17. umferð CS:GO lokið: Vallea komið í annað sæti Snorri Rafn Hallsson skrifar 6. mars 2022 17:00 17. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Dusty á Kórdrengjum. Vallea, Ármann og XY unnu einnig sína leiki. Leikir vikunnar Saga – Vallea Umferðin hófst á leik Sögu og Vallea í Nuke. Kortavalið kom engum að óvörum og nýr leikmaður Sögu, WZRD var fljótur að koma sér á blað í fyrstu lotu. Vallea svaraði þó um hæl á sinn klassíska hátt, með því að frysta leikinn, jafna og vinna næstu 7 lotur. Reyndu bæði lið þá að ná stjórn á hraða leiksins og klóraði Saga örlítið í bakkann undir lok fyrri hálfleiks og var staðan þá 10–5 fyrir Vallea. Leikmenn Sögu voru þó komnir á bragðið og tókst að jafna 12–12. Öflugur sprettur Vallea undir lokin tryggði þeim þó sigur, 16–13 og stálu þeir þar með öðru sæti deildarinnar af Þórsurum. Ármann – Þór Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tók Þór einmitt á móti Ármanni í Inferno. Sem lið var Ármann mun öflugra og samstilltara en Þórsarar sem þurftu að reiða sig á einstaklingsframtök til að ná einhverjum árangri. Var það Rean sem dró vagninn fyrir Þór eftir að Ármann náði forskoti framan og kynti það undir meðspilurum hans sem fóru smám saman að taka við sér. Var staðan því nokkuð jöfn í hálfleik, 8–7 fyrir Ármanni sem byrjaði síðari hálfleikinn á því að vinna fyrstu þrjár loturnar. Einstaklingsframtök komu þeim langt inn í loturnar sem reyndist svo auðvelt fyrir restina af liðinu að hreinsa upp. Hundzi, Vargur og Ofvirkur voru í fantastuði og hafði Ármann betur að lokum, 16–11. XY – Fylkir Á föstudagskvöldið mættust svo XY og Fylkir í Vertigo. Fylki hafði borist liðsauki fyrir leikinn með innkomu GoldenBullet sem leikur nú með liðinu í stað Jolla. GoldenBullet lék áður með Pat í ÍBV og nú eru þessir gömlu félagar sameinaðir á ný. Stóð hann sig ágætlega, en leikmenn XY voru hreinlega betri á alla kanta. Náði XY snemma miklu forskoti sem stefnulausir Fylkismenn náðu aldrei að vinna almennilega á. Áhugavert var að sjá hvernig bæði lið aðlöguðu skipulag sitt að efnahagi hins liðsins, en yfirburðir XY gerðu það að verkum að úrslitin voru ljós nánast allt frá upphafi. Vann XY þannig öruggan sigur, 16–8. Dusty - Kórdrengir Í lokaleik umferðarinnar mættust liðin á toppi og botni deildarinnar, Dusty og Kórdrengir, í Inferno. Ekki vantaði neitt upp á leikgleði og árásargirni beggja liða en Dusty hafði þó tökin á leiknum nánast frá upphafi. Unnu þeir fyrstu fjórar loturnar áður en Kórdrengir komust nálægt því að jafna, og ullu bæði lið miklum skaða á andstæðingnum í gegnum leikinn. Vörn Dusty stóð ágætlega af sér þá pressu sem Kórdrengir náðu að setja á þá og var staðan 10–5 í hálfleik, Dusty í vil. Í síðari hálfleik fór Kórdrengir vel af stað, voru líflegir og kraftmiklir. En líkt og er von og vísa frá Dusty voru þeir óstöðvandi undir lok leiksins. Komust Kórdrengir ekki upp með að taka neina áhættu og Dusty héldu sér á tánum og nýttu hvert tækifæri sem gafst til þess að valda skaða. Þó stundum væri mjótt á munum var skriðþungi Dusty slíkur að Kórdrengir áttu engin svör sem virkuðu. Lokastaðan í leiknum var því 16–9 fyrir Dusty. Staðan Að 17. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar tekið örlitlum breytingu. Dusty er enn sem áður á toppnum, nú 6 stigum á undan næstu liðum. Þar hafa Þór og Vallea skipt um sæti og er Vallea nú í örðu sæti deildarinnar. Baráttan um fjórða sætið stendur á milli Ármanns og XY en þar á eftir kemur Saga, 4 stigum á eftir. Enn sem áður reka Fylkir og Kórdrengir lestina. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í þarnæstu viku og fer 18. umferðin fram dagana 8. og 11. mars. Dagskrá 18. umferðar er svona: Dusty – Fylkir, 8. mars. kl. 20:30. Kórdrengir – Vallea, 8. mars. kl. 21:30. Saga – Ármann, 11. mars. kl. 20:30. XY – Þór, 11. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport
Leikir vikunnar Saga – Vallea Umferðin hófst á leik Sögu og Vallea í Nuke. Kortavalið kom engum að óvörum og nýr leikmaður Sögu, WZRD var fljótur að koma sér á blað í fyrstu lotu. Vallea svaraði þó um hæl á sinn klassíska hátt, með því að frysta leikinn, jafna og vinna næstu 7 lotur. Reyndu bæði lið þá að ná stjórn á hraða leiksins og klóraði Saga örlítið í bakkann undir lok fyrri hálfleiks og var staðan þá 10–5 fyrir Vallea. Leikmenn Sögu voru þó komnir á bragðið og tókst að jafna 12–12. Öflugur sprettur Vallea undir lokin tryggði þeim þó sigur, 16–13 og stálu þeir þar með öðru sæti deildarinnar af Þórsurum. Ármann – Þór Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tók Þór einmitt á móti Ármanni í Inferno. Sem lið var Ármann mun öflugra og samstilltara en Þórsarar sem þurftu að reiða sig á einstaklingsframtök til að ná einhverjum árangri. Var það Rean sem dró vagninn fyrir Þór eftir að Ármann náði forskoti framan og kynti það undir meðspilurum hans sem fóru smám saman að taka við sér. Var staðan því nokkuð jöfn í hálfleik, 8–7 fyrir Ármanni sem byrjaði síðari hálfleikinn á því að vinna fyrstu þrjár loturnar. Einstaklingsframtök komu þeim langt inn í loturnar sem reyndist svo auðvelt fyrir restina af liðinu að hreinsa upp. Hundzi, Vargur og Ofvirkur voru í fantastuði og hafði Ármann betur að lokum, 16–11. XY – Fylkir Á föstudagskvöldið mættust svo XY og Fylkir í Vertigo. Fylki hafði borist liðsauki fyrir leikinn með innkomu GoldenBullet sem leikur nú með liðinu í stað Jolla. GoldenBullet lék áður með Pat í ÍBV og nú eru þessir gömlu félagar sameinaðir á ný. Stóð hann sig ágætlega, en leikmenn XY voru hreinlega betri á alla kanta. Náði XY snemma miklu forskoti sem stefnulausir Fylkismenn náðu aldrei að vinna almennilega á. Áhugavert var að sjá hvernig bæði lið aðlöguðu skipulag sitt að efnahagi hins liðsins, en yfirburðir XY gerðu það að verkum að úrslitin voru ljós nánast allt frá upphafi. Vann XY þannig öruggan sigur, 16–8. Dusty - Kórdrengir Í lokaleik umferðarinnar mættust liðin á toppi og botni deildarinnar, Dusty og Kórdrengir, í Inferno. Ekki vantaði neitt upp á leikgleði og árásargirni beggja liða en Dusty hafði þó tökin á leiknum nánast frá upphafi. Unnu þeir fyrstu fjórar loturnar áður en Kórdrengir komust nálægt því að jafna, og ullu bæði lið miklum skaða á andstæðingnum í gegnum leikinn. Vörn Dusty stóð ágætlega af sér þá pressu sem Kórdrengir náðu að setja á þá og var staðan 10–5 í hálfleik, Dusty í vil. Í síðari hálfleik fór Kórdrengir vel af stað, voru líflegir og kraftmiklir. En líkt og er von og vísa frá Dusty voru þeir óstöðvandi undir lok leiksins. Komust Kórdrengir ekki upp með að taka neina áhættu og Dusty héldu sér á tánum og nýttu hvert tækifæri sem gafst til þess að valda skaða. Þó stundum væri mjótt á munum var skriðþungi Dusty slíkur að Kórdrengir áttu engin svör sem virkuðu. Lokastaðan í leiknum var því 16–9 fyrir Dusty. Staðan Að 17. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar tekið örlitlum breytingu. Dusty er enn sem áður á toppnum, nú 6 stigum á undan næstu liðum. Þar hafa Þór og Vallea skipt um sæti og er Vallea nú í örðu sæti deildarinnar. Baráttan um fjórða sætið stendur á milli Ármanns og XY en þar á eftir kemur Saga, 4 stigum á eftir. Enn sem áður reka Fylkir og Kórdrengir lestina. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í þarnæstu viku og fer 18. umferðin fram dagana 8. og 11. mars. Dagskrá 18. umferðar er svona: Dusty – Fylkir, 8. mars. kl. 20:30. Kórdrengir – Vallea, 8. mars. kl. 21:30. Saga – Ármann, 11. mars. kl. 20:30. XY – Þór, 11. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport