20. umferð í CS:GO lokið: stórsigrar og rúst á lokametrunum Snorri Rafn Hallsson skrifar 26. mars 2022 17:00 20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Dusty á Þór. Baráttan stendur nú um fallsætin. Leikir vikunnar Fylkir – Ármann Á meðan Fylkir var í harðri botnbaráttu við Kórdrengi lék Ármann upp á þátttökurétt í Stórmeistaramótinu þegar liðin mættust í Nuke. Ármann hafði unnið báða fyrri leiki liðanna, en Fylkismenn fóru vel af stað á þriðjudaginn. KiddiDisco var atkvæðamikill í viðsnúningi Ármanns sem náði að jafna og koma sér yfir. Fylkismenn voru í basli með að veikja vörn Ármanns og staðan því 9–6 fyrir Ármanni í hálfleik. Síðari hálfleikur var öllu jafnari þar sem Fylkismenn komust loks almennilega í gang, en forskot Ármanns var einfaldlega of stórt. Mjótt var á mununum en Snowy tryggði Ármanni sigurinn að lokum, 16–13. XY – Vallea Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tók XY á móti Vallea í Nuke. Pandaz var atkvæðamikill framan af í opnunum fyrir XY sem setti saman virkilega skemmtilegan sóknarhálfleik og byggði upp gott forskot. Voru allir leikmenn liðsins sprækir og léku eins og þeir hefðu engu að tapa. Að sama skapi voru liðsmenn Vallea máttlausir og héldu litlum vörnum uppi gegn XY sem fóru sér hægt og tóku enga sénsa og var staða í hálfleik 10–5 fyrir XY. Vallea náði svo einungis einni lotu í síðari hálfleiknum með fjórfaldri fellu frá Stalz en XY voru miklu beittari og sigldu sigrinum heim hratt og örugglega. Úrslitin 16–6 fyrir XY og var það fyrsti leikurinn af þremur í þessari umferð sem vannst með 10 stiga mun eða meira. Saga – Kórdrengir Á föstudagskvöldið mættust svo Saga og Kórdrengir, en í þetta skiptið í Overpass. Saga vann hnífalotuna og einnig næstu fimm loturnar eftir það. Kórdrengir gátu litla viðspyrnu veitt enda fór Skoon á kostum fyrir Sögu og bakkaði upp ADHD sem féll oftar en einu snemma í lotunum. Það kom þó ekki að sök og var staðan hvorki meira né minna en 12–3 fyrir Sögu í hálfleik. Vörn Kórdrengja var engu betri en sóknin og unnu þeir einungis tvær lotur áður en Saga galopnaði kortið, gekk beint inn á sprengjusvæðið og tryggði sér sigurinn, 16–5. Með sigrinum á Saga ekki lengur á hættu á að falla niður um deild og því fá áhorfendur að fylgjast með þeim áfram á næsta tímabili. Dusty - Þór Í lokaleik umferðarinnar mættust svo Dusty og Þór í Mirage. Dusty var búið að vinna deildina en í leiknum hafði Þór tækifæri til að vinna innbyrðis viðureignirnar í sárabót. Þór vann fyrstu lotuna en þrátt fyrir sterka vörn náði Dusty að brjóta hana á bak aftur og vinna næstu sex loturnar. Um miðbik hálfleiks lifnaði örlítið yfir Þórsurum þar sem Dabbehhh kom mjög sterkur inn og náði Þór að minnka muninn í 9–6 fyrir Dusty. Þórsarar áttu hins vegar engan séns í sókninni í síðari hálfleik. Vörn Dusty hélt fullkomlega og sýndi Dusty hvers vegna þeir eru besta liðið í deildinni. Vann Dusty þannig sjö lotur í röð án þess að Þórsarar næðu einu einasta stigi og 16–6 sigur Dusty til að útkljá þetta einvígi því staðreynd. Staðan Að 20. umferð lokinni er löngu orðið ljóst að Dusty eru sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO 2021–2022. Þórsarar sem eygðu sigurvon stóran hluta tímabilsins sitja nú í öðru sæti en það ræðst í næstu viku hvort Vallea nær að jafna Þór að stigum og hreppa annað sætið. Ármann tryggði sér fjórða sætið með sigri sínum í vikunni og því ljóst að Dusty, Þór, Vallea og Ármann fara beint inn í á Stórmeistaramótið. XY er að sama skapi öruggt í fimmta sæti, og Saga í því sjötta. Kórdrengir og Fylkir draga lestina. Tapi Fylkir gegn Sögu í næstu umferð eru þeir fallnir niður um deild, en vinni Fylkir og Kórdrengir tapi sínum leik endar Fylkir í umspilssæti en Kórdrengir falla. Næstu leikir Síðasta umferðin í Ljósleiðaradeildinni fer fram dagana 29. mars og 1. apríl. Dagskrá 21. umferðar er svona: Fylkir – Saga, 29. mars. kl. 20:30. Þór – Kórdrengir, 29. mars. kl. 21:30. XY – Ármann, 1. apríl. kl. 20:30. Dusty – Vallea, 1. apríl. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Fylkir Þór Akureyri Kórdrengir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn
Leikir vikunnar Fylkir – Ármann Á meðan Fylkir var í harðri botnbaráttu við Kórdrengi lék Ármann upp á þátttökurétt í Stórmeistaramótinu þegar liðin mættust í Nuke. Ármann hafði unnið báða fyrri leiki liðanna, en Fylkismenn fóru vel af stað á þriðjudaginn. KiddiDisco var atkvæðamikill í viðsnúningi Ármanns sem náði að jafna og koma sér yfir. Fylkismenn voru í basli með að veikja vörn Ármanns og staðan því 9–6 fyrir Ármanni í hálfleik. Síðari hálfleikur var öllu jafnari þar sem Fylkismenn komust loks almennilega í gang, en forskot Ármanns var einfaldlega of stórt. Mjótt var á mununum en Snowy tryggði Ármanni sigurinn að lokum, 16–13. XY – Vallea Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tók XY á móti Vallea í Nuke. Pandaz var atkvæðamikill framan af í opnunum fyrir XY sem setti saman virkilega skemmtilegan sóknarhálfleik og byggði upp gott forskot. Voru allir leikmenn liðsins sprækir og léku eins og þeir hefðu engu að tapa. Að sama skapi voru liðsmenn Vallea máttlausir og héldu litlum vörnum uppi gegn XY sem fóru sér hægt og tóku enga sénsa og var staða í hálfleik 10–5 fyrir XY. Vallea náði svo einungis einni lotu í síðari hálfleiknum með fjórfaldri fellu frá Stalz en XY voru miklu beittari og sigldu sigrinum heim hratt og örugglega. Úrslitin 16–6 fyrir XY og var það fyrsti leikurinn af þremur í þessari umferð sem vannst með 10 stiga mun eða meira. Saga – Kórdrengir Á föstudagskvöldið mættust svo Saga og Kórdrengir, en í þetta skiptið í Overpass. Saga vann hnífalotuna og einnig næstu fimm loturnar eftir það. Kórdrengir gátu litla viðspyrnu veitt enda fór Skoon á kostum fyrir Sögu og bakkaði upp ADHD sem féll oftar en einu snemma í lotunum. Það kom þó ekki að sök og var staðan hvorki meira né minna en 12–3 fyrir Sögu í hálfleik. Vörn Kórdrengja var engu betri en sóknin og unnu þeir einungis tvær lotur áður en Saga galopnaði kortið, gekk beint inn á sprengjusvæðið og tryggði sér sigurinn, 16–5. Með sigrinum á Saga ekki lengur á hættu á að falla niður um deild og því fá áhorfendur að fylgjast með þeim áfram á næsta tímabili. Dusty - Þór Í lokaleik umferðarinnar mættust svo Dusty og Þór í Mirage. Dusty var búið að vinna deildina en í leiknum hafði Þór tækifæri til að vinna innbyrðis viðureignirnar í sárabót. Þór vann fyrstu lotuna en þrátt fyrir sterka vörn náði Dusty að brjóta hana á bak aftur og vinna næstu sex loturnar. Um miðbik hálfleiks lifnaði örlítið yfir Þórsurum þar sem Dabbehhh kom mjög sterkur inn og náði Þór að minnka muninn í 9–6 fyrir Dusty. Þórsarar áttu hins vegar engan séns í sókninni í síðari hálfleik. Vörn Dusty hélt fullkomlega og sýndi Dusty hvers vegna þeir eru besta liðið í deildinni. Vann Dusty þannig sjö lotur í röð án þess að Þórsarar næðu einu einasta stigi og 16–6 sigur Dusty til að útkljá þetta einvígi því staðreynd. Staðan Að 20. umferð lokinni er löngu orðið ljóst að Dusty eru sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO 2021–2022. Þórsarar sem eygðu sigurvon stóran hluta tímabilsins sitja nú í öðru sæti en það ræðst í næstu viku hvort Vallea nær að jafna Þór að stigum og hreppa annað sætið. Ármann tryggði sér fjórða sætið með sigri sínum í vikunni og því ljóst að Dusty, Þór, Vallea og Ármann fara beint inn í á Stórmeistaramótið. XY er að sama skapi öruggt í fimmta sæti, og Saga í því sjötta. Kórdrengir og Fylkir draga lestina. Tapi Fylkir gegn Sögu í næstu umferð eru þeir fallnir niður um deild, en vinni Fylkir og Kórdrengir tapi sínum leik endar Fylkir í umspilssæti en Kórdrengir falla. Næstu leikir Síðasta umferðin í Ljósleiðaradeildinni fer fram dagana 29. mars og 1. apríl. Dagskrá 21. umferðar er svona: Fylkir – Saga, 29. mars. kl. 20:30. Þór – Kórdrengir, 29. mars. kl. 21:30. XY – Ármann, 1. apríl. kl. 20:30. Dusty – Vallea, 1. apríl. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Fylkir Þór Akureyri Kórdrengir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn