Treysti á broddana í bröttum hlíðum Búlandstinds Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. apríl 2022 11:31 Garpur I. Elísabetarson skrifar um Búlandstind í sínum nýjasta pistli. Garpur I. Elísabetarson Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið. Ég vaknaði í Svínafelli, eldsnemma um hálf fimm leytið, til þess að keyra austur á Djúpavog, þar sem einn fegursti tindur landsins, Búlandstindur beið mín. Mig hefur lengi langað að fara upp brattar hlíðar fjallsins, og eins og flest önnur fjöll, þá er það fallegra í vetrarklæðunum. Magnað útsýni á Búlandstindi.Garpur I. Elísabetarson Ég keyrði af stað, og það var og eðlilega var þjóðvegurinn auður. Nokkur hreindýr hér og þar á vappi sem litu undrandi upp þegar ég keyrði framhjá þeim. Ég lenti svo við Djúpavog um hálf níu leytið og fór þá að leita að einhverjum leiðum að fjallinu sjálfu. Ég endaði með að leggja tveimur kílómetrum frá Búlandstind og það var ekki fyrr en ég nálgaðist að ég sá réttan veg að fjallinu. Þar að auki, fór fólk sem þekkti til að senda mér skilaboð og segja mér hvar væri best að koma. Máttur samfélagsmiðlanna er sterkur. Ég hóf gönguna upp fjallið sjálft sem varð brattara og brattara með hverju skrefinu. Snjórinn harðnaði og harðnaði líka og endaði ég með að henda mér í brodda svo ekki illa færi. Þegar á toppinn var komið, gat ég viðurkennt með sjálfum mér að þetta hefði verið meira krefjandi en ég hefði haldið. En fjallið sjálft er hrikalega skemmtilegt, maður getur svolítið stýrt álaginu sjálfu, hvort maður vilji fara í meira eða minna krefjandi, og svo var stikuð leið líka. En útsýnið, var stórfenglegt. Ég er ekki viss um að ég hafi séð aðra eins fjalladýrð eins og þegar ég litaðist um á toppnum. Garpur á Búlandstindi.Garpur I. Elísabetarson Þegar ég var á niðurleið, sá ég bíl á malarslóðanum sem ég hefði átt að keyra að fjallinu. Ég ákvað að taka á rás og hlaupa niður fjallið í von um að fá far með þeim að bílnum mínum. Þegar ég kom svo niður, og hitti eiganda bílsins, sem voru eldri hjón sem búa á Djúpavogi, sögðu þau mér, að dóttir sín hefði sent þau af stað að sækja mig, því ég hefði lagt allt of langt í burtu. Þau tóku mig svo í útsýnistúr um bæinn og sýndu mér hús langa-afa míns sem bjó um stund á Djúpavogi. En, enn og aftur, sannast máttur samfélagsmiðlanna, allavega þennan daginn. Myndband frá ævintýrinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Garpur upplifði stórkostlegt útsýni yfir fjalladýrðina á toppi Búlandstinds Garpur I Elísabetarson, kvikmyndagerðamaður og ævintýramaður, flakkar um fjöll landsins vopnaður dróna og myndavélum. Garpur ætlar að segja og sýna frá ferðalögunum og öllu tengdu útivist í reglulegum pistlum hér á Lífinu á Vísi. Þættina hans, Okkar eigið Ísland, má finna hér. Hér er svo hægt að fylgjast með Garpi á Instagram. Fjallamennska Okkar eigið Ísland Múlaþing Tengdar fréttir Sólbrunninn á brúninni á Lómagnúpi Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi, sá fyrsti er um Lómagnúp. Við gefum honum orðið. 13. apríl 2022 15:31 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið
Ég vaknaði í Svínafelli, eldsnemma um hálf fimm leytið, til þess að keyra austur á Djúpavog, þar sem einn fegursti tindur landsins, Búlandstindur beið mín. Mig hefur lengi langað að fara upp brattar hlíðar fjallsins, og eins og flest önnur fjöll, þá er það fallegra í vetrarklæðunum. Magnað útsýni á Búlandstindi.Garpur I. Elísabetarson Ég keyrði af stað, og það var og eðlilega var þjóðvegurinn auður. Nokkur hreindýr hér og þar á vappi sem litu undrandi upp þegar ég keyrði framhjá þeim. Ég lenti svo við Djúpavog um hálf níu leytið og fór þá að leita að einhverjum leiðum að fjallinu sjálfu. Ég endaði með að leggja tveimur kílómetrum frá Búlandstind og það var ekki fyrr en ég nálgaðist að ég sá réttan veg að fjallinu. Þar að auki, fór fólk sem þekkti til að senda mér skilaboð og segja mér hvar væri best að koma. Máttur samfélagsmiðlanna er sterkur. Ég hóf gönguna upp fjallið sjálft sem varð brattara og brattara með hverju skrefinu. Snjórinn harðnaði og harðnaði líka og endaði ég með að henda mér í brodda svo ekki illa færi. Þegar á toppinn var komið, gat ég viðurkennt með sjálfum mér að þetta hefði verið meira krefjandi en ég hefði haldið. En fjallið sjálft er hrikalega skemmtilegt, maður getur svolítið stýrt álaginu sjálfu, hvort maður vilji fara í meira eða minna krefjandi, og svo var stikuð leið líka. En útsýnið, var stórfenglegt. Ég er ekki viss um að ég hafi séð aðra eins fjalladýrð eins og þegar ég litaðist um á toppnum. Garpur á Búlandstindi.Garpur I. Elísabetarson Þegar ég var á niðurleið, sá ég bíl á malarslóðanum sem ég hefði átt að keyra að fjallinu. Ég ákvað að taka á rás og hlaupa niður fjallið í von um að fá far með þeim að bílnum mínum. Þegar ég kom svo niður, og hitti eiganda bílsins, sem voru eldri hjón sem búa á Djúpavogi, sögðu þau mér, að dóttir sín hefði sent þau af stað að sækja mig, því ég hefði lagt allt of langt í burtu. Þau tóku mig svo í útsýnistúr um bæinn og sýndu mér hús langa-afa míns sem bjó um stund á Djúpavogi. En, enn og aftur, sannast máttur samfélagsmiðlanna, allavega þennan daginn. Myndband frá ævintýrinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Garpur upplifði stórkostlegt útsýni yfir fjalladýrðina á toppi Búlandstinds Garpur I Elísabetarson, kvikmyndagerðamaður og ævintýramaður, flakkar um fjöll landsins vopnaður dróna og myndavélum. Garpur ætlar að segja og sýna frá ferðalögunum og öllu tengdu útivist í reglulegum pistlum hér á Lífinu á Vísi. Þættina hans, Okkar eigið Ísland, má finna hér. Hér er svo hægt að fylgjast með Garpi á Instagram.
Garpur I Elísabetarson, kvikmyndagerðamaður og ævintýramaður, flakkar um fjöll landsins vopnaður dróna og myndavélum. Garpur ætlar að segja og sýna frá ferðalögunum og öllu tengdu útivist í reglulegum pistlum hér á Lífinu á Vísi. Þættina hans, Okkar eigið Ísland, má finna hér. Hér er svo hægt að fylgjast með Garpi á Instagram.
Fjallamennska Okkar eigið Ísland Múlaþing Tengdar fréttir Sólbrunninn á brúninni á Lómagnúpi Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi, sá fyrsti er um Lómagnúp. Við gefum honum orðið. 13. apríl 2022 15:31 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið
Sólbrunninn á brúninni á Lómagnúpi Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi, sá fyrsti er um Lómagnúp. Við gefum honum orðið. 13. apríl 2022 15:31