Hjálparstarf kirkjunnar með fjáröflun vegna Úkraínu Heimsljós 4. mars 2022 14:36 Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir fjáröflun vegna Úkraínu en fjárframlög verða send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Hjálparstarfið tekur þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi með því að senda fjárframlag til systurstofnana í Alþjóðlegu Hjálparstarfi kirkna – ACT Alliance. Á fundi í gær samþykkti fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar einróma ályktun og ákall til íslenskra stjórnvalda vegna stríðsátaka í Úkraínu. Þar segir meðal annars: „Hjálparstarf kirkjunnar hefur miklar áhyggjur vegna stríðsátaka í Úkraínu og skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllum mætti í alþjóðasamfélaginu til að tafarlaust verði látið af stríðsrekstri í landinu og að stríðandi fylkingar beri virðingu fyrir alþjóðalögum og landamærum fullvalda ríkja. Hjálparstarf kirkjunnar hvetur íslensk stjórnvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stríðandi fylkingar virði Genfarsamningana og þyrmi lífi og heilsu almennra borgara á átakasvæðum og starfsfólks hjálparsamtaka sem veitir mannúðaraðstoð á vettvangi. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu svo fljótt sem verða má og taka þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi, þar með talið að tryggja örugga flóttaleið fyrir fólkið sem hefur neyðst til að flýja heimkynni sín. Hjálparstarf kirkjunnar skorar á íslensk stjórnvöld að stuðla að því að friðsamleg samskipti komist á milli þjóða á ný og að komið verði í veg fyrir stigmögnun átaka og að þau breiðist út til annarra landa.“ Hægt er að leggja starfinu lið með eftirfarandi hætti: Leggja inn á söfnunarreikning númer 0334-26-886 kennitala: 450670-0499 Gefa stakt framlag á vefsíðu: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/ Hringja í söfnunarsímanúmer 907 2003 (2500 krónur) Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400 Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent
Á fundi í gær samþykkti fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar einróma ályktun og ákall til íslenskra stjórnvalda vegna stríðsátaka í Úkraínu. Þar segir meðal annars: „Hjálparstarf kirkjunnar hefur miklar áhyggjur vegna stríðsátaka í Úkraínu og skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllum mætti í alþjóðasamfélaginu til að tafarlaust verði látið af stríðsrekstri í landinu og að stríðandi fylkingar beri virðingu fyrir alþjóðalögum og landamærum fullvalda ríkja. Hjálparstarf kirkjunnar hvetur íslensk stjórnvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stríðandi fylkingar virði Genfarsamningana og þyrmi lífi og heilsu almennra borgara á átakasvæðum og starfsfólks hjálparsamtaka sem veitir mannúðaraðstoð á vettvangi. Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu svo fljótt sem verða má og taka þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi, þar með talið að tryggja örugga flóttaleið fyrir fólkið sem hefur neyðst til að flýja heimkynni sín. Hjálparstarf kirkjunnar skorar á íslensk stjórnvöld að stuðla að því að friðsamleg samskipti komist á milli þjóða á ný og að komið verði í veg fyrir stigmögnun átaka og að þau breiðist út til annarra landa.“ Hægt er að leggja starfinu lið með eftirfarandi hætti: Leggja inn á söfnunarreikning númer 0334-26-886 kennitala: 450670-0499 Gefa stakt framlag á vefsíðu: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/ Hringja í söfnunarsímanúmer 907 2003 (2500 krónur) Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400 Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent