Ridley Scott tryggir sér kvikmyndarétt að nýjustu skáldsögu Ragnars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:24 Bókin Úti eftir Ragnar Jónasson verður gerð að kvikmynd af framleiðslufyrirtæki Ridley Scott. Aðsend/baldurkristjans Framleiðslufyrirtæki leikstjórans og kvikmyndaframleiðandans Ridley Scott hefur tryggt sér réttinn að Úti, nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar. Ridley Scott er með þekktustu leikstjórum Hollywood og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise. Kvikmyndir hans eru margverðlaunaðar, bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni, BAFTA og Golden Globe. Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti og Veröld að stefnt sé að því að gera kvikmynd eftir Úti sem Scott yrði framleiðandi að, ásamt teymi frá Scott Free og True North á Íslandi. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að stýra verkinu. Úti kom út fyrir síðustu jól og er væntanleg á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum í vor. Í framhaldi fylgir svo útgáfa í öðrum löndum. Tímaritið The Times lofsamaði bókina í bókadómi en gagnrýnandi blaðsins sagði Ragnar hafa skapað svo magnað andrúmsloft ofsóknarkenndar og innilokunar að lesendur gætæu vart sleppt taki af bókinni. Meira en þrjár milljónir eintaka af bókum Ragnars hafa selst um heim allan í alls þrjátíu og sex löndum og því var fagnað um helgina að ein milljón eintaka hafi selst af bókum hans í Frakklandi. Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ridley Scott er með þekktustu leikstjórum Hollywood og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise. Kvikmyndir hans eru margverðlaunaðar, bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni, BAFTA og Golden Globe. Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti og Veröld að stefnt sé að því að gera kvikmynd eftir Úti sem Scott yrði framleiðandi að, ásamt teymi frá Scott Free og True North á Íslandi. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að stýra verkinu. Úti kom út fyrir síðustu jól og er væntanleg á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum í vor. Í framhaldi fylgir svo útgáfa í öðrum löndum. Tímaritið The Times lofsamaði bókina í bókadómi en gagnrýnandi blaðsins sagði Ragnar hafa skapað svo magnað andrúmsloft ofsóknarkenndar og innilokunar að lesendur gætæu vart sleppt taki af bókinni. Meira en þrjár milljónir eintaka af bókum Ragnars hafa selst um heim allan í alls þrjátíu og sex löndum og því var fagnað um helgina að ein milljón eintaka hafi selst af bókum hans í Frakklandi.
Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein