„Þetta snýst um að skemmta sér og vera í augnablikinu“ Steinar Fjeldsted skrifar 20. mars 2022 20:45 Hljómsveitin ArnarArna gefur út í dag nýjustu smáskífu sína, Water and Radio. Það markar fjórðu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu með sama nafni. Lagið er hressilegt og fjörlegt popplag sem kann að minna á hlýjar sumarnætur. „Þetta snýst um að skemmta sér og vera í augnablikinu,“ segir söngvarinn Arnar Hrafn, „um það hvernig gott kvöld getur verið eins og góð ástarsaga. Nafnið á laginu kom til vegna þess að það minnir okkur á lagið „Coffee and TV“ með Blur, svo það varð „Water and Radio.“ Hljómsveitin hefur haft í nógu af snúast síðustu misseri. Þau hafa nýtt tímann vel undangengin tvö ár og eru í dag komin með nóg efni í heila plötu. „Við getum ekki beðið eftir að gefa út EP-plötuna okkar því það þýðir að við getum sýnt ykkur hverju við höfum verið að vinna að undanfarið“. Hljómsveitin, sem gerir út frá Danmörku, hefur gefið út 3 smáskífur. Lagið Country Love Song sat lengi á toppi danska Hear Us Music vinsældarlistans, eða í 5 vikur samfleytt. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið
Lagið er hressilegt og fjörlegt popplag sem kann að minna á hlýjar sumarnætur. „Þetta snýst um að skemmta sér og vera í augnablikinu,“ segir söngvarinn Arnar Hrafn, „um það hvernig gott kvöld getur verið eins og góð ástarsaga. Nafnið á laginu kom til vegna þess að það minnir okkur á lagið „Coffee and TV“ með Blur, svo það varð „Water and Radio.“ Hljómsveitin hefur haft í nógu af snúast síðustu misseri. Þau hafa nýtt tímann vel undangengin tvö ár og eru í dag komin með nóg efni í heila plötu. „Við getum ekki beðið eftir að gefa út EP-plötuna okkar því það þýðir að við getum sýnt ykkur hverju við höfum verið að vinna að undanfarið“. Hljómsveitin, sem gerir út frá Danmörku, hefur gefið út 3 smáskífur. Lagið Country Love Song sat lengi á toppi danska Hear Us Music vinsældarlistans, eða í 5 vikur samfleytt. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið