Silungur á næsta Fræðslukvöldi SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2022 14:19 Næsta fræðslukvöld SVFR verður fimmtudaginn 28. apríl þar sem fjallað verður um silungsveiði í vötnum og straumvatni. Fræðslukvöldin fara fram á þeim rómaða stað Ölver í Glæsibæ. Hvert kvöld er með ákveðnu þema og að þessu sinni er það silungsveiðin sem verður í aðalhlutverki. Til að fræða veiðimenn að þessu sinni verða Örn Hjálmarsson, Karl Eiríksson ásamt Caddis bræðrunum Hrafni og Óla. Þarna eru fræknir veiðimenn með mikla reynslu sem ætla að fræða okkur um hinar ýmsu hliðar silungsveiðinnar. Á kvöldinu verður eins og venjan er glæsilegt happdrætti og verða vinningar frá Flugubúllunni, Veiðihorninu, Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélaginu, Veiðiportinu, Haugur Workshop og Veiðiflugum á hlaðborði vinninga. Auk þess eru vinningar frá SVFR og Veiðikortinu. Dagskrá hefst kl: 20:00 en það er tilvalið að mæta snemma og fá sér mat og drykk á sportbarnum áður en formleg dagskrá hefst Stangveiði Mest lesið Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði
Fræðslukvöldin fara fram á þeim rómaða stað Ölver í Glæsibæ. Hvert kvöld er með ákveðnu þema og að þessu sinni er það silungsveiðin sem verður í aðalhlutverki. Til að fræða veiðimenn að þessu sinni verða Örn Hjálmarsson, Karl Eiríksson ásamt Caddis bræðrunum Hrafni og Óla. Þarna eru fræknir veiðimenn með mikla reynslu sem ætla að fræða okkur um hinar ýmsu hliðar silungsveiðinnar. Á kvöldinu verður eins og venjan er glæsilegt happdrætti og verða vinningar frá Flugubúllunni, Veiðihorninu, Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélaginu, Veiðiportinu, Haugur Workshop og Veiðiflugum á hlaðborði vinninga. Auk þess eru vinningar frá SVFR og Veiðikortinu. Dagskrá hefst kl: 20:00 en það er tilvalið að mæta snemma og fá sér mat og drykk á sportbarnum áður en formleg dagskrá hefst
Stangveiði Mest lesið Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði