Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 101-76 | Stólarnir unnið fimm í röð Ísak Óli Traustason skrifar 24. mars 2022 23:59 Vísir/Hulda Margrét Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn náðu góðum tökum á leiknum í upphafi en gestirnir voru aldrei langt undan og hótuðu endurkomu. Eftir að Keflavík kom muninum niður í 3 stig í þriðja leikhluta skildu leiðir og Tindastóll sigraði að lokum. Lokatölur 101-76. Tindastóll byrjaði leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-20. Heimamenn bættu við forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 46-36. Javon Bess, leikmaður Tindastóls, var kominn með 13 stig í hálfleik. Keflavík átti góðan kafla í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn í þrjú stig, en heimamenn svöruðu áhlaupinu og leiddu að loknum þriðja leikhluta 68-52. Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, var sjóðandi heitur í leikhlutanum og var kominn með 26 stig. Keflvíkingar hótuðu því að koma með áhlaup í fjórða leikhluta en heimamenn stóðu það vel af sér og sigruðu að lokum nokkuð örugglega 101-76. Af hverju vann Tindastóll? Ákefðin í liði Tindastóls náði að hægja verulega á Keflavíkingum. Tindastóll skora 23 eftir tapaða bolta hjá Keflavík og liðið skýtur vel utan af velli (53%) og lætur boltann ganga vel (26 stoðsendingar sem lið). Varnarlega halda þeir skotnýtingu gestanna í 39% og neyða þá í 17 tapaða bolta. Tindastóll keyrði á 7 manna róteringu Keflvíkinga og stungu þá af í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, átti sviðið. 35 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolnir boltar var það sem hann bauð upp á. Hann var besti maður vallarins. Javon Bess skilaði sínu stöðuga framlagi (21 stig, 6 fráköst, 4 stolnir boltar). Þá var Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls með 10 stoðsendingar. Hjá Keflavík endaði Mustapha Heron stigahæstur með 21 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Dominykas Milka hefur átt betri dag en endaði þrátt fyrir það með tvöfalda tvennu, 17 stig og 10 fráköst. Hvað hefði mátt betur fara? Vítanýting Keflvíkinga var alveg ömurleg. Þeir hitta úr 17 af 32 vítaskotum sínum sem gera 53% nýtingu. Þetta var erfiður leikur fyrir Keflvíkinga og súrt fyrir þá að geta ekki verið með fullmannað lið vegna veikinda. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Þór frá Þorlákshöfn á mánudaginn. Keflavík spilar við Grindavík á mánudaginn. Baldur Þór: Lið leggjast ekki bara niður og gefast upp Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls.vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna mann í kvöld. Erum í leik á móti liði sem er ótrúlega gott,“ sagði Baldur. Það vantaði 3 af 7 leikmönnum í Keflavíkurliðið sem spila flestar mínútur. „Það var spenna en svo breyttist það hratt í smá stress af því að þú ert búinn að undirbúa allt með öllum köllunum svo verður bara einhver kúvending á liðinu,“ sagði Baldur og bætti við að „það er ekkert eitthvað þæginlegt að fara í þannig leiki og auðveldlega hægt að tapa.“ „Ég var mjög ánægður með hvernig strákarnir komu einbeittir, varnaleikurinn á fullum velli var góður, boltaflæði og sjálfstraust sóknarlega,“ sagði Baldur. Gestirnir frá Keflvaík komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og var Baldur ánægður með svarið frá sínu liði við því áhlaupi. „Það endar á því að við unnum þriðja leikhlutann 22-16. Lið leggjast ekki bara niður og gefast upp, það koma alltaf endurkomur í þessu,“ sagði Baldur. „Það er búið að vera stígandi í þessu og við erum að ná í sigra, það er góð eining í hópnum og menn skilja sín hlutverk. Eins og er erum við að gera mjög vel og erum sáttir við það og nú er bara að halda áfram,“ sagði Baldur. Tindastóll leika við Þór frá Þorlákshöfn í næstu umferð. „Við erum að fara í mjög erfiðan leik í næsta leik á móti besta liðinu í vetur og verður gaman að spila við þá. Hjalti Þór: Vorum eins og sultur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var fúll eftir leikinn. „Við töpuðum, ég er ekki stoltur við tapið, ekki séns. Við erum með nógu gott lið til að vinna þetta Tindastóls lið sem við spilum við í dag,“ sagði Hjalti þegar að hann var spurður hvort hann hefði verið stoltur af barátunni í sínu liði í erfiðum aðstæðum. „Við vorum bara eins og sultur, rosalega soft í öllum aðgerðum sem við gerðum. Alveg sama þótt okkur vanti einhverja 6-7 gæja, við eigum að spila eins og menn,“ sagði Hjalti. Keflvíkingar koma sér inn í leikinn og minnka muninn niður í 3 stig, aðspurður út í hvað gerir það að verkum að hans lið nær ekki að hanga með heimamönnum svarar Hjalti því að þeir verði aftur sultur. „Við spilum hérna í fimm mínútur eins og við eigum að vera að spila. Fyrir utan þessar fimm mínútur þá veit ég ekki hvað við erum að gera en við eigum að gera mikið betur en þetta,“ sagði Hjalti. Það herja veikindi á leikmenn Keflvíkinga. „Menn eru bara fárveikir, það er bara svoleiðis. Ef við mætum með þetta lið þá bið ég ekkert annað en um sigur í þeim leik,“ sagði Hjalti. „Menn eiga bara að líta á þetta þannig að þetta sé áskorun þegar að það vantar einhverja leikmenn, aðrir verða þá bara að stíga upp og þessir leikmenn sem að voru hérna í dag eru alveg nógu góðir til að spila alvöru hlutverk í þessari deild,“ sagði Hjalti og bætti við að þeir eigi ekki að sætta sig við neitt annað en að gera sitt besta og sigra Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn náðu góðum tökum á leiknum í upphafi en gestirnir voru aldrei langt undan og hótuðu endurkomu. Eftir að Keflavík kom muninum niður í 3 stig í þriðja leikhluta skildu leiðir og Tindastóll sigraði að lokum. Lokatölur 101-76. Tindastóll byrjaði leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-20. Heimamenn bættu við forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 46-36. Javon Bess, leikmaður Tindastóls, var kominn með 13 stig í hálfleik. Keflavík átti góðan kafla í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn í þrjú stig, en heimamenn svöruðu áhlaupinu og leiddu að loknum þriðja leikhluta 68-52. Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, var sjóðandi heitur í leikhlutanum og var kominn með 26 stig. Keflvíkingar hótuðu því að koma með áhlaup í fjórða leikhluta en heimamenn stóðu það vel af sér og sigruðu að lokum nokkuð örugglega 101-76. Af hverju vann Tindastóll? Ákefðin í liði Tindastóls náði að hægja verulega á Keflavíkingum. Tindastóll skora 23 eftir tapaða bolta hjá Keflavík og liðið skýtur vel utan af velli (53%) og lætur boltann ganga vel (26 stoðsendingar sem lið). Varnarlega halda þeir skotnýtingu gestanna í 39% og neyða þá í 17 tapaða bolta. Tindastóll keyrði á 7 manna róteringu Keflvíkinga og stungu þá af í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, átti sviðið. 35 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolnir boltar var það sem hann bauð upp á. Hann var besti maður vallarins. Javon Bess skilaði sínu stöðuga framlagi (21 stig, 6 fráköst, 4 stolnir boltar). Þá var Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls með 10 stoðsendingar. Hjá Keflavík endaði Mustapha Heron stigahæstur með 21 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Dominykas Milka hefur átt betri dag en endaði þrátt fyrir það með tvöfalda tvennu, 17 stig og 10 fráköst. Hvað hefði mátt betur fara? Vítanýting Keflvíkinga var alveg ömurleg. Þeir hitta úr 17 af 32 vítaskotum sínum sem gera 53% nýtingu. Þetta var erfiður leikur fyrir Keflvíkinga og súrt fyrir þá að geta ekki verið með fullmannað lið vegna veikinda. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Þór frá Þorlákshöfn á mánudaginn. Keflavík spilar við Grindavík á mánudaginn. Baldur Þór: Lið leggjast ekki bara niður og gefast upp Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls.vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með sigur sinna mann í kvöld. Erum í leik á móti liði sem er ótrúlega gott,“ sagði Baldur. Það vantaði 3 af 7 leikmönnum í Keflavíkurliðið sem spila flestar mínútur. „Það var spenna en svo breyttist það hratt í smá stress af því að þú ert búinn að undirbúa allt með öllum köllunum svo verður bara einhver kúvending á liðinu,“ sagði Baldur og bætti við að „það er ekkert eitthvað þæginlegt að fara í þannig leiki og auðveldlega hægt að tapa.“ „Ég var mjög ánægður með hvernig strákarnir komu einbeittir, varnaleikurinn á fullum velli var góður, boltaflæði og sjálfstraust sóknarlega,“ sagði Baldur. Gestirnir frá Keflvaík komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og var Baldur ánægður með svarið frá sínu liði við því áhlaupi. „Það endar á því að við unnum þriðja leikhlutann 22-16. Lið leggjast ekki bara niður og gefast upp, það koma alltaf endurkomur í þessu,“ sagði Baldur. „Það er búið að vera stígandi í þessu og við erum að ná í sigra, það er góð eining í hópnum og menn skilja sín hlutverk. Eins og er erum við að gera mjög vel og erum sáttir við það og nú er bara að halda áfram,“ sagði Baldur. Tindastóll leika við Þór frá Þorlákshöfn í næstu umferð. „Við erum að fara í mjög erfiðan leik í næsta leik á móti besta liðinu í vetur og verður gaman að spila við þá. Hjalti Þór: Vorum eins og sultur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var fúll eftir leikinn. „Við töpuðum, ég er ekki stoltur við tapið, ekki séns. Við erum með nógu gott lið til að vinna þetta Tindastóls lið sem við spilum við í dag,“ sagði Hjalti þegar að hann var spurður hvort hann hefði verið stoltur af barátunni í sínu liði í erfiðum aðstæðum. „Við vorum bara eins og sultur, rosalega soft í öllum aðgerðum sem við gerðum. Alveg sama þótt okkur vanti einhverja 6-7 gæja, við eigum að spila eins og menn,“ sagði Hjalti. Keflvíkingar koma sér inn í leikinn og minnka muninn niður í 3 stig, aðspurður út í hvað gerir það að verkum að hans lið nær ekki að hanga með heimamönnum svarar Hjalti því að þeir verði aftur sultur. „Við spilum hérna í fimm mínútur eins og við eigum að vera að spila. Fyrir utan þessar fimm mínútur þá veit ég ekki hvað við erum að gera en við eigum að gera mikið betur en þetta,“ sagði Hjalti. Það herja veikindi á leikmenn Keflvíkinga. „Menn eru bara fárveikir, það er bara svoleiðis. Ef við mætum með þetta lið þá bið ég ekkert annað en um sigur í þeim leik,“ sagði Hjalti. „Menn eiga bara að líta á þetta þannig að þetta sé áskorun þegar að það vantar einhverja leikmenn, aðrir verða þá bara að stíga upp og þessir leikmenn sem að voru hérna í dag eru alveg nógu góðir til að spila alvöru hlutverk í þessari deild,“ sagði Hjalti og bætti við að þeir eigi ekki að sætta sig við neitt annað en að gera sitt besta og sigra
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum