Rúmlega helmingur allra barna í Úkraínu verið hrakinn á flótta Heimsljós 25. mars 2022 10:57 UNICEF Í gær var mánuður liðinn frá því Rússar hófu innrás í Úkraínu með þeim afleiðingum að alls 4,3 milljónir barna, ríflega helmingur allra barna í Úkraínu, hafa neyðst til að flýja heimili sín. Samkvæmt tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 1,8 milljónir barna flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og 2,5 milljónir barna eru á vergangi innanlands. „Ekki síðan í síðari heimsstyrjöldinni hefur annar eins fjöldi barna neyðst til að flýja heimili sín á svo skömmum tíma og í þessu stríði,“ segir í Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu. „Þetta eru óhugnanleg tímamót sem gætu haft varanlegar afleiðingar fyrir næstu kynslóðir. Öryggi barna, velferð þeirra og aðgengi að nauðsynlegri þjónustu er ógnað vegna þrotlausra árása og skelfilegs ofbeldis,“ bætir hún við. Samkvæmt tölum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa 78 börn látist og 105 börn særst á þeim mánuði sem liðinn er frá upphafi átaka. Þetta eru þó aðeins staðfestar tölur Sameinuðu þjóðanna og talið líklegt að þær séu í raun mun hærri. Loftárásir hafa haft skelfilegar afleiðingar á nauðsynlega innviði og aðgengi almennings að grunnþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) greinir frá 52 árásum á starfsemi heilbrigðisstofnana. Menntamálaráðuneyti Úkraínu segir að skemmdir hafi orðið á yfir 500 skólabyggingum, 1,4 milljónir barna hafa nú ekki aðgengi að öruggu vatni, 4,6 milljónir manna hafa takmarkað aðgengi að vatni eða eiga á hættu að verða vatnslaus. Þá vantar 450 þúsund börn á aldrinum 6-23 mánaða næringaraðstoð. „Á fáeinum vikum þá hefur stríðið gjöreyðilagt svo margt fyrir börnum í Úkraínu. Börn þurfa tafarlaust frið, vernd og öryggi,“ segir Russell. „UNICEF kallar sem fyrr eftir vopnahléi nú þegar og að réttindi og vernd barna verði tryggð. Stofnanir og nauðsynlegir innviðir sem börn reiða sig á eiga aldrei að vera í skotlínu stríðsátaka.“ Starf UNICEF á vettvangi UNICEF og samstarfsaðilar vinna þrotlaust að því að ná til barna í Úkraínu og í nágrannaríkjum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð. Í Úkraínu hefur UNICEF flutt sjúkragögn til 49 sjúkrahúsa á 9 landsvæðum, þar á meðal Kænugarði, Kharkiv, Dnipro, og Lviv. UNICEF hefur aukið stuðning við færanleg barnaverndarteymi sín sem starfa á vettvangi og fjölgað þeim úr 22 í 50 og nú þegar hafa borist 63 flutningabílar af hjálpargögnum til aðstoðar 2,2 milljónum íbúa Úkraínu. Á komandi vikum mun UNICEF svo hefja úthlutun á neyðarfjármagni til handa viðkvæmustu fjölskyldunum og koma upp barnvænum svæðum á lykilsvæðum um allt landið. UNICEF á Íslandi hefur frá upphafi átaka í Úkraínu staðið fyrir neyðarsöfnun vegna stríðsins. Viðbrögð almennings, fyrirtækja og samstarfsaðila hafa verið vonum framar og tugir milljóna safnast til góðra verka. Samtakamáttur íslensku þjóðarinnar hefur verið aðdáunarverður. Í vikunni hóf UNICEF á Íslandi svo átak undir yfirskriftinni „Heimsins bestu foreldrar“ til að fjölga Heimsforeldrum enda hefur mikilvægi þeirra sýnt sig undanfarið, sem endranær. Mánaðarleg framlög Heimsforeldra tryggja getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar skálmöld skellur á, rétt eins og kom á daginn í Úkraínu fyrir mánuði síðan. Í átakinu sem hófst í vikunni munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði renna beint til starfs UNICEF vegna Úkraínu. Ísland á heimsmet í fjölda Heimsforeldra og minnum við því þann mikla fjölda núverandi Heimsforeldra einnig á að alltaf er hægt að hafa samband við skrifstofu UNICEF á Íslandi og hækka núverandi framlag sitt, ef áhugi er á. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er með starfsemi í yfir 190 löndum og er á vettvangi margra stríða. Í öllum þessum verkefnum, nær og fjær, skiptir hvert framlag máli. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent
„Ekki síðan í síðari heimsstyrjöldinni hefur annar eins fjöldi barna neyðst til að flýja heimili sín á svo skömmum tíma og í þessu stríði,“ segir í Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu. „Þetta eru óhugnanleg tímamót sem gætu haft varanlegar afleiðingar fyrir næstu kynslóðir. Öryggi barna, velferð þeirra og aðgengi að nauðsynlegri þjónustu er ógnað vegna þrotlausra árása og skelfilegs ofbeldis,“ bætir hún við. Samkvæmt tölum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa 78 börn látist og 105 börn særst á þeim mánuði sem liðinn er frá upphafi átaka. Þetta eru þó aðeins staðfestar tölur Sameinuðu þjóðanna og talið líklegt að þær séu í raun mun hærri. Loftárásir hafa haft skelfilegar afleiðingar á nauðsynlega innviði og aðgengi almennings að grunnþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) greinir frá 52 árásum á starfsemi heilbrigðisstofnana. Menntamálaráðuneyti Úkraínu segir að skemmdir hafi orðið á yfir 500 skólabyggingum, 1,4 milljónir barna hafa nú ekki aðgengi að öruggu vatni, 4,6 milljónir manna hafa takmarkað aðgengi að vatni eða eiga á hættu að verða vatnslaus. Þá vantar 450 þúsund börn á aldrinum 6-23 mánaða næringaraðstoð. „Á fáeinum vikum þá hefur stríðið gjöreyðilagt svo margt fyrir börnum í Úkraínu. Börn þurfa tafarlaust frið, vernd og öryggi,“ segir Russell. „UNICEF kallar sem fyrr eftir vopnahléi nú þegar og að réttindi og vernd barna verði tryggð. Stofnanir og nauðsynlegir innviðir sem börn reiða sig á eiga aldrei að vera í skotlínu stríðsátaka.“ Starf UNICEF á vettvangi UNICEF og samstarfsaðilar vinna þrotlaust að því að ná til barna í Úkraínu og í nágrannaríkjum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð. Í Úkraínu hefur UNICEF flutt sjúkragögn til 49 sjúkrahúsa á 9 landsvæðum, þar á meðal Kænugarði, Kharkiv, Dnipro, og Lviv. UNICEF hefur aukið stuðning við færanleg barnaverndarteymi sín sem starfa á vettvangi og fjölgað þeim úr 22 í 50 og nú þegar hafa borist 63 flutningabílar af hjálpargögnum til aðstoðar 2,2 milljónum íbúa Úkraínu. Á komandi vikum mun UNICEF svo hefja úthlutun á neyðarfjármagni til handa viðkvæmustu fjölskyldunum og koma upp barnvænum svæðum á lykilsvæðum um allt landið. UNICEF á Íslandi hefur frá upphafi átaka í Úkraínu staðið fyrir neyðarsöfnun vegna stríðsins. Viðbrögð almennings, fyrirtækja og samstarfsaðila hafa verið vonum framar og tugir milljóna safnast til góðra verka. Samtakamáttur íslensku þjóðarinnar hefur verið aðdáunarverður. Í vikunni hóf UNICEF á Íslandi svo átak undir yfirskriftinni „Heimsins bestu foreldrar“ til að fjölga Heimsforeldrum enda hefur mikilvægi þeirra sýnt sig undanfarið, sem endranær. Mánaðarleg framlög Heimsforeldra tryggja getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar skálmöld skellur á, rétt eins og kom á daginn í Úkraínu fyrir mánuði síðan. Í átakinu sem hófst í vikunni munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði renna beint til starfs UNICEF vegna Úkraínu. Ísland á heimsmet í fjölda Heimsforeldra og minnum við því þann mikla fjölda núverandi Heimsforeldra einnig á að alltaf er hægt að hafa samband við skrifstofu UNICEF á Íslandi og hækka núverandi framlag sitt, ef áhugi er á. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er með starfsemi í yfir 190 löndum og er á vettvangi margra stríða. Í öllum þessum verkefnum, nær og fjær, skiptir hvert framlag máli. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent