„Vöndum okkur virkilega við valið á útgáfum“ Steinar Fjeldsted skrifar 24. febrúar 2022 14:31 Plötusnúðurinn Ali Demir stofnaði árið 2020 Distrakt Audio sem er „vinyl-only“ plötuútgáfufyrirtæki. Megináherslan er að para saman tónlistarmenn allstaðar að úr heiminum sem deila sömu ástríðu fyrir neðanjarðar, minimalískri hús tónlist. Efnið er svo gefið út á 12” vínyl plötu sniði. „Við erum að fagna okkar fyrstu útgáfu um þessar mundir sem ber titilinn, Reykjavík 4 AM með hinum argentíska FURZ., en við munum vanda okkur virkilega við valið á útgáfum og hvað mun koma út undir okkar hatti,“ segir hann. Ali Demir kemur frá borg í Tyrklandi sem heitir Antakya, einnig þekkt sem Antioch eða borg siðmenningar. Rík tónmenningarsaga borgarinnar og fornar melódíur hafa alla hans tíð haft mikil áhrif á hann. „Arabesque-tónlist, þjóðernisstefna og „bağlama“ tónlist sem foreldrar mínir spiluðu fyrir mig sem barn mótuðu mína tónlistarlegur vegferð.“ Hvernig kom það til að þú ákvaðst að flytja til íslands? „Ég kynntist eiginkonu minni, sem er íslensk þegar hún var í Tyrklandi. Elti ég hana auðvitað hingað og hér búum við ásamt fjölskyldu okkar.“Þegar spurður hver hans framtíðarplön séu segir hann að plötuútgáfan og hann sjálfur eru ekki með nein heimsyfirráð í kortunum. „Við viljum einungis styrkja neðanjarðar senuna hér á Íslandi og víðar með sterkum útgáfum á tónlist. Erum að halda okkar fyrsta útgáfupartý á Húrra næstkomandi laugardag 26. febrúar og hvetjum við alla til að mæta,“ segir hann peppaður. Ásamt honum sjálfum munu plötusnúðarnir og heimalingarnir Thorkell Mani og KES spila fyrir dansþyrsta og kostar þúsund krónur inn sem fer beint til listamannana. „Við munum vera með föst útgáfukvöld á Húrra, auk þess sem ég mun koma til með að spila eigið efni á Bravó og fleiri stöðum, en ég mun líka spila gigg í Búdapest næstkomandi vor.“ Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið
„Við erum að fagna okkar fyrstu útgáfu um þessar mundir sem ber titilinn, Reykjavík 4 AM með hinum argentíska FURZ., en við munum vanda okkur virkilega við valið á útgáfum og hvað mun koma út undir okkar hatti,“ segir hann. Ali Demir kemur frá borg í Tyrklandi sem heitir Antakya, einnig þekkt sem Antioch eða borg siðmenningar. Rík tónmenningarsaga borgarinnar og fornar melódíur hafa alla hans tíð haft mikil áhrif á hann. „Arabesque-tónlist, þjóðernisstefna og „bağlama“ tónlist sem foreldrar mínir spiluðu fyrir mig sem barn mótuðu mína tónlistarlegur vegferð.“ Hvernig kom það til að þú ákvaðst að flytja til íslands? „Ég kynntist eiginkonu minni, sem er íslensk þegar hún var í Tyrklandi. Elti ég hana auðvitað hingað og hér búum við ásamt fjölskyldu okkar.“Þegar spurður hver hans framtíðarplön séu segir hann að plötuútgáfan og hann sjálfur eru ekki með nein heimsyfirráð í kortunum. „Við viljum einungis styrkja neðanjarðar senuna hér á Íslandi og víðar með sterkum útgáfum á tónlist. Erum að halda okkar fyrsta útgáfupartý á Húrra næstkomandi laugardag 26. febrúar og hvetjum við alla til að mæta,“ segir hann peppaður. Ásamt honum sjálfum munu plötusnúðarnir og heimalingarnir Thorkell Mani og KES spila fyrir dansþyrsta og kostar þúsund krónur inn sem fer beint til listamannana. „Við munum vera með föst útgáfukvöld á Húrra, auk þess sem ég mun koma til með að spila eigið efni á Bravó og fleiri stöðum, en ég mun líka spila gigg í Búdapest næstkomandi vor.“ Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið