Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 77-81 | Góð ferð Hauka í Grafarvog Dagur Lárusson skrifar 12. mars 2022 18:50 Fjölnir - Grindavík. Subway deild kvenna. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Haukar fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag. Fyrir leikinn var Fjölnir í efsta sæti deildarinnar með 30 stig á meðan Haukar voru í þriðja sætinu með 26 stig. Stelpurnar í Fjölni byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna allan fyrri hálfleikinn. Eftir fyrsta leikhluta var forysta þeirra sjö stig en í byrjun annans leikhluta var forystan komin í tíu stig. Aliyah var í miklu stuði hjá Fjölni að vanda og stelpurnar í Haukum í erfiðleikum með að stöðva hana. En þegar líða fór á annan leikhluta fóru þær að verjast betur og skora fleiri stig og því var forysta Fjölnis komin niður í fjögur stig þegar komið var að hálfleiknum. Í byrjun seinni hálfleiks var mikill kraftur í Haukastelpum og þegar aðeins nokkrar mínútur voru liðnar voru þær komnar með forystuna og lítið sem ekkert gekk upp í sóknarleik Fjölnis. Á þessu tímabili þurfti Fjölnir á sínum lykilleikmönnum að halda og þá steig Sanja upp og kom Fjölni aftur yfir. Þegar komið var að fjórða leikhluta var Fjölnir með sjö stiga forystu en þá var heldur betur komið að Haukastelpum á nýjan leik. Stemningin og orkan var öll þeim megin og þegar um ein mínúta var eftir var staðan orðin 75-78 en þá setti Elísabeth niður þriggja stiga körfu sem gerði út um leikinn. Fjölnir náði að klóra í bakkann undir blálokin en lokatölur voru 77-81. Af hverju unnu Haukar? Bæði lið spiluðu vel í dag en stemningin og orkustigið virtist vera meira Hauka megin undir lokin. Stemningin í liðinu var áþreifanleg og það var það sem skilaði sigrinum í dag. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah var enn og aftur best í sínu liði en Helena Sverrisdóttir var virkilega öflug í dag og fór fyrir sínu liði. Hvað fór illa? Fjölnisstelpur virtust ekki ráða við það þegar stemningin var mikil í Haukaliðinu. Þegar bekkurinn og áhorfendur létu vel í sér heyra þá var virtist vera eitthvað stress í leikmönnum Fjölnis, mögulega áhyggjuefni fyrir Halldór og hans lið núna þegar styttist í úrslitakeppnina. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Grindavík þann 23.mars á meðan næsti leikur Fjölnis er einnig gegn Grindavík nema þremur dögum seinna. Halldór Karl: Urðum hálfgerðir væsklar ,,Við náðum að gefa þeim leik hérna í 36 mínútur en síðan ákváðum við að vera hálfgerðir væsklar hérna í lokin og gefa og það var eitt frákast sem gerði þennan leik og þannig er þetta,” byrjaði Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, að segja eftir leik. ,,Við vorum yfir í 36 mínútur í leiknum og þær voru yfir í fjórar hérna í lokin og það voru bara leikmenn hérna sem voru ekki að standa sig vel en vonandi verður það klárt þegar við mætum þeim aftur,” hélt Halldór áfram. Halldór Karl var ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleiknum. ,,Við vorum góðar í fyrri en í seinni hálfleiknum þá var orkustigið þeirra miklu hærra og það sést til dæmis á fráköstunum hérna í seinni hálfleiknum.” Halldór telur að skortur á orkunni í þessum leik sé þó ekki áhyggjuefni fyrir úrslitakeppnina. ,,Nei nei, ekkert áhyggjuefni, kannski var þetta því við spiluðum á mikilli orku á miðvikudaginn,” endaði Halldór á að segja. Bjarni Magnússon: Þær eru með þetta í höndunum ,,Tvö mjög góð lið að mætast og þegar það gerist þá er rosalega lítið sem skilur að en í dag vorum við að hugsa um okkur fyrst og fremst og það skilaði sér,” byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja í viðtali eftir leik. ,,Við vissum hvað við þyrftum að gera til þess að vinnan þennan leik og við náðum að framkvæma það. Við náðum að hægja aðeins á þeim, þær voru ekki að ná mörgum stigum úr hraðaupphlaupum,” hélt Bjarni áfram. Bjarni var ánægður með sigurinn en hefði viljað vinna með tólf stiga mun. ,,Ég er auðvitað mjög ánægður með sigurinn en við vorum samt með það sem svona auka markmið fyrir leikinn að vinna með tólf stigum og hafa það yfir höndina þegar kemur að innbyrðisviðureignum. Við náðum því ekki og þess vegna er þær svolítið með þetta í höndum sér núna.” Stemningin í liði Hauka var nánast áþreifanleg í seinni hálfleiknum og telur Bjarni að það sé jákvætt núna þegar styttist í úrslitakeppnina. ,,Já auðvitað, stemningin var frábær, bæði á bekknum og í stúkunni og það skilaði sér inn á völlinn,” endaði Bjarni á að segja. Subway-deild kvenna Fjölnir Haukar
Haukar fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag. Fyrir leikinn var Fjölnir í efsta sæti deildarinnar með 30 stig á meðan Haukar voru í þriðja sætinu með 26 stig. Stelpurnar í Fjölni byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna allan fyrri hálfleikinn. Eftir fyrsta leikhluta var forysta þeirra sjö stig en í byrjun annans leikhluta var forystan komin í tíu stig. Aliyah var í miklu stuði hjá Fjölni að vanda og stelpurnar í Haukum í erfiðleikum með að stöðva hana. En þegar líða fór á annan leikhluta fóru þær að verjast betur og skora fleiri stig og því var forysta Fjölnis komin niður í fjögur stig þegar komið var að hálfleiknum. Í byrjun seinni hálfleiks var mikill kraftur í Haukastelpum og þegar aðeins nokkrar mínútur voru liðnar voru þær komnar með forystuna og lítið sem ekkert gekk upp í sóknarleik Fjölnis. Á þessu tímabili þurfti Fjölnir á sínum lykilleikmönnum að halda og þá steig Sanja upp og kom Fjölni aftur yfir. Þegar komið var að fjórða leikhluta var Fjölnir með sjö stiga forystu en þá var heldur betur komið að Haukastelpum á nýjan leik. Stemningin og orkan var öll þeim megin og þegar um ein mínúta var eftir var staðan orðin 75-78 en þá setti Elísabeth niður þriggja stiga körfu sem gerði út um leikinn. Fjölnir náði að klóra í bakkann undir blálokin en lokatölur voru 77-81. Af hverju unnu Haukar? Bæði lið spiluðu vel í dag en stemningin og orkustigið virtist vera meira Hauka megin undir lokin. Stemningin í liðinu var áþreifanleg og það var það sem skilaði sigrinum í dag. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah var enn og aftur best í sínu liði en Helena Sverrisdóttir var virkilega öflug í dag og fór fyrir sínu liði. Hvað fór illa? Fjölnisstelpur virtust ekki ráða við það þegar stemningin var mikil í Haukaliðinu. Þegar bekkurinn og áhorfendur létu vel í sér heyra þá var virtist vera eitthvað stress í leikmönnum Fjölnis, mögulega áhyggjuefni fyrir Halldór og hans lið núna þegar styttist í úrslitakeppnina. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Grindavík þann 23.mars á meðan næsti leikur Fjölnis er einnig gegn Grindavík nema þremur dögum seinna. Halldór Karl: Urðum hálfgerðir væsklar ,,Við náðum að gefa þeim leik hérna í 36 mínútur en síðan ákváðum við að vera hálfgerðir væsklar hérna í lokin og gefa og það var eitt frákast sem gerði þennan leik og þannig er þetta,” byrjaði Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, að segja eftir leik. ,,Við vorum yfir í 36 mínútur í leiknum og þær voru yfir í fjórar hérna í lokin og það voru bara leikmenn hérna sem voru ekki að standa sig vel en vonandi verður það klárt þegar við mætum þeim aftur,” hélt Halldór áfram. Halldór Karl var ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleiknum. ,,Við vorum góðar í fyrri en í seinni hálfleiknum þá var orkustigið þeirra miklu hærra og það sést til dæmis á fráköstunum hérna í seinni hálfleiknum.” Halldór telur að skortur á orkunni í þessum leik sé þó ekki áhyggjuefni fyrir úrslitakeppnina. ,,Nei nei, ekkert áhyggjuefni, kannski var þetta því við spiluðum á mikilli orku á miðvikudaginn,” endaði Halldór á að segja. Bjarni Magnússon: Þær eru með þetta í höndunum ,,Tvö mjög góð lið að mætast og þegar það gerist þá er rosalega lítið sem skilur að en í dag vorum við að hugsa um okkur fyrst og fremst og það skilaði sér,” byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja í viðtali eftir leik. ,,Við vissum hvað við þyrftum að gera til þess að vinnan þennan leik og við náðum að framkvæma það. Við náðum að hægja aðeins á þeim, þær voru ekki að ná mörgum stigum úr hraðaupphlaupum,” hélt Bjarni áfram. Bjarni var ánægður með sigurinn en hefði viljað vinna með tólf stiga mun. ,,Ég er auðvitað mjög ánægður með sigurinn en við vorum samt með það sem svona auka markmið fyrir leikinn að vinna með tólf stigum og hafa það yfir höndina þegar kemur að innbyrðisviðureignum. Við náðum því ekki og þess vegna er þær svolítið með þetta í höndum sér núna.” Stemningin í liði Hauka var nánast áþreifanleg í seinni hálfleiknum og telur Bjarni að það sé jákvætt núna þegar styttist í úrslitakeppnina. ,,Já auðvitað, stemningin var frábær, bæði á bekknum og í stúkunni og það skilaði sér inn á völlinn,” endaði Bjarni á að segja.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum