gang.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Lækka um fjórðung í Andakíl Veiði