Deep Water: Tilviljanir og heimska í glórulausri aðlögun Heiðar Sumarliðason skrifar 29. mars 2022 15:05 Affleck og de Armas. Það er eitthvað voðalega skakkt við aðlögun Adrian Lyne á skáldsögu Patriciu Highsmith, Deep Water, sem nú er hægt að sjá á Amazon Prime. Þar leika Ben Affleck og Ana De Armas einhver undarlegustu hjón sem sést hafa á skjánum lengi. Að undanförnu hef ég mikið unnið með það að fara á kvikmyndir án þess að kynna mér innihald þeirra of mikið. Það er allur gangur á því hvort það skemmi fyrir áhorfinu eða lyfti því á hærra plan. Það eina sem ég las um myndina var þessi log-lína á Imdb.com: A well-to-do husband who allows his wife to have affairs in order to avoid a divorce becomes a prime suspect in the disappearance of her lovers. Þessi lýsing á sögunni gefur eilítið skakka mynd af framvindu hennar, því hún hljómar eins og lýsing á einhverskonar tilbrigði við aðra Ben Affleck mynd, Gone Girl. Með henni er gefið í skyn að stór hluti framvindunnar sé einhverskonar lögreglurannsókn á persónu Afflecks, en á daginn kemur að sagan snýst í raun ekki um neitt slíkt. Eina aðkoma lögreglunnar að gangi mála er afgreidd á nokkrum mínútum, þannig að nei, Deep Water er ekki neins konar útgáfa af Gone Girl. Fyrrnefnd log-lína er frá framleiðendum myndarinnar og því ekki einhverskonar mistúlkun starfsmanna Imdb.com á innihaldi hennar. Þessi ónákvæmni kjarnar í raun þau vandamál sem steðja að þessari aðlögun á skáldsögu Highsmith frá árinu 1957, því myndina sjálfa skortir skýra kvikmyndauppbyggingu. Þegar log-lína fyrir kvikmynd er smíðuð er byrjun annars leikþáttar skoðaður, en á þeim stað í sögunni er upphafið af meginhluta gjörðanna í loglínunni að finna. Þegar log-lína Deep Water er skoðuð er eina framvindugjörðin tengd því að eiginmaðurinn er grunaður um morð á nokkrum elskhugum eiginkonu sinnar. Hjónin fylgjast með dótturinni spila fótbolta. Því myndi maður ætla að atburðarásin tengdist rannsókn lögreglu á honum, og að meginþráður annars leikþáttar myndi snúast um eiginmanninn að reyna að sanna sakleysi sitt, á la Gone Girl. Það er að a.m.k. það sem framleiðendur myndarinnar eru að lofa okkur með þessari lýsingu. Hvenær byrjar myndin sem mér var lofað? Þetta varð til þess að ég var ávallt ómeðvitað að bíða eftir því að myndin sem búið var að lofa mér hæfist. Þegar hún var hálfnuð má segja að ég hafi enn beðið þess. Þegar nákvæmlega klukkustund var liðin af henni mætti lögreglan loks á svæðið, þátttaka hennar stóð yfir í tvær mínútur, svo sást hún ekki aftur. Það kemur í raun enginn annar söguþráður í stað þessa draugþráðs, sem aldrei varð. Við fáum einungis röð furðulegra atvika sem hverfast um þá staðreynd að eiginkonan er sífellt að gera sér dælt við unga og myndarlega karlmenn sem hún kemur með í úthverfateiti til vina þeirra hjóna. Eiginmaðurinn er svo alls ekki jafn hress með málavexti og log-línan fær áhorfendur til að halda (þ.e. að hann leyfi konu sinni að sofa hjá öðrum mönnum). Tilviljanir og heimska Kringumstæður og forsaga mála eru ekki látin í ljós, og úr verður heldur óskýr og tilgerðarlegur bræðingur, þar sem ástæður gjarða persóna eru látnar liggja milli hluta oftar en góðu hófi gegnir. Einnig er mörgum senum fundið pláss í absúrd kringumstæðum, líkt og endalaus matarboð eiginkonunnar, sem minnka trúverðugleika myndarinnar. Í ofanálag fremja handritshöfundarnir alltof oft tvær af meginsyndum kvikmyndaskrifa, sem eru tilviljanir og heimska. Sérstaklega er persónan sem Tracy Letts leikur, alveg einstaklega heimsk. Lokaatriði Letts í myndinni kjarnar það fullkomlega. Af hverju er hann að senda óþörf smáskilaboð undir stýri á stórhættulegum vegi, af hverju stígur hann ekki á bremsuna þegar bíll hans endar utan vegar og af hverju í fjáranum leyfir hann persónu Ben Afflecks að sjá sig þegar hann er að njósna um hann? Það er ekki heil brú í öllum þessum sekvens, ekki frekar en svo mörgu öðru í myndinni. Ósvaraðar spurningar geta verið skemmtilegt krydd í kvikmyndafrásögn, það er hinsvegar stílbragð sem ber að meðhöndla af varkárni en það er alls ekki uppi á teningnum hér. Að hleypa áhorfendum meira inn í söguna með því gefa upp samhengi þess sem persónurnar gera, hefði bjargað mjög miklu hér, því framkvæmdin á Deep Water er að mörgu leyti mjög verkmannleg af hálfu leikstjórans Adrian Lyne. Það komu senur í myndinni þar sem ég var algjörlega með á nótunum og búinn að fjárfesta í sögunni, en fyrrnefndir vankantar slitu þá taug reglulega. Furðulegur og máttlaus endir Á löngum köflum var heldur lítið að frétta í framvindumálum og fátt sem kom á óvart, því fór ég að velta fyrir mér hvort ekki væri stórfenglegur snúningur væntanlegur þegar færi að hylla undir lokin. Leið og beið, og ég ætla bara að spilla þessu, það kom enginn snúningur. Sennilega áttu lokarammarnir að vera einhverskonar óvæntur snúningur, en þetta niðurlag var svo máttlaust að einu áhrifin sem það hafði voru að ég æpti upp yfir mig vantrúaður: „Er þetta allt og sumt?!“ og fussaði. Endirinn var það furðulegur og máttlaus, að ég trúði því vart að hann hafi verið eins í skáldsögunni og eftir smá gúgl kom í ljós að hann er auðvitað allt öðruvísi (fyrir þá sem hafa áhuga á samanburði er hægt að finna hann hér). Sennilega hefur endir Highsmith ekki þótt við hæfi nú til dags. Annars tók ég eftir að þeir erlendu gagnrýnendur sem hafa lesið skáldsöguna, sem myndin byggir á, tala um að alltof mikið vanti inn í persónusköpunina, sem í bókinni sjálfri gangi miklu betur upp. Að sjálfsögðu er það erfiðleikum háð að ætla að aðlaga skáldsögu sem skrifuð er fyrir næstum sjötíu árum. Samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið og hugtök eins og „opið hjónaband“ voru sennilega ekki til þegar hún var rituð. Því er líklegt að öll afstaða og ásetningur persóna, út frá samfélaginu, sé önnur en árið 1957. Líklegt er að sá tími sem hefur liðið frá ritun bókarinnar hafi mikið að gera með hversu klunnaleg framsetning myndarinnar er á sögunni. Deep Water átti að koma í kvikmyndahús, en mjög nálægt frumsýningardagsetningunni var því aflýst og fór hún á Hulu í Bandaríkjunum og Amazon Prime annarsstaðar. Það veit aldrei á gott þegar slíkt gerist, ég held hreinlega að það hafi aldrei gerst að mynd sem svo skyndilega er kippt af bíódagskrá rétt fyrir frumsýningu sé vel heppnuð. Það er engin breyting á því hér. Niðurstaða: Deep Water er stundum áhugaverð, en alltof oft kjánaleg til að geta myndað góða heild. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Að undanförnu hef ég mikið unnið með það að fara á kvikmyndir án þess að kynna mér innihald þeirra of mikið. Það er allur gangur á því hvort það skemmi fyrir áhorfinu eða lyfti því á hærra plan. Það eina sem ég las um myndina var þessi log-lína á Imdb.com: A well-to-do husband who allows his wife to have affairs in order to avoid a divorce becomes a prime suspect in the disappearance of her lovers. Þessi lýsing á sögunni gefur eilítið skakka mynd af framvindu hennar, því hún hljómar eins og lýsing á einhverskonar tilbrigði við aðra Ben Affleck mynd, Gone Girl. Með henni er gefið í skyn að stór hluti framvindunnar sé einhverskonar lögreglurannsókn á persónu Afflecks, en á daginn kemur að sagan snýst í raun ekki um neitt slíkt. Eina aðkoma lögreglunnar að gangi mála er afgreidd á nokkrum mínútum, þannig að nei, Deep Water er ekki neins konar útgáfa af Gone Girl. Fyrrnefnd log-lína er frá framleiðendum myndarinnar og því ekki einhverskonar mistúlkun starfsmanna Imdb.com á innihaldi hennar. Þessi ónákvæmni kjarnar í raun þau vandamál sem steðja að þessari aðlögun á skáldsögu Highsmith frá árinu 1957, því myndina sjálfa skortir skýra kvikmyndauppbyggingu. Þegar log-lína fyrir kvikmynd er smíðuð er byrjun annars leikþáttar skoðaður, en á þeim stað í sögunni er upphafið af meginhluta gjörðanna í loglínunni að finna. Þegar log-lína Deep Water er skoðuð er eina framvindugjörðin tengd því að eiginmaðurinn er grunaður um morð á nokkrum elskhugum eiginkonu sinnar. Hjónin fylgjast með dótturinni spila fótbolta. Því myndi maður ætla að atburðarásin tengdist rannsókn lögreglu á honum, og að meginþráður annars leikþáttar myndi snúast um eiginmanninn að reyna að sanna sakleysi sitt, á la Gone Girl. Það er að a.m.k. það sem framleiðendur myndarinnar eru að lofa okkur með þessari lýsingu. Hvenær byrjar myndin sem mér var lofað? Þetta varð til þess að ég var ávallt ómeðvitað að bíða eftir því að myndin sem búið var að lofa mér hæfist. Þegar hún var hálfnuð má segja að ég hafi enn beðið þess. Þegar nákvæmlega klukkustund var liðin af henni mætti lögreglan loks á svæðið, þátttaka hennar stóð yfir í tvær mínútur, svo sást hún ekki aftur. Það kemur í raun enginn annar söguþráður í stað þessa draugþráðs, sem aldrei varð. Við fáum einungis röð furðulegra atvika sem hverfast um þá staðreynd að eiginkonan er sífellt að gera sér dælt við unga og myndarlega karlmenn sem hún kemur með í úthverfateiti til vina þeirra hjóna. Eiginmaðurinn er svo alls ekki jafn hress með málavexti og log-línan fær áhorfendur til að halda (þ.e. að hann leyfi konu sinni að sofa hjá öðrum mönnum). Tilviljanir og heimska Kringumstæður og forsaga mála eru ekki látin í ljós, og úr verður heldur óskýr og tilgerðarlegur bræðingur, þar sem ástæður gjarða persóna eru látnar liggja milli hluta oftar en góðu hófi gegnir. Einnig er mörgum senum fundið pláss í absúrd kringumstæðum, líkt og endalaus matarboð eiginkonunnar, sem minnka trúverðugleika myndarinnar. Í ofanálag fremja handritshöfundarnir alltof oft tvær af meginsyndum kvikmyndaskrifa, sem eru tilviljanir og heimska. Sérstaklega er persónan sem Tracy Letts leikur, alveg einstaklega heimsk. Lokaatriði Letts í myndinni kjarnar það fullkomlega. Af hverju er hann að senda óþörf smáskilaboð undir stýri á stórhættulegum vegi, af hverju stígur hann ekki á bremsuna þegar bíll hans endar utan vegar og af hverju í fjáranum leyfir hann persónu Ben Afflecks að sjá sig þegar hann er að njósna um hann? Það er ekki heil brú í öllum þessum sekvens, ekki frekar en svo mörgu öðru í myndinni. Ósvaraðar spurningar geta verið skemmtilegt krydd í kvikmyndafrásögn, það er hinsvegar stílbragð sem ber að meðhöndla af varkárni en það er alls ekki uppi á teningnum hér. Að hleypa áhorfendum meira inn í söguna með því gefa upp samhengi þess sem persónurnar gera, hefði bjargað mjög miklu hér, því framkvæmdin á Deep Water er að mörgu leyti mjög verkmannleg af hálfu leikstjórans Adrian Lyne. Það komu senur í myndinni þar sem ég var algjörlega með á nótunum og búinn að fjárfesta í sögunni, en fyrrnefndir vankantar slitu þá taug reglulega. Furðulegur og máttlaus endir Á löngum köflum var heldur lítið að frétta í framvindumálum og fátt sem kom á óvart, því fór ég að velta fyrir mér hvort ekki væri stórfenglegur snúningur væntanlegur þegar færi að hylla undir lokin. Leið og beið, og ég ætla bara að spilla þessu, það kom enginn snúningur. Sennilega áttu lokarammarnir að vera einhverskonar óvæntur snúningur, en þetta niðurlag var svo máttlaust að einu áhrifin sem það hafði voru að ég æpti upp yfir mig vantrúaður: „Er þetta allt og sumt?!“ og fussaði. Endirinn var það furðulegur og máttlaus, að ég trúði því vart að hann hafi verið eins í skáldsögunni og eftir smá gúgl kom í ljós að hann er auðvitað allt öðruvísi (fyrir þá sem hafa áhuga á samanburði er hægt að finna hann hér). Sennilega hefur endir Highsmith ekki þótt við hæfi nú til dags. Annars tók ég eftir að þeir erlendu gagnrýnendur sem hafa lesið skáldsöguna, sem myndin byggir á, tala um að alltof mikið vanti inn í persónusköpunina, sem í bókinni sjálfri gangi miklu betur upp. Að sjálfsögðu er það erfiðleikum háð að ætla að aðlaga skáldsögu sem skrifuð er fyrir næstum sjötíu árum. Samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið og hugtök eins og „opið hjónaband“ voru sennilega ekki til þegar hún var rituð. Því er líklegt að öll afstaða og ásetningur persóna, út frá samfélaginu, sé önnur en árið 1957. Líklegt er að sá tími sem hefur liðið frá ritun bókarinnar hafi mikið að gera með hversu klunnaleg framsetning myndarinnar er á sögunni. Deep Water átti að koma í kvikmyndahús, en mjög nálægt frumsýningardagsetningunni var því aflýst og fór hún á Hulu í Bandaríkjunum og Amazon Prime annarsstaðar. Það veit aldrei á gott þegar slíkt gerist, ég held hreinlega að það hafi aldrei gerst að mynd sem svo skyndilega er kippt af bíódagskrá rétt fyrir frumsýningu sé vel heppnuð. Það er engin breyting á því hér. Niðurstaða: Deep Water er stundum áhugaverð, en alltof oft kjánaleg til að geta myndað góða heild.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira