UN Women: Dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta Heimsljós 22. mars 2022 09:55 UN Women/ Vitalie Hotnogu Meðal verkefna UN Women í Moldóvu er að dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta og veita þeim fjárhagsaðstoð. Þá hefur UN Women barist fyrir því að kvenmiðuð neyðaraðstoð sé veitt. UN Women á Íslandi segir í frétt að mikilvægt sé að konur hljóti strax upplýsingar um réttindi sín, húsaskjól og áfallahjálp við komuna til gistilands. UN Women í Moldóvu og UNICEF hafa tekið höndum saman til að tryggja að þörfum kvenna og barna á flótta sé mætt. Þar sem úkraínskum karlmönnum á aldrinum 18 til 60 hefur verið meinað að yfirgefa landið, eru konur og börn meiri hluti fólks á flótta. Liðinn er mánuður frá því að rússneski herinn hóf innrás í Úkraínu. Síðan þá hafa um 3,5 milljónir verið neyddar á flótta og talið er að um 12 milljónir sitji fastar í umsetnum borgum og bæjum án rafmagns, hita eða vista. Meiri hluti þeirra er flúið hafa átökin í Úkraínu hafa leitað skjóls í Póllandi, eða um 2 milljónir. Moldóva er það land sem hefur tekið á móti næstflestu flóttafólki, eða rúmlega hálfri milljón. Sex dagar ofan í kjallara UN Women segir frá Veru, einstæðri fjögurra barna móður sem flúði til Moldóvu frá Kyiv. „Fyrst þegar átökin hófust, földum við okkur í kjallaranum. Við vorum þar í sex daga. Á tímabili gullu neyðarvarnirnar fjórum sinnum á dag og börnin gátu ekkert sofið. Það var engan mat að fá og ég vissi ekki hvernig ég gæti útvegað matvörur því verslanir voru tómar, það seldist allt upp. Sem einstæð móðir með fjögur börn og ekkert bakland, þá tókst mér ekki að útvega okkur nægar vistir.“ Þegar sprengjuregnið færðist nær heimili Veru og barna hennar, ákvað hún að flýja í von um að koma börnum sínum í öruggt skjól. „Við yfirgáfum Kyiv klukkan 7 að morgni og komum að landamærum Moldóvu sólarhring síðar. Ég ætlaði fyrst til Póllands, en fólk þurfti að bíða í þrjá daga á lestarstöðinni til að komast þangað.“ Landamæraverðir, sjálfboðaliðar og félagasamtök hafa tekið á móti þeim sem flúið hafa stríðið til Moldóvu. Vera segir hjálpsemi fólks og gæska þess hafa komið sér í opna skjöldu. „Við fengum mat, heita drykki og hlýjan fatnað við komuna. Börnin mín höfðu ekki fengið heita máltíð í meira en viku. Ég upplifi öryggi hér. Ég er hætt að fá taugakippi og kvíðaköst. Ég er loksins róleg.“ Hægt er að styðja við neyðaraðstoð UN Women með því að senda sms-ið KONA í síma 1900. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Moldóva Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent
Þá hefur UN Women barist fyrir því að kvenmiðuð neyðaraðstoð sé veitt. UN Women á Íslandi segir í frétt að mikilvægt sé að konur hljóti strax upplýsingar um réttindi sín, húsaskjól og áfallahjálp við komuna til gistilands. UN Women í Moldóvu og UNICEF hafa tekið höndum saman til að tryggja að þörfum kvenna og barna á flótta sé mætt. Þar sem úkraínskum karlmönnum á aldrinum 18 til 60 hefur verið meinað að yfirgefa landið, eru konur og börn meiri hluti fólks á flótta. Liðinn er mánuður frá því að rússneski herinn hóf innrás í Úkraínu. Síðan þá hafa um 3,5 milljónir verið neyddar á flótta og talið er að um 12 milljónir sitji fastar í umsetnum borgum og bæjum án rafmagns, hita eða vista. Meiri hluti þeirra er flúið hafa átökin í Úkraínu hafa leitað skjóls í Póllandi, eða um 2 milljónir. Moldóva er það land sem hefur tekið á móti næstflestu flóttafólki, eða rúmlega hálfri milljón. Sex dagar ofan í kjallara UN Women segir frá Veru, einstæðri fjögurra barna móður sem flúði til Moldóvu frá Kyiv. „Fyrst þegar átökin hófust, földum við okkur í kjallaranum. Við vorum þar í sex daga. Á tímabili gullu neyðarvarnirnar fjórum sinnum á dag og börnin gátu ekkert sofið. Það var engan mat að fá og ég vissi ekki hvernig ég gæti útvegað matvörur því verslanir voru tómar, það seldist allt upp. Sem einstæð móðir með fjögur börn og ekkert bakland, þá tókst mér ekki að útvega okkur nægar vistir.“ Þegar sprengjuregnið færðist nær heimili Veru og barna hennar, ákvað hún að flýja í von um að koma börnum sínum í öruggt skjól. „Við yfirgáfum Kyiv klukkan 7 að morgni og komum að landamærum Moldóvu sólarhring síðar. Ég ætlaði fyrst til Póllands, en fólk þurfti að bíða í þrjá daga á lestarstöðinni til að komast þangað.“ Landamæraverðir, sjálfboðaliðar og félagasamtök hafa tekið á móti þeim sem flúið hafa stríðið til Moldóvu. Vera segir hjálpsemi fólks og gæska þess hafa komið sér í opna skjöldu. „Við fengum mat, heita drykki og hlýjan fatnað við komuna. Börnin mín höfðu ekki fengið heita máltíð í meira en viku. Ég upplifi öryggi hér. Ég er hætt að fá taugakippi og kvíðaköst. Ég er loksins róleg.“ Hægt er að styðja við neyðaraðstoð UN Women með því að senda sms-ið KONA í síma 1900. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Moldóva Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent