Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Karl Lúðvíksson skrifar 5. apríl 2022 08:22 Það dreymir marga unga veiðimenn og veiðikonur um að renna fyrir lax í Elliðaánum. vísir/anton brink Í þá árdaga sem ungir veiðimenn horfðu á laxana stökkva í Elliðaánum voru þeir ófáir drengirnir sem bjuggu við Elliðaárnar sem horfðu dreymnum augum á að veiða eins og eitt stykki lax. Undirritaður játar það hér með skýlaust að hafa eitt sinn stolist í Elliðaárnar og tókst þá að ná í einn lax en það var að vísu í litlu Elliðaánum og að vori svo hvorki var hann sprækur á færi eða góður til matar en elskuleg móðir mín eldaði hann að minni beiðni engu að síður og bað mig eftir þetta en vera ekkert að koma heim með svona ljóta laxa á vorinn. En það er mismikið sem menn leggja á sig fyrir tilraun til veiðiþjófnaðar á æskuárunum. Sölvi Breiðfjörð sendi okkur þessa skemmtilegu sögu af tilraun hans og æskuvinar til að komast í hóp veiðimanna. "Það var sumarið 1986 þann 7 ágúst að ég Sölvi Breiðfjörð (16 ára) og æsku vinur minn hann Hannes Gústafsson (15 að verða 16 ára) gerðum okkur ferð í Elliðaánna til að veiða. Helgina áður grófum við ansi margar holur og veltum ansi mörgum túnþökum til að tína ánamaðka og vorum búnir að gefa þeim mjólk að drekka allan tíman þar til við fórum að veiða, en það var talið gott að gefa ánamöðkum mjólk að drekka því þá stækkuðu þeir svo mikið. Þennan dag var kalt í veðri og slagveðursrigning, við fórum seinnipart dags niður að Elliðará eða Grænugróf í Víðidal. Við ætluðum svo aldeilis að moka inn laxinum þar sem það á alltaf að vera svo gott að veiða í rigningu. Við vorum ekki búnir að vera lengi þar til við urðum varir við einhvern mann á árbakkanum Fáks megin, síðan tókum við eftir öðrum sem kom í átt til okkar úr suðri. Við vorum ekki vissir um hvort þetta voru veiði verðirnir eða hvað nema við verðum nú pínu órólegir sérstaklega þegar við sjáum þennan sem kom austan megin frá en hann var svo uppveðraður að hann óð yfir ánna og í átt til okkar, þegar við sjáum þetta hugsum við okkur til hreyfings og ætlum að hlaupa í burtu í átt að Fellunum þá beið okkar lögreglan sem tók okkur að sjálfsögðu, vitanlega gerðu þeir veiðidótið upptækt en ein ung lögga spurði annan hvort hann mætti ekki henda möðkunum...... þá heyrist í Hannesi nei nei ertu alveg vitlaus veistu hvað við lögðum á okkur við að safna þessu." Við kunnum Sölva bestu þakkir fyrir þessa sögu. Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Af stórlöxum í Nesi Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Undirritaður játar það hér með skýlaust að hafa eitt sinn stolist í Elliðaárnar og tókst þá að ná í einn lax en það var að vísu í litlu Elliðaánum og að vori svo hvorki var hann sprækur á færi eða góður til matar en elskuleg móðir mín eldaði hann að minni beiðni engu að síður og bað mig eftir þetta en vera ekkert að koma heim með svona ljóta laxa á vorinn. En það er mismikið sem menn leggja á sig fyrir tilraun til veiðiþjófnaðar á æskuárunum. Sölvi Breiðfjörð sendi okkur þessa skemmtilegu sögu af tilraun hans og æskuvinar til að komast í hóp veiðimanna. "Það var sumarið 1986 þann 7 ágúst að ég Sölvi Breiðfjörð (16 ára) og æsku vinur minn hann Hannes Gústafsson (15 að verða 16 ára) gerðum okkur ferð í Elliðaánna til að veiða. Helgina áður grófum við ansi margar holur og veltum ansi mörgum túnþökum til að tína ánamaðka og vorum búnir að gefa þeim mjólk að drekka allan tíman þar til við fórum að veiða, en það var talið gott að gefa ánamöðkum mjólk að drekka því þá stækkuðu þeir svo mikið. Þennan dag var kalt í veðri og slagveðursrigning, við fórum seinnipart dags niður að Elliðará eða Grænugróf í Víðidal. Við ætluðum svo aldeilis að moka inn laxinum þar sem það á alltaf að vera svo gott að veiða í rigningu. Við vorum ekki búnir að vera lengi þar til við urðum varir við einhvern mann á árbakkanum Fáks megin, síðan tókum við eftir öðrum sem kom í átt til okkar úr suðri. Við vorum ekki vissir um hvort þetta voru veiði verðirnir eða hvað nema við verðum nú pínu órólegir sérstaklega þegar við sjáum þennan sem kom austan megin frá en hann var svo uppveðraður að hann óð yfir ánna og í átt til okkar, þegar við sjáum þetta hugsum við okkur til hreyfings og ætlum að hlaupa í burtu í átt að Fellunum þá beið okkar lögreglan sem tók okkur að sjálfsögðu, vitanlega gerðu þeir veiðidótið upptækt en ein ung lögga spurði annan hvort hann mætti ekki henda möðkunum...... þá heyrist í Hannesi nei nei ertu alveg vitlaus veistu hvað við lögðum á okkur við að safna þessu." Við kunnum Sölva bestu þakkir fyrir þessa sögu.
Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Af stórlöxum í Nesi Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði