HK og Fram með sigra í Olís-deildinni Atli Arason skrifar 6. apríl 2022 21:30 Jóhann Reynir Gunnlaugsson, leikmaður Víkings og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, voru báðir markahæstir hjá sínum liðum. Hulda Margrét Það var nóg um líf og fjör í Olís-deild karla í kvöld. Fram fór létt með Stjörnuna, 37-27, á meðan HK vann botnslagin gegn Víkingum en HK vann tveggja marka sigur í Kórnum í Kópavogi, 28-26. Víkingar byrjuðu leikinn betur og komust mest í 6 marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 6-12. Heimamönnum tókst að laga stöðuna örlítið fyrir hálfleik og hálfleikstölur voru 11-15 fyrir Víking. Síðari hálfleikur var jafn framan af en heimamönnum tekst að jafna metin á 46. mínútu leiksins í stöðunni 22-22 og við tóku æsispennandi lokamínútur. Það var allt jafnt þegar tvær mínútur lifðu eftir af leiknum en þá tók HK völdin og þeir skoruðu síðustu tvö mörkin til að vinna leikinn 28-26. Jóhann Reynir Gunnlaugsson, leikmaður Víkings, var markahæsti leikmaður vallarins með 8 mörk úr 13 skotum en Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði flest mörk í liði HK, alls 6 stykki úr 8 tilraunum. Hjörtur gerði einnig síðustu tvö mörk HK. HK er eftir sigurinn með sex stig í 11. sæti á meðan Víkingur er áfram á botni deildarinnar með 3 stig. HK leikur gegn ÍBV í lokaleik sínum næsta sunnudag en Víkingur fer í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ. Fram fór nokkuð auðveldlega í gegnum leik sinn við Stjörnuna en Fram skoraði fyrsta mark leiksins og leiddi viðureignina frá upphafi til enda. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var markahæsti leikmaður vallarins með alls 9 mörk úr 11 tilraunum. Hjá Stjörnunni var Tandri Már Konráðsson markahæstur en hann skoraði úr 7 af sínum 8 skotum. Lokaleikur Fram er gegn Aftureldingu og er það úrslitaleikur um áttunda sætið. Stjarnan leikur á sama tíma gegn Víking en Stjarnan mun enda í sjötta sæti sama hvernig sá leikur fer. Olís-deild karla HK Fram Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Víkingar byrjuðu leikinn betur og komust mest í 6 marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 6-12. Heimamönnum tókst að laga stöðuna örlítið fyrir hálfleik og hálfleikstölur voru 11-15 fyrir Víking. Síðari hálfleikur var jafn framan af en heimamönnum tekst að jafna metin á 46. mínútu leiksins í stöðunni 22-22 og við tóku æsispennandi lokamínútur. Það var allt jafnt þegar tvær mínútur lifðu eftir af leiknum en þá tók HK völdin og þeir skoruðu síðustu tvö mörkin til að vinna leikinn 28-26. Jóhann Reynir Gunnlaugsson, leikmaður Víkings, var markahæsti leikmaður vallarins með 8 mörk úr 13 skotum en Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði flest mörk í liði HK, alls 6 stykki úr 8 tilraunum. Hjörtur gerði einnig síðustu tvö mörk HK. HK er eftir sigurinn með sex stig í 11. sæti á meðan Víkingur er áfram á botni deildarinnar með 3 stig. HK leikur gegn ÍBV í lokaleik sínum næsta sunnudag en Víkingur fer í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ. Fram fór nokkuð auðveldlega í gegnum leik sinn við Stjörnuna en Fram skoraði fyrsta mark leiksins og leiddi viðureignina frá upphafi til enda. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var markahæsti leikmaður vallarins með alls 9 mörk úr 11 tilraunum. Hjá Stjörnunni var Tandri Már Konráðsson markahæstur en hann skoraði úr 7 af sínum 8 skotum. Lokaleikur Fram er gegn Aftureldingu og er það úrslitaleikur um áttunda sætið. Stjarnan leikur á sama tíma gegn Víking en Stjarnan mun enda í sjötta sæti sama hvernig sá leikur fer.
Olís-deild karla HK Fram Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira