„Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. febrúar 2022 10:00 Almenna reglan í kaffispjallinu á Vísi eru myndir af viðmælandanum einum og sér. En að sjá þessa tvo saman í ræktinni var of gott tækifæri til að mynda ekki því hér eru saman vöðvabúntin og félagarnir Jói Fel og Björn Leifsson á daglegu æfingunni sinni klukkan 14. Jói segir þá hafa æft saman nánast daglega í rúmlega eitt og hálft ár. „Við höfðum lítið að gera í Covid þegar var lokað í World Class og ég einn heima að mála. Þannig að við auðnuleysingjarnir á þeim tíma æfðum frekar mikið,“ segir Jói um þá félaga. Vísir/Vilhelm Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex. En nú er það búið og vakna ég bara í rólegheitum um klukkan sjö og fer beint í vinnuna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þetta er mjög einfalt hjá mér þessa dagana, ég vakna klæði mig, kyssi konuna bless. Það er lítið annað að gera, börnin og konan sjá um sig sjálf. Hausinn samt alltaf á fullu hjá mér um leið og ég vakna, ég sé bara mat og kökur fyrir mér um leið og ég vakna og þangað til að ég sofna aftur. Besta hugleiðsla sem til er matur og meiri matur.“ Þegar þú hugsar til baka til unglingsáranna, hvaða tónlist/lag eða hljómsveit kemur upp í hugann sem uppáhald? „Fyrsta minningin mín um tónlist er að sjálfsögðu kóngurinn Elvis og ég held enn þá upp á hann.Svo kom upp ein af mínum uppáhalds hljómsveit AC/DC. En besta minningin mín um tónlist er þegar hljómsveitin Drýsill var stofnuð árið 1985. Þeir gáfu út eina plötu og voru gefnar út að ég held eitt þúsund eintök og ég keypti mér eintak í forsölu. Þegar platan var gefin út mætti Eiríkur Hauksson söngvari sveitarinnar heim til mín með eintakið. Ég var sofandi og mamma fór til dyra og fékk næstum hjartaáfall að sjá Eirík með síða rauða hárið sitt, spyrja eftir mér og með plötuna undir hendinni. Þetta var sko alvöru hljómsveit með alvöru þungarokk. En mamma lifði þetta af sem betur fer.“ Jói segir veitingastaðinn Felino vera fara mjög vel af stað en að það sé meira en að segja það að opna nýjan veitingastað. Dagarnir eru langir þar sem allt gengur út á eldamennsku og mat. En Jói leggur mikla áherslu á að mæta samt alltaf glaður í vinnuna og takast á við öll þau verkefni sem þarf að leysa á hverjum degi.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefni mín þessa dagana eru nú frekar einföld en samt svo svakalega flókin. Að opna veitingastað með öllu tilheyrandi er meira en að segja það. Aðalverkefnið er að mæta í vinnu klukkan átta og reyna að vera kominn heim fyrir klukkan ellefu á kvöldin. Þess á milli er ég bara að hringsnúast um sjálfan mig, Það er bara verið að elda og baka allan daginn, frá morgni til kvölds. Eina truflunin eru viðtöl eins og þetta, sem brjóta samt aðeins upp daginn hjá mér.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þar sem ég er nýbúinn að opna Felino staðinn er allt algert skipulag kaos hjá mér. Sem betur fer þá fer staðurinn vel af stað sem er bara lúxus vandamál sem þarf að leysa á hverjum degi. Eina skipulagið mitt er að mæta með bros á vör glaður í vinnuna og sjá bara hvað gerist og leysa öll mál sem koma upp. Hefur allavega gengið næstum því allt upp hingað til því allt reddast. Enda er ég með gott fólk með mér allan daginn sem nennir að hlusta á tuðið í mér. Eina alvöru skipulagið er að redda því sem þarf að gera og gera það strax.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er ekki flókið hjá mér í dag hvenær ég fer að sofa, bara þegar ég kem heim á kvöldin. Þarf reyndar að kynna mig fyrst fyrir heimilisfólkinu því það sést svo lítið af mér heima þessa dagana. Svo leggst ég bara á koddann, hugsa um mat og er byrjaður að slefa mínútu seinna.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex. En nú er það búið og vakna ég bara í rólegheitum um klukkan sjö og fer beint í vinnuna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þetta er mjög einfalt hjá mér þessa dagana, ég vakna klæði mig, kyssi konuna bless. Það er lítið annað að gera, börnin og konan sjá um sig sjálf. Hausinn samt alltaf á fullu hjá mér um leið og ég vakna, ég sé bara mat og kökur fyrir mér um leið og ég vakna og þangað til að ég sofna aftur. Besta hugleiðsla sem til er matur og meiri matur.“ Þegar þú hugsar til baka til unglingsáranna, hvaða tónlist/lag eða hljómsveit kemur upp í hugann sem uppáhald? „Fyrsta minningin mín um tónlist er að sjálfsögðu kóngurinn Elvis og ég held enn þá upp á hann.Svo kom upp ein af mínum uppáhalds hljómsveit AC/DC. En besta minningin mín um tónlist er þegar hljómsveitin Drýsill var stofnuð árið 1985. Þeir gáfu út eina plötu og voru gefnar út að ég held eitt þúsund eintök og ég keypti mér eintak í forsölu. Þegar platan var gefin út mætti Eiríkur Hauksson söngvari sveitarinnar heim til mín með eintakið. Ég var sofandi og mamma fór til dyra og fékk næstum hjartaáfall að sjá Eirík með síða rauða hárið sitt, spyrja eftir mér og með plötuna undir hendinni. Þetta var sko alvöru hljómsveit með alvöru þungarokk. En mamma lifði þetta af sem betur fer.“ Jói segir veitingastaðinn Felino vera fara mjög vel af stað en að það sé meira en að segja það að opna nýjan veitingastað. Dagarnir eru langir þar sem allt gengur út á eldamennsku og mat. En Jói leggur mikla áherslu á að mæta samt alltaf glaður í vinnuna og takast á við öll þau verkefni sem þarf að leysa á hverjum degi.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefni mín þessa dagana eru nú frekar einföld en samt svo svakalega flókin. Að opna veitingastað með öllu tilheyrandi er meira en að segja það. Aðalverkefnið er að mæta í vinnu klukkan átta og reyna að vera kominn heim fyrir klukkan ellefu á kvöldin. Þess á milli er ég bara að hringsnúast um sjálfan mig, Það er bara verið að elda og baka allan daginn, frá morgni til kvölds. Eina truflunin eru viðtöl eins og þetta, sem brjóta samt aðeins upp daginn hjá mér.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þar sem ég er nýbúinn að opna Felino staðinn er allt algert skipulag kaos hjá mér. Sem betur fer þá fer staðurinn vel af stað sem er bara lúxus vandamál sem þarf að leysa á hverjum degi. Eina skipulagið mitt er að mæta með bros á vör glaður í vinnuna og sjá bara hvað gerist og leysa öll mál sem koma upp. Hefur allavega gengið næstum því allt upp hingað til því allt reddast. Enda er ég með gott fólk með mér allan daginn sem nennir að hlusta á tuðið í mér. Eina alvöru skipulagið er að redda því sem þarf að gera og gera það strax.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er ekki flókið hjá mér í dag hvenær ég fer að sofa, bara þegar ég kem heim á kvöldin. Þarf reyndar að kynna mig fyrst fyrir heimilisfólkinu því það sést svo lítið af mér heima þessa dagana. Svo leggst ég bara á koddann, hugsa um mat og er byrjaður að slefa mínútu seinna.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01
Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00
Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00
Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00
„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01