Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 21. mars 2022 08:28 Síðasta Fræðslukvöld á vegum SVFR var einstaklega vel sótt og skemmtilegt og greinilegt að veiðimenn og veiðikonur voru orðin langeyg eftir tækifæri að hittast og ræða veiði. Á síðasta fræðslukvöldi var talað um sjóbirting en á næsta kvöldi sem verður haldið á Ölveri í Glæsibæ miðvikudaginn 23. mars verður farið í laxveiði enda styttist óðum í að sá silfraði fari að mæta í árnar. Til að fræða viðstadda um það helsta í laxveiðinni verða Karl Magnús Gunnarsson leiðsögumaður en hann hefur verið viðloðin veiðileiðsögn í um tvo áratugi. Vala Árnadóttir er dóttir hins kunnuga laxahvíslara Árna Bald og hefur verið við veiðar víða um heim frá blautu barnsbeini og er í dag ein reyndasta veiðikona landsins. Undirritaður fær pínu kjánahroll við að tilkynna að hann verði síðan sá síðasti í púltinu það kvöld en á 30 árum við laxveiðar og veiðileiðsögn hlýtur að vera eitthvað sem maður getur kennt og komið á framfæri. Umræðuefnið verður sem fyrr laxveiði og þar verður stiklað á því helsta sem viðkemur laxveiðum en þar má nefna aðkomu að veiðistað, veitt og sleppt, val á flugum, yfirferð á veiðistað, hvar liggur laxinn, hvíld veiðistaða, haustveiði vs sumarveiði og margt fleira. Á kvöldinu verður eins og venjan er glæsilegt happdrætti að í lokin og verða vinningar frá Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélaginu, Veiðiportinu, Veiðihorninu, Haugurinn, Flugubúllan og Veiðiflugur á hlaðborði vinninga á þessu kvöldi og reyndar öllum kvöldunum sem framundan eru. Fræðslan hefst klukkan 20:00 og eru veiðimenn og veiðikonur hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti á Ölveri í Glæsibæ næsta miðvikudag. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði
Á síðasta fræðslukvöldi var talað um sjóbirting en á næsta kvöldi sem verður haldið á Ölveri í Glæsibæ miðvikudaginn 23. mars verður farið í laxveiði enda styttist óðum í að sá silfraði fari að mæta í árnar. Til að fræða viðstadda um það helsta í laxveiðinni verða Karl Magnús Gunnarsson leiðsögumaður en hann hefur verið viðloðin veiðileiðsögn í um tvo áratugi. Vala Árnadóttir er dóttir hins kunnuga laxahvíslara Árna Bald og hefur verið við veiðar víða um heim frá blautu barnsbeini og er í dag ein reyndasta veiðikona landsins. Undirritaður fær pínu kjánahroll við að tilkynna að hann verði síðan sá síðasti í púltinu það kvöld en á 30 árum við laxveiðar og veiðileiðsögn hlýtur að vera eitthvað sem maður getur kennt og komið á framfæri. Umræðuefnið verður sem fyrr laxveiði og þar verður stiklað á því helsta sem viðkemur laxveiðum en þar má nefna aðkomu að veiðistað, veitt og sleppt, val á flugum, yfirferð á veiðistað, hvar liggur laxinn, hvíld veiðistaða, haustveiði vs sumarveiði og margt fleira. Á kvöldinu verður eins og venjan er glæsilegt happdrætti að í lokin og verða vinningar frá Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélaginu, Veiðiportinu, Veiðihorninu, Haugurinn, Flugubúllan og Veiðiflugur á hlaðborði vinninga á þessu kvöldi og reyndar öllum kvöldunum sem framundan eru. Fræðslan hefst klukkan 20:00 og eru veiðimenn og veiðikonur hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti á Ölveri í Glæsibæ næsta miðvikudag.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði