Skemmtilegir hlutir til að gera í París Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 15:31 Parísarborg er mikil menningarmiðja sem býr yfir endalausum ævintýrum. Getty/Paul Panayiotou Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París. View this post on Instagram A post shared by Parisiens in Paris (@parisiensinparis) Menningarþyrstir ferðalangar þurfa alls ekki að örvænta þar sem Parísarborg er stútfull af bæði listasöfnum og ýmsum list galleríum þar sem ólíkir listmiðlar mætast. Því er magnað að rölta um og leyfa borginni að koma sér á óvart en París býr einnig yfir fallegum görðum sem vert er að rölta í gegnum. Blaðamaður er nýkominn heim frá listasafninu París og fannst upplagt að deila nokkrum tipsum um borgina. Listinn er að sjálfsögðu afar langt frá því að vera tæmandi og er aldrei að vita nema undirrituð skrifi nýjan lista eftir næstu ferð. Vert er að taka fram að þessi listi er ekki unninn í samstarfi við nein fyrirtæki. View this post on Instagram A post shared by Patrick Colpron (@patrickcolpron) Söfn og Gallerí Það er úr nógu að velja þegar það kemur að safna heimsóknum og menningarlegum dögum í París. Blaðamaður hvetur ferðalanga til að hafa augun opin fyrir litlum galleríum sem leyna á sér í borginni. Bygging Pompidou-safnsins í París var hönnuð af arkitektunum Renzo Piano og Richard Rogers og opnaði árið 1977.Getty Nútímalistasafnið Pompidou er möst í París. Byggingin er risa stór og virkilega áhugaverð, bæði að innan sem utan. Safnið er einnig staðsett í virkilega skemmtilegu hverfi þar sem stutt er í skemmtilega nytjamarkaði, lítil gallerí og ýmsar gullnar perlur. Á neðstu hæð safnsins er oftast hægt að sjá samtímalista sýningar ókeypis og því tilvalið að kanna hvað er að gerast í listasenunni í dag. View this post on Instagram A post shared by Centre Pompidou (@centrepompidou) Safnið sjálft er ævintýri út af fyrir sig og safnabúðirnar þar inni virkilega skemmtilegar. Blaðamaður varð vitni að fyrirlestri fransks ljósmyndara inn í byggingunni sem var opinn öllum en sökum slakrar frönskukunnáttu var erfitt að fylgjast með. Á efstu hæð Pompidou má finna veitingastað sem kemur fram í pistlinum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Centre Pompidou (@centrepompidou) Palais de Tokyo er stórt og skemmtilegt samtímalistasafn í París, rétt við Signu. Þar er opið til miðnættis á kvöldin og er alveg ótrúlega gaman að kíkja fyrst á veitingastað við hliðina á í dinner og drykki og upplifa síðan áhrifarík listaverk. Fyrir ofan safnið er svo skemmtilegur lítill bar með skrautlegu veggfóðri og góðum kokteilum. Frábært föstudags kvöld í París! View this post on Instagram A post shared by Palais de Tokyo (@palaisdetokyo) Museé d’Orsay er með þekktari listasöfnum Parísar. Þessi gamla og glæsilega lestarstöð geymir meðal annars ótal verk Impressionistanna sem og annarra kanóna í listheiminum frá 19. og 20. öld. View this post on Instagram A post shared by Musée d'Orsay (@museeorsay) Blaðamaður getur heilshugar mælt með því að líta inn í þennan áhugaverða heim listarinnar, gleyma sér í fagurfræði Monet, upplifa angist van Gogh, skoða glæsilega dansara Degas og taka mynd með Uppruna lífsins eftir Gustave Courbet. View this post on Instagram A post shared by Musée d'Orsay (@museeorsay) L’Atelier des Lumiéres er safn sem blaðamaður á enn eftir að heimsækja en hefur alltaf langað til að gera. Þar eiga sér stað mismunandi sýningar stórkostlegra listamanna þar sem þeirra frægustu verkum er varpað á veggi safnsins og þau hreyfast full af lífi. Um þessar mundir er hægt að fara annað hvort á sýningu franska Post-Impressionistans Cezanne eða rússneska upphafsmanns abstrakt listarinnar, Wassily Kandinsky. View this post on Instagram A post shared by L Atelier des Lumières (@atelierdeslumieres) Louvre safnið þarf vart að kynna fyrir lesendum. Safnið er gríðarstórt og mælir blaðamaður með því að gefa sér góðan tíma á safninu. Ekki er þó síðra að eyða tíma á svæðinu fyrir utan safnið, Tuileries garðurinn er þar hliðina á og er yndislegt að rölta um þar. Pýramídi Louvre safnsins er tilkomumikill og gaman er að sjá svæðið við sólsetur. Einnig eru ýmsar litlar og sætar búðir í kringum safnið og er upplifun út af fyrir sig að kíkja á þær. View this post on Instagram A post shared by Muse e du Louvre (@museelouvre) Í Le Marais hverfinu er mikið líf og fjör en hverfið er stútfullt af regnbogum og er gjarnan þekkt sem hinsegin hverfið. Þar er að finna litla franska veitingastaði, hátísku verslanir, nytjamarkaði og ýmis lítil listagallerí. Má þar nefna Carré D'artistes sem er meðal annars staðsett á 29 rue Vieille du Temple en galleríið selur listaverk eftir ýmsa franska listamenn sem notast við ólíka listmiðla. Frábær leið til að fjárfesta í franskri list og hver veit nema listaverkið verði á einhverjum tímapunkti ómetanlegt. View this post on Instagram A post shared by Carré d artistes St-Étienne (@carredartistes_saintetienne) Í húsnæði á 59 Rivoli má finna samsýningu 30 listamanna. View this post on Instagram A post shared by 59 Rivoli (@59rivoli) Allt húsið er undirlagt af list, veggir og gólf þar á meðal og gestir geta fylgst með listamönnunum in action þar sem þeir vinna verk sín, spila tónlist og gleyma sér í augnablikinu. Algjör listrænn ævintýraheimur. View this post on Instagram A post shared by 59 Rivoli (@59rivoli) YellowKorner er ljósmynda verslunarkeðja í ýmsum stórborgum, þar á meðal í París. Þar er að finna ljósmyndir í ýmsum stærðum og gerðum eftir fjölbreytta flóru listamanna og á efri hæð verslunarinnar er oftar en ekki ljósmyndasýning. Verslunin selur einnig ljósmyndir í glerformi með standi sem eru skemmtileg listaverk inn á heimilið. View this post on Instagram A post shared by YellowKorner_Paris_Haussmann (@yellowkorner_paris_haussmann) Veitingastaðir Að fara út að borða er upplifun sem getur svo sannarlega boðið bragðlaukunum í ævintýraferð. Í París fer upplifunin gjarnan á annað stig með mögnuðu umhverfi, útsýni, stemningu og tónlist, hvort sem það er skotheldur playlisti, plötusnúður eða hljómsveit. View this post on Instagram A post shared by PARIS FOOD (@paris_food) Le Georges er súper smart veitingastaður á efstu hæð listasafnsins Pompidou. Á sumrin er dásamlegt að sitja á útisvæði staðarins þegar sólin skín og útsýnið yfir borgina er guðdómlegt. Veitingastaðurinn sjálfur býr yfir hrárri og töff innréttingu með listrænum innsetningum og er virkilega hátt til lofts. View this post on Instagram A post shared by Le Georges (@legeorgesofficiel) Einnig er að vinna hinn allra fallegasta bleika lit á ákveðnum svæðum staðarins en bleiki liturinn getur svo sannarlega dreift gleði og innblæstri, að mati blaðamanns. View this post on Instagram A post shared by Le Georges (@legeorgesofficiel) Á Le Georges getur þú pantað þér frábært pasta eða góðan franskan mat og úrvals kokteilum. Tónlistin er spiluð frekar hátt og um helgar er að minnsta kosti oftast plötusnúður með grípandi tóna. Frábær staður fyrir góða stemningu og blaðamaður var svo heppinn að fá borð með útsýni yfir Eiffel turninn. View this post on Instagram A post shared by Le Georges (@legeorgesofficiel) Pizza Piano er pínulítill pizzastaður við Le Marais, á móti Pompidou. Staðurinn er rekinn af eldri manni sem er hreint út sagt dásamlegur og býður upp á úrvals pizzur sem eru fullkomnar fyrir þreytta ferðalanga sem hafa arkað um borgina allan daginn. Blaðamaður slysaðist þangað inn glorhungruð og fór svo sannarlega södd og sæl út í ævintýraríkt kvöld í París. Götulengjan sem snýr á móti Pompidou er einnig mjög skemmtileg, þar er að finna fleiri litla staði, krúttlegar búðir og gallerí. Kong er veitingastaður staðsettur á efstu hæð 1 Rue de Pont Neuf inni í gler rými með listrænu lofti. Þar er hægt að panta ýmsa góða rétti og er sérstaklega skemmtilegt að panta úrval smárétta þar sem hægt er að smakka á ýmsu. Staðurinn varð sérstaklega frægur eftir að hafa komið fyrir í atriði í þáttaröðinni Sex and the City þegar Carrie Bradshaw er búsett um stund í París. View this post on Instagram A post shared by KONG (@kongparis) Ef farið er að kvöldi til má upplifa fallegu ljós Parísarborgar að kvöldi og ekki er síðra að skella sér í brunch og fá topp útsýni yfir borgina í dagsbirtu. View this post on Instagram A post shared by KONG (@kongparis) Buddha Bar í París er ævintýraheimur, fyrir bragðlaukana, augun og eyrun. Staðurinn er virkilega stór og þar er að finna gífurlega tilkomumikið Buddha líkneski. View this post on Instagram A post shared by Buddha-Bar Paris (@buddhabarparis) Á kvöldin spilar plötusnúður fyrir gesti en Buddha Bar er einmitt þekktur fyrir einstaka tóna sína og hefur í gegnum tíðina gefið út fjöldann allan af geisladiskum með þeirra signature tónum. Sushi-ið þar er óaðfinnanlegt, þjónustan upp á tíu og góðu víbrurnar í fyrirrúmi. Blaðamaður hefur heimsótt þennan stað víðs vegar um heiminn og má því segja að hann sé í ákveðnu uppáhaldi. View this post on Instagram A post shared by Buddha-Bar Paris (@buddhabarparis) Le Train Bleu er ekki einungis veitingastaður heldur listasafn. Veggir og loft rýmisins eru stútfullir af mögnuðum listaverkum og staðurinn sem slíkur gullfallegur. Le Train Bleu er staðsettur á lestarstöðinni Gare de Lyon og vegglistaverkin sýna einmitt hina ýmsu staði sem lestin heimsækir frá París. View this post on Instagram A post shared by Le Train Bleu (@restaurantletrainbleu) Gluggarnir eru risastórir, andrúmsloftið magnað og þjónustan algjörlega til fyrirmyndar. Hádegismatur þar getur auðveldlega dregist í fjóra klukkutíma þar sem það er auðvelt að gleyma sér í augnablikinu og umhverfinu. View this post on Instagram A post shared by Le Train Bleu (@restaurantletrainbleu) Blaðamaður mælir með Crêpes Suzette í desert þar sem þjónarnir koma og undirbúa réttinn fyrir framan þig. Þessi athöfn er svo sannarlega umfangsmikil þar sem pönnukökurnar eru steiktar upp úr Grand Marnier og því fylgir eldur og ýmislegt spennandi. Sjón er sögu ríkari. View this post on Instagram A post shared by Le Train Bleu (@restaurantletrainbleu) Monsieur Blue er veitingastaður við nýlistasafnið Palais De Tokyo, staðsettur á 20. Av. de New York rétt við Signu. Eins og á svo mörgum öðrum stöðum í París er virkilega hátt til lofts, tónlistin er góð og hægt er að panta sér franskan mat eins og hann gerist bestur. Blaðamaður mælir með því að fara þangað um helgi og skella sér svo á listasýningu eftir kvöldmat. Menning, matur, upplifun og gleði mætast í stórkostlega blöndu. View this post on Instagram A post shared by Monsieur Bleu (@monsieur_bleu) Pierre Hermé er með bestu makkarónur Frakklands að mati blaðamanns, þrátt fyrir að vera kannski ekki eins áberandi og aðrar makkarónu verslanir Parísarborgar. Pierre Hermé sjálfur er 60 ára gamall, hefur unnið sem kökugerðameistari frá því hann var fjórtán ára og er með tvær Michelin stjörnur. Makkarónurnar hans búa oft yfir óvenjulegri og óvæntri blöndu þar sem bragðlaukarnir skella sér í ævintýralega veislu um stundarkorn. Kökuverslanir Hermé eru að finna víða um Parísarborg, þar á meðal í Le Marais. View this post on Instagram A post shared by Maison Pierre Herme Paris (@pierrehermeofficial) Tíska Parísarborg er mikil tískumiðja og í gegnum tíðina hefur hátískan þar verið áberandi. Það er alltaf skemmtilegt að heimsækja fínustu búðir borgarinnar og upplifa þær sem ákveðið safn með glansandi safngripi. Hins vegar er auðvelt að finna fjölbreytta flóru af klæðnaði á aðgengilegu verði og verður blaðamaður að viðurkenna að honum finnst hvergi skemmtilegra að versla en í París. Marc Jacobs í Le Marais hverfinu í París, þar sem regnboginn er alls ráðandi.Dóra Júlía París er ákveðið mekka vintage búða. Í Le Marais eru þær á hverju horni og stundum jafnvel hlið við hlið. Má þar nefna Kilo Market þar sem vörur eru vigtaðar og seldar eftir þyngd. Þolinmæði er lykillinn og er gott að gefa sér smá tíma í að gramsa eftir gersemum. Litlir nytjamarkaðir þar í kring eru líka snilld og með heppni getur þú fundið þér outfit frá toppi til táar á skömmum tíma fyrir lítinn pening. Gott fyrir umhverfið, veskið og fjölbreytta tísku. Það jafnast ekkert á við að næla sér í gullfallegan vintage kjól og líkurnar á því að rekast á einhvern annan í sama outfiti eru hverfandi. View this post on Instagram A post shared by Vintage Kilo Market (@vintagekilomarket) Í París má finna hin ýmsu vöruhús stútfull af hinum ýmsu vörumerkjum á fjölbreyttu verði. Þar er líka oft útsala eftir árstíðum og hægt að gera kjarakaup. Galeries Lafayette er til dæmis með glæsilegri vöruhúsum heimsins en ásamt tískunni er þar að finna kampavínsbar, veitingastaði, concept búðir, stundum listasýningar og fleira til. View this post on Instagram A post shared by Galeries Lafayette (@galerieslafayette) Hins vegar hvetur blaðamaður fólk til að eyða ekki of miklum tíma inni í svona stórri verslun þar sem auðvelt er að festast og óvart allur dagurinn farinn í mátunarklefanum. Því er tilvalið að setja á timer í símanum svo maður fái ekki hausverk! View this post on Instagram A post shared by Galeries Lafayette (@galerieslafayette) Vivienne Westwood er með glæsilega verslun í París á 175 Rue St Honoré. Gengið er inn um stórar dyr og farið niður teppalagðan stiga þar sem verslunin tekur á móti manni með opinn arminn. Vivienne Westwood er listakona mikil og þrátt fyrir að ætla sér ekki að versla neitt er gaman að kíkja við, skoða og upplifa. View this post on Instagram A post shared by Vivienne Westwood (@viviennewestwood) Annað Eins og fram kom í upphafi pistils er hann langt frá því að vera tæmandi. París býr yfir endalausum möguleikum en hér rétt í lokin er vert að minna á nokkra hluti: Lúxemborgar garðurinn í sjötta hverfi er yndislegur. Þar er að finna gamla og glæsilega höll Marie de' Medici, ekkju konungs Henry IV frá sautjándu öld. Garðurinn er hinn glæsilegasti, með gosbrunnum, bekkjum og stórum grasflötum. Tilvalið að fara í picnic með baguette á sólríkum degi! View this post on Instagram A post shared by Jardin du luxembourg (@jardinduluxembourg_info) Bastillan er lifandi hverfi þar sem skemmtanalífið nýtur sín í botn. Hverfið tilheyrir mikilvægri sögu Parísarborgar og bastillu torgið er tilkomumikið. Í bastillunni er að finna kokteilastaði og klúbba og ekki er langt í dansgleðina. View this post on Instagram A post shared by Place de la Bastille every day (@place.de.la.bastille.every.day) Montmartre er söguleg hæð í átjánda hverfi Parísar þar sem hin stórfenglega Sacré-Cœur trónir á toppnum. Rauða myllan er þar í grenndinni og er svo sannarlega mikið um líf og fjör í hverfinu. Á torgi við Montmartre má einnig finna listamenn sem teikna meðal annars myndir af ferðamönnum og umhverfinu og er heillandi að fylgjast með. When in Paris er algjört möst að eyða einum degi í Montmartre. View this post on Instagram A post shared by Patrick Colpron (@patrickcolpron) Ekki verður farið yfir hótel gistingar hér þar sem vanalega fer lítill tími í að vera á hótelherberginu. Um að gera að finna ódýra díla, velja góða staðsetningu og gott rúm. Að lokum mæli ég með því að njóta augnabliksins í París og upplifa borgina til hins ýtrasta. Staldra við og vera meðvituð um magnaða umhverfið. Rölta meðfram Signu við bakkann, sjá hvað er að finna hinum megin við, ganga yfir gullfallegar brýr, fylgjast með fólkinu, lífinu og tilverunni og einfaldlega vera til. Sama hvar við erum verður París alltaf París! View this post on Instagram A post shared by Paris (@paris) Ferðalög Tíska og hönnun Menning Matur Frakkland Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning
View this post on Instagram A post shared by Parisiens in Paris (@parisiensinparis) Menningarþyrstir ferðalangar þurfa alls ekki að örvænta þar sem Parísarborg er stútfull af bæði listasöfnum og ýmsum list galleríum þar sem ólíkir listmiðlar mætast. Því er magnað að rölta um og leyfa borginni að koma sér á óvart en París býr einnig yfir fallegum görðum sem vert er að rölta í gegnum. Blaðamaður er nýkominn heim frá listasafninu París og fannst upplagt að deila nokkrum tipsum um borgina. Listinn er að sjálfsögðu afar langt frá því að vera tæmandi og er aldrei að vita nema undirrituð skrifi nýjan lista eftir næstu ferð. Vert er að taka fram að þessi listi er ekki unninn í samstarfi við nein fyrirtæki. View this post on Instagram A post shared by Patrick Colpron (@patrickcolpron) Söfn og Gallerí Það er úr nógu að velja þegar það kemur að safna heimsóknum og menningarlegum dögum í París. Blaðamaður hvetur ferðalanga til að hafa augun opin fyrir litlum galleríum sem leyna á sér í borginni. Bygging Pompidou-safnsins í París var hönnuð af arkitektunum Renzo Piano og Richard Rogers og opnaði árið 1977.Getty Nútímalistasafnið Pompidou er möst í París. Byggingin er risa stór og virkilega áhugaverð, bæði að innan sem utan. Safnið er einnig staðsett í virkilega skemmtilegu hverfi þar sem stutt er í skemmtilega nytjamarkaði, lítil gallerí og ýmsar gullnar perlur. Á neðstu hæð safnsins er oftast hægt að sjá samtímalista sýningar ókeypis og því tilvalið að kanna hvað er að gerast í listasenunni í dag. View this post on Instagram A post shared by Centre Pompidou (@centrepompidou) Safnið sjálft er ævintýri út af fyrir sig og safnabúðirnar þar inni virkilega skemmtilegar. Blaðamaður varð vitni að fyrirlestri fransks ljósmyndara inn í byggingunni sem var opinn öllum en sökum slakrar frönskukunnáttu var erfitt að fylgjast með. Á efstu hæð Pompidou má finna veitingastað sem kemur fram í pistlinum hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Centre Pompidou (@centrepompidou) Palais de Tokyo er stórt og skemmtilegt samtímalistasafn í París, rétt við Signu. Þar er opið til miðnættis á kvöldin og er alveg ótrúlega gaman að kíkja fyrst á veitingastað við hliðina á í dinner og drykki og upplifa síðan áhrifarík listaverk. Fyrir ofan safnið er svo skemmtilegur lítill bar með skrautlegu veggfóðri og góðum kokteilum. Frábært föstudags kvöld í París! View this post on Instagram A post shared by Palais de Tokyo (@palaisdetokyo) Museé d’Orsay er með þekktari listasöfnum Parísar. Þessi gamla og glæsilega lestarstöð geymir meðal annars ótal verk Impressionistanna sem og annarra kanóna í listheiminum frá 19. og 20. öld. View this post on Instagram A post shared by Musée d'Orsay (@museeorsay) Blaðamaður getur heilshugar mælt með því að líta inn í þennan áhugaverða heim listarinnar, gleyma sér í fagurfræði Monet, upplifa angist van Gogh, skoða glæsilega dansara Degas og taka mynd með Uppruna lífsins eftir Gustave Courbet. View this post on Instagram A post shared by Musée d'Orsay (@museeorsay) L’Atelier des Lumiéres er safn sem blaðamaður á enn eftir að heimsækja en hefur alltaf langað til að gera. Þar eiga sér stað mismunandi sýningar stórkostlegra listamanna þar sem þeirra frægustu verkum er varpað á veggi safnsins og þau hreyfast full af lífi. Um þessar mundir er hægt að fara annað hvort á sýningu franska Post-Impressionistans Cezanne eða rússneska upphafsmanns abstrakt listarinnar, Wassily Kandinsky. View this post on Instagram A post shared by L Atelier des Lumières (@atelierdeslumieres) Louvre safnið þarf vart að kynna fyrir lesendum. Safnið er gríðarstórt og mælir blaðamaður með því að gefa sér góðan tíma á safninu. Ekki er þó síðra að eyða tíma á svæðinu fyrir utan safnið, Tuileries garðurinn er þar hliðina á og er yndislegt að rölta um þar. Pýramídi Louvre safnsins er tilkomumikill og gaman er að sjá svæðið við sólsetur. Einnig eru ýmsar litlar og sætar búðir í kringum safnið og er upplifun út af fyrir sig að kíkja á þær. View this post on Instagram A post shared by Muse e du Louvre (@museelouvre) Í Le Marais hverfinu er mikið líf og fjör en hverfið er stútfullt af regnbogum og er gjarnan þekkt sem hinsegin hverfið. Þar er að finna litla franska veitingastaði, hátísku verslanir, nytjamarkaði og ýmis lítil listagallerí. Má þar nefna Carré D'artistes sem er meðal annars staðsett á 29 rue Vieille du Temple en galleríið selur listaverk eftir ýmsa franska listamenn sem notast við ólíka listmiðla. Frábær leið til að fjárfesta í franskri list og hver veit nema listaverkið verði á einhverjum tímapunkti ómetanlegt. View this post on Instagram A post shared by Carré d artistes St-Étienne (@carredartistes_saintetienne) Í húsnæði á 59 Rivoli má finna samsýningu 30 listamanna. View this post on Instagram A post shared by 59 Rivoli (@59rivoli) Allt húsið er undirlagt af list, veggir og gólf þar á meðal og gestir geta fylgst með listamönnunum in action þar sem þeir vinna verk sín, spila tónlist og gleyma sér í augnablikinu. Algjör listrænn ævintýraheimur. View this post on Instagram A post shared by 59 Rivoli (@59rivoli) YellowKorner er ljósmynda verslunarkeðja í ýmsum stórborgum, þar á meðal í París. Þar er að finna ljósmyndir í ýmsum stærðum og gerðum eftir fjölbreytta flóru listamanna og á efri hæð verslunarinnar er oftar en ekki ljósmyndasýning. Verslunin selur einnig ljósmyndir í glerformi með standi sem eru skemmtileg listaverk inn á heimilið. View this post on Instagram A post shared by YellowKorner_Paris_Haussmann (@yellowkorner_paris_haussmann) Veitingastaðir Að fara út að borða er upplifun sem getur svo sannarlega boðið bragðlaukunum í ævintýraferð. Í París fer upplifunin gjarnan á annað stig með mögnuðu umhverfi, útsýni, stemningu og tónlist, hvort sem það er skotheldur playlisti, plötusnúður eða hljómsveit. View this post on Instagram A post shared by PARIS FOOD (@paris_food) Le Georges er súper smart veitingastaður á efstu hæð listasafnsins Pompidou. Á sumrin er dásamlegt að sitja á útisvæði staðarins þegar sólin skín og útsýnið yfir borgina er guðdómlegt. Veitingastaðurinn sjálfur býr yfir hrárri og töff innréttingu með listrænum innsetningum og er virkilega hátt til lofts. View this post on Instagram A post shared by Le Georges (@legeorgesofficiel) Einnig er að vinna hinn allra fallegasta bleika lit á ákveðnum svæðum staðarins en bleiki liturinn getur svo sannarlega dreift gleði og innblæstri, að mati blaðamanns. View this post on Instagram A post shared by Le Georges (@legeorgesofficiel) Á Le Georges getur þú pantað þér frábært pasta eða góðan franskan mat og úrvals kokteilum. Tónlistin er spiluð frekar hátt og um helgar er að minnsta kosti oftast plötusnúður með grípandi tóna. Frábær staður fyrir góða stemningu og blaðamaður var svo heppinn að fá borð með útsýni yfir Eiffel turninn. View this post on Instagram A post shared by Le Georges (@legeorgesofficiel) Pizza Piano er pínulítill pizzastaður við Le Marais, á móti Pompidou. Staðurinn er rekinn af eldri manni sem er hreint út sagt dásamlegur og býður upp á úrvals pizzur sem eru fullkomnar fyrir þreytta ferðalanga sem hafa arkað um borgina allan daginn. Blaðamaður slysaðist þangað inn glorhungruð og fór svo sannarlega södd og sæl út í ævintýraríkt kvöld í París. Götulengjan sem snýr á móti Pompidou er einnig mjög skemmtileg, þar er að finna fleiri litla staði, krúttlegar búðir og gallerí. Kong er veitingastaður staðsettur á efstu hæð 1 Rue de Pont Neuf inni í gler rými með listrænu lofti. Þar er hægt að panta ýmsa góða rétti og er sérstaklega skemmtilegt að panta úrval smárétta þar sem hægt er að smakka á ýmsu. Staðurinn varð sérstaklega frægur eftir að hafa komið fyrir í atriði í þáttaröðinni Sex and the City þegar Carrie Bradshaw er búsett um stund í París. View this post on Instagram A post shared by KONG (@kongparis) Ef farið er að kvöldi til má upplifa fallegu ljós Parísarborgar að kvöldi og ekki er síðra að skella sér í brunch og fá topp útsýni yfir borgina í dagsbirtu. View this post on Instagram A post shared by KONG (@kongparis) Buddha Bar í París er ævintýraheimur, fyrir bragðlaukana, augun og eyrun. Staðurinn er virkilega stór og þar er að finna gífurlega tilkomumikið Buddha líkneski. View this post on Instagram A post shared by Buddha-Bar Paris (@buddhabarparis) Á kvöldin spilar plötusnúður fyrir gesti en Buddha Bar er einmitt þekktur fyrir einstaka tóna sína og hefur í gegnum tíðina gefið út fjöldann allan af geisladiskum með þeirra signature tónum. Sushi-ið þar er óaðfinnanlegt, þjónustan upp á tíu og góðu víbrurnar í fyrirrúmi. Blaðamaður hefur heimsótt þennan stað víðs vegar um heiminn og má því segja að hann sé í ákveðnu uppáhaldi. View this post on Instagram A post shared by Buddha-Bar Paris (@buddhabarparis) Le Train Bleu er ekki einungis veitingastaður heldur listasafn. Veggir og loft rýmisins eru stútfullir af mögnuðum listaverkum og staðurinn sem slíkur gullfallegur. Le Train Bleu er staðsettur á lestarstöðinni Gare de Lyon og vegglistaverkin sýna einmitt hina ýmsu staði sem lestin heimsækir frá París. View this post on Instagram A post shared by Le Train Bleu (@restaurantletrainbleu) Gluggarnir eru risastórir, andrúmsloftið magnað og þjónustan algjörlega til fyrirmyndar. Hádegismatur þar getur auðveldlega dregist í fjóra klukkutíma þar sem það er auðvelt að gleyma sér í augnablikinu og umhverfinu. View this post on Instagram A post shared by Le Train Bleu (@restaurantletrainbleu) Blaðamaður mælir með Crêpes Suzette í desert þar sem þjónarnir koma og undirbúa réttinn fyrir framan þig. Þessi athöfn er svo sannarlega umfangsmikil þar sem pönnukökurnar eru steiktar upp úr Grand Marnier og því fylgir eldur og ýmislegt spennandi. Sjón er sögu ríkari. View this post on Instagram A post shared by Le Train Bleu (@restaurantletrainbleu) Monsieur Blue er veitingastaður við nýlistasafnið Palais De Tokyo, staðsettur á 20. Av. de New York rétt við Signu. Eins og á svo mörgum öðrum stöðum í París er virkilega hátt til lofts, tónlistin er góð og hægt er að panta sér franskan mat eins og hann gerist bestur. Blaðamaður mælir með því að fara þangað um helgi og skella sér svo á listasýningu eftir kvöldmat. Menning, matur, upplifun og gleði mætast í stórkostlega blöndu. View this post on Instagram A post shared by Monsieur Bleu (@monsieur_bleu) Pierre Hermé er með bestu makkarónur Frakklands að mati blaðamanns, þrátt fyrir að vera kannski ekki eins áberandi og aðrar makkarónu verslanir Parísarborgar. Pierre Hermé sjálfur er 60 ára gamall, hefur unnið sem kökugerðameistari frá því hann var fjórtán ára og er með tvær Michelin stjörnur. Makkarónurnar hans búa oft yfir óvenjulegri og óvæntri blöndu þar sem bragðlaukarnir skella sér í ævintýralega veislu um stundarkorn. Kökuverslanir Hermé eru að finna víða um Parísarborg, þar á meðal í Le Marais. View this post on Instagram A post shared by Maison Pierre Herme Paris (@pierrehermeofficial) Tíska Parísarborg er mikil tískumiðja og í gegnum tíðina hefur hátískan þar verið áberandi. Það er alltaf skemmtilegt að heimsækja fínustu búðir borgarinnar og upplifa þær sem ákveðið safn með glansandi safngripi. Hins vegar er auðvelt að finna fjölbreytta flóru af klæðnaði á aðgengilegu verði og verður blaðamaður að viðurkenna að honum finnst hvergi skemmtilegra að versla en í París. Marc Jacobs í Le Marais hverfinu í París, þar sem regnboginn er alls ráðandi.Dóra Júlía París er ákveðið mekka vintage búða. Í Le Marais eru þær á hverju horni og stundum jafnvel hlið við hlið. Má þar nefna Kilo Market þar sem vörur eru vigtaðar og seldar eftir þyngd. Þolinmæði er lykillinn og er gott að gefa sér smá tíma í að gramsa eftir gersemum. Litlir nytjamarkaðir þar í kring eru líka snilld og með heppni getur þú fundið þér outfit frá toppi til táar á skömmum tíma fyrir lítinn pening. Gott fyrir umhverfið, veskið og fjölbreytta tísku. Það jafnast ekkert á við að næla sér í gullfallegan vintage kjól og líkurnar á því að rekast á einhvern annan í sama outfiti eru hverfandi. View this post on Instagram A post shared by Vintage Kilo Market (@vintagekilomarket) Í París má finna hin ýmsu vöruhús stútfull af hinum ýmsu vörumerkjum á fjölbreyttu verði. Þar er líka oft útsala eftir árstíðum og hægt að gera kjarakaup. Galeries Lafayette er til dæmis með glæsilegri vöruhúsum heimsins en ásamt tískunni er þar að finna kampavínsbar, veitingastaði, concept búðir, stundum listasýningar og fleira til. View this post on Instagram A post shared by Galeries Lafayette (@galerieslafayette) Hins vegar hvetur blaðamaður fólk til að eyða ekki of miklum tíma inni í svona stórri verslun þar sem auðvelt er að festast og óvart allur dagurinn farinn í mátunarklefanum. Því er tilvalið að setja á timer í símanum svo maður fái ekki hausverk! View this post on Instagram A post shared by Galeries Lafayette (@galerieslafayette) Vivienne Westwood er með glæsilega verslun í París á 175 Rue St Honoré. Gengið er inn um stórar dyr og farið niður teppalagðan stiga þar sem verslunin tekur á móti manni með opinn arminn. Vivienne Westwood er listakona mikil og þrátt fyrir að ætla sér ekki að versla neitt er gaman að kíkja við, skoða og upplifa. View this post on Instagram A post shared by Vivienne Westwood (@viviennewestwood) Annað Eins og fram kom í upphafi pistils er hann langt frá því að vera tæmandi. París býr yfir endalausum möguleikum en hér rétt í lokin er vert að minna á nokkra hluti: Lúxemborgar garðurinn í sjötta hverfi er yndislegur. Þar er að finna gamla og glæsilega höll Marie de' Medici, ekkju konungs Henry IV frá sautjándu öld. Garðurinn er hinn glæsilegasti, með gosbrunnum, bekkjum og stórum grasflötum. Tilvalið að fara í picnic með baguette á sólríkum degi! View this post on Instagram A post shared by Jardin du luxembourg (@jardinduluxembourg_info) Bastillan er lifandi hverfi þar sem skemmtanalífið nýtur sín í botn. Hverfið tilheyrir mikilvægri sögu Parísarborgar og bastillu torgið er tilkomumikið. Í bastillunni er að finna kokteilastaði og klúbba og ekki er langt í dansgleðina. View this post on Instagram A post shared by Place de la Bastille every day (@place.de.la.bastille.every.day) Montmartre er söguleg hæð í átjánda hverfi Parísar þar sem hin stórfenglega Sacré-Cœur trónir á toppnum. Rauða myllan er þar í grenndinni og er svo sannarlega mikið um líf og fjör í hverfinu. Á torgi við Montmartre má einnig finna listamenn sem teikna meðal annars myndir af ferðamönnum og umhverfinu og er heillandi að fylgjast með. When in Paris er algjört möst að eyða einum degi í Montmartre. View this post on Instagram A post shared by Patrick Colpron (@patrickcolpron) Ekki verður farið yfir hótel gistingar hér þar sem vanalega fer lítill tími í að vera á hótelherberginu. Um að gera að finna ódýra díla, velja góða staðsetningu og gott rúm. Að lokum mæli ég með því að njóta augnabliksins í París og upplifa borgina til hins ýtrasta. Staldra við og vera meðvituð um magnaða umhverfið. Rölta meðfram Signu við bakkann, sjá hvað er að finna hinum megin við, ganga yfir gullfallegar brýr, fylgjast með fólkinu, lífinu og tilverunni og einfaldlega vera til. Sama hvar við erum verður París alltaf París! View this post on Instagram A post shared by Paris (@paris)
Ferðalög Tíska og hönnun Menning Matur Frakkland Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning