FRÍS: Heimsóknir í MK og MS Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 18:31 FRÍS Meta Productions MK tryggði sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri á MS síðastliðinn fimmtudag, en á meðan keppni stóð var sýnt frá heimsóknum í skólana. Skólarnir hófu leik í Rocket League. Þrátt fyrir góða baráttu liðsmanna MS reyndist það ekki nóg og það voru því liðsmenn MK sem höfðu betur, 2-0. Næst kepptu skólarnir í CS:GO og þar voru það MS-ingar sem höfðu betur 16-9 og því var allt undir þegar komið var að FIFA. MK vann fyrri leikinn í FIFA 3-2 og svo þann seinni 1-0 og tryggði sér þar með samanlagðan 4-2 sigur. Sigurinn þýddi einnig að MK tryggði sér sæti í undanúrslitum FRÍS þar sem liðið mun annað hvort mæta Menntaskólanum á Tröllaskaga eða FVA. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í MS Klippa: FRÍS: Heimsókn í MK Nú á fimmtudaginn fer svo fram þriðja og næst seinasta viðureign átta liða úrslitanna þar sem FVA og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við. Sigurlið þeirrar viðureignar mætir MK í undanúrslitum. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti
Skólarnir hófu leik í Rocket League. Þrátt fyrir góða baráttu liðsmanna MS reyndist það ekki nóg og það voru því liðsmenn MK sem höfðu betur, 2-0. Næst kepptu skólarnir í CS:GO og þar voru það MS-ingar sem höfðu betur 16-9 og því var allt undir þegar komið var að FIFA. MK vann fyrri leikinn í FIFA 3-2 og svo þann seinni 1-0 og tryggði sér þar með samanlagðan 4-2 sigur. Sigurinn þýddi einnig að MK tryggði sér sæti í undanúrslitum FRÍS þar sem liðið mun annað hvort mæta Menntaskólanum á Tröllaskaga eða FVA. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í MS Klippa: FRÍS: Heimsókn í MK Nú á fimmtudaginn fer svo fram þriðja og næst seinasta viðureign átta liða úrslitanna þar sem FVA og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við. Sigurlið þeirrar viðureignar mætir MK í undanúrslitum.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti