Að fara á trúnó í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. mars 2022 07:01 Hver eru mörkin á því að ræða persónuleg málefni í vinnunni? Hvenær er í lagi að fara á trúnó við vinnufélaga og hvenær getur það hreinlega skaðað þig að tala of mikið, of oft eða of ítarlega um þína einkahagi eða persónuleg mál? Vísir/Getty Eitt af því skemmtilega við starfið okkar er að eignast vini í samstarfsfélögum okkar. Sem sumir hverjir enda með að verða okkar bestu vinir út ævina. En hvenær erum við að blanda einkalífinu okkar of mikið í vinnuna? Já, við erum hreinlega að velta þeirri spurningu upp: Hversu oft, mikið eða yfir höfuð eigum við að fara á trúnó í vinnunni um persónulegu málin okkar? Auðvitað er einfalda svarið það að mælikvarðinn snúist þá um málefnið, um hvað verið er að tala, hvenær og hvers vegna. En stundum snýst þetta líka um hversu oft eða mikið fólk er að tala um sitt einkalíf í vinnunni og þá þannig að það að blanda einkalífinu við vinnuna verður eins og viðtekin venja eða hegðun. Sumum finnst til dæmis afar þreytandi hversu oft og mikið sumt fólk talar um sitt einkalíf. Á meðan öðrum finnst það frábært hversu opinskár vinnustaðurinn er um allt og alla. En hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað til við að finna hinn gullna meðalveg. Hver er tilgangurinn? Það getur verið í góðu lagi að fara í trúnó í vinnunni ef við teljum það samtal geta gagnast okkur eða þeim samstarfsfélögum sem við erum að tala við. Ef til dæmis tilgangurinn er að láta samstarfsfólk vita að mögulega verðir þú eitthvað annars hugar í dag vegna þess að þú hafir áhyggjur af einhverju heima fyrir eða tengt fjölskyldunni. En ef tilgangurinn er einungis sá að fá persónulega útrás fyrir því að ræða um það sem hrjáir þig, þá er vinnustaðurinn ekki rétti staðurinn fyrir þau samtöl. Getur fólk farið að efast um þig? Ef við erum að tala alltof mikið um einkalífið okkar í vinnunni, jafnvel aftur og aftur og endalaust, getur það leitt til þess að samstarfsfólkið okkar fer að efast um hæfnina okkar eða getu í vinnunni. Fólk getur til dæmis farið að velta því fyrir sér hvort við séum of annars hugar, utan við okkur, ekki að helga okkur verkefnunum nægilega vel, ekki að afkasta (sem bitnar þá á vinnufélögum eða viðskiptavinum) og svo framvegis. Hugsaðu því vel um hvað þú ert að segja, hversu oft þú ert að tala um hlutina, við hverja þú ert að tala og hvort það er eitthvað gagn af þessum samtölum, áður en þú byrjar að tala um hlutina. Þá getur það auðveldlega gerst að áður en þú veist af, vita miklu fleiri um þína einkahagi en þú ætlaðir þér í upphafi. Er þetta trúnó á milli vina? Að fara á trúnó við vinnufélaga getur verið uppsprettan á góðum vinskap eða hluti af vinskap sem er löngu orðin til. Ef svo er, getur trúnó í vinnunni verið viðeigandi því vinur þinn vill örugglega heyra af því ef eitthvað er „að.“ Hins vegar þarftu hér að vera viss um að viðkomandi vinnufélagi eða vinnufélagar, upplifi vinskapinn ykkar þannig að svona persónulegum upplýsingum sé deilt ykkar í milli. Þegar trúnó er beinlínis óviðeigandi Stundum getur það hreinlega haft mjög truflandi áhrif á vinnufélagana ef einhver er ítrekað að ræða um sín persónuleg mál. Stundum eru þau mál líka þess eðlis að það er beinlínis óviðeigandi að ræða þau of mikið, of oft eða yfir höfuð í vinnunni. Þá getur það verið óviðeigandi að deila hreinlega öllu úr einkalífinu í vinnunni. Því þótt margt af því sem þú sért kannski að tala um sé frekar saklaust, getur vinnufélögunum fundist það óviðeigandi að vita „nánast allt“ um þig og þína. Eins er gott að huga að því hvenær þú ert að segja hlutina. Því það getur virkað öðruvísi á fólk hvort umræðan fari fram yfir hádegismat eða hvort þú ert að tala um eitthvað tengt einkalífinu á meðan fólk er við vinnu, viðskiptavinir í kring og svo framvegis. Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að leysa vind í vinnunni Það getur enginn þóst aldrei hafa lent í því að hafa prumpað í vinnunni. Jafn neyðarlega og það kann að vera. 11. mars 2022 07:01 Það eru allir feimnir á fyrsta degi í nýrri vinnu Það er eðlilegt að vera svolítið feimin þegar að við byrjum í nýju starfi. Þar sem allir aðrir virðast þekkjast vel á meðan við þekkjum engan. 4. mars 2022 07:00 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01 Að kveðja á síðasta vinnudeginum Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum. 24. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
En hvenær erum við að blanda einkalífinu okkar of mikið í vinnuna? Já, við erum hreinlega að velta þeirri spurningu upp: Hversu oft, mikið eða yfir höfuð eigum við að fara á trúnó í vinnunni um persónulegu málin okkar? Auðvitað er einfalda svarið það að mælikvarðinn snúist þá um málefnið, um hvað verið er að tala, hvenær og hvers vegna. En stundum snýst þetta líka um hversu oft eða mikið fólk er að tala um sitt einkalíf í vinnunni og þá þannig að það að blanda einkalífinu við vinnuna verður eins og viðtekin venja eða hegðun. Sumum finnst til dæmis afar þreytandi hversu oft og mikið sumt fólk talar um sitt einkalíf. Á meðan öðrum finnst það frábært hversu opinskár vinnustaðurinn er um allt og alla. En hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað til við að finna hinn gullna meðalveg. Hver er tilgangurinn? Það getur verið í góðu lagi að fara í trúnó í vinnunni ef við teljum það samtal geta gagnast okkur eða þeim samstarfsfélögum sem við erum að tala við. Ef til dæmis tilgangurinn er að láta samstarfsfólk vita að mögulega verðir þú eitthvað annars hugar í dag vegna þess að þú hafir áhyggjur af einhverju heima fyrir eða tengt fjölskyldunni. En ef tilgangurinn er einungis sá að fá persónulega útrás fyrir því að ræða um það sem hrjáir þig, þá er vinnustaðurinn ekki rétti staðurinn fyrir þau samtöl. Getur fólk farið að efast um þig? Ef við erum að tala alltof mikið um einkalífið okkar í vinnunni, jafnvel aftur og aftur og endalaust, getur það leitt til þess að samstarfsfólkið okkar fer að efast um hæfnina okkar eða getu í vinnunni. Fólk getur til dæmis farið að velta því fyrir sér hvort við séum of annars hugar, utan við okkur, ekki að helga okkur verkefnunum nægilega vel, ekki að afkasta (sem bitnar þá á vinnufélögum eða viðskiptavinum) og svo framvegis. Hugsaðu því vel um hvað þú ert að segja, hversu oft þú ert að tala um hlutina, við hverja þú ert að tala og hvort það er eitthvað gagn af þessum samtölum, áður en þú byrjar að tala um hlutina. Þá getur það auðveldlega gerst að áður en þú veist af, vita miklu fleiri um þína einkahagi en þú ætlaðir þér í upphafi. Er þetta trúnó á milli vina? Að fara á trúnó við vinnufélaga getur verið uppsprettan á góðum vinskap eða hluti af vinskap sem er löngu orðin til. Ef svo er, getur trúnó í vinnunni verið viðeigandi því vinur þinn vill örugglega heyra af því ef eitthvað er „að.“ Hins vegar þarftu hér að vera viss um að viðkomandi vinnufélagi eða vinnufélagar, upplifi vinskapinn ykkar þannig að svona persónulegum upplýsingum sé deilt ykkar í milli. Þegar trúnó er beinlínis óviðeigandi Stundum getur það hreinlega haft mjög truflandi áhrif á vinnufélagana ef einhver er ítrekað að ræða um sín persónuleg mál. Stundum eru þau mál líka þess eðlis að það er beinlínis óviðeigandi að ræða þau of mikið, of oft eða yfir höfuð í vinnunni. Þá getur það verið óviðeigandi að deila hreinlega öllu úr einkalífinu í vinnunni. Því þótt margt af því sem þú sért kannski að tala um sé frekar saklaust, getur vinnufélögunum fundist það óviðeigandi að vita „nánast allt“ um þig og þína. Eins er gott að huga að því hvenær þú ert að segja hlutina. Því það getur virkað öðruvísi á fólk hvort umræðan fari fram yfir hádegismat eða hvort þú ert að tala um eitthvað tengt einkalífinu á meðan fólk er við vinnu, viðskiptavinir í kring og svo framvegis.
Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að leysa vind í vinnunni Það getur enginn þóst aldrei hafa lent í því að hafa prumpað í vinnunni. Jafn neyðarlega og það kann að vera. 11. mars 2022 07:01 Það eru allir feimnir á fyrsta degi í nýrri vinnu Það er eðlilegt að vera svolítið feimin þegar að við byrjum í nýju starfi. Þar sem allir aðrir virðast þekkjast vel á meðan við þekkjum engan. 4. mars 2022 07:00 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01 Að kveðja á síðasta vinnudeginum Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum. 24. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Að leysa vind í vinnunni Það getur enginn þóst aldrei hafa lent í því að hafa prumpað í vinnunni. Jafn neyðarlega og það kann að vera. 11. mars 2022 07:01
Það eru allir feimnir á fyrsta degi í nýrri vinnu Það er eðlilegt að vera svolítið feimin þegar að við byrjum í nýju starfi. Þar sem allir aðrir virðast þekkjast vel á meðan við þekkjum engan. 4. mars 2022 07:00
Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00
Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01
Að kveðja á síðasta vinnudeginum Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum. 24. febrúar 2022 07:01