Mikið um erlend tökuverkefni hér á landi Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2022 12:36 Mývatnssveitin er eflaust í vetrarlitunum um þessar mundir en meðal annars er notast við sleðahunda við tökur kvikmyndar þar. Vísir/Vilhelm Verið er að taka upp fjögur erlend kvikmyndaverkefni í stærri kantinum hér á landi um þessar mundir. Þar á meðal er stórt verkefni frá Sony og annað frá Netflix og BBC. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þar sem farið er ítarlega yfir þessi verkefni. Tökur í verkefni Sony hafa farið fram við Mývatn. Í frétt Morgunblaðsins segir að mikil leynd hvíli yfir verkefninu en það beri vinnutitilinn Safari og tengist mögulega Spider-Man á einhvern hátt. Þá hefur verið notast við sleðahunda, vindvélar og annað. Þegar mest var eru starfsmenn við tökurnar verið tvö til þrjú hundruð talsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða tökur fyrir kvikmyndina um Kraven the Hunter, sem verið er að framleiða fyrir Sony um þessar mundir. Sá er veiðimaður sem hefur einsett sér að veiða Köngulóarmanninn og er leikinn af Aaron Taylor-Johnson. Russel Crowe var nýlega ráðinn til að leika í þeirri kvikmynd. Uppfært: Upprunalega stóð hér að stóra verkefnið við Mývatn væri á vegum Marvel. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það á vegum Sony, sem á rétt á að gera kvikmyndir um Spider-Man og aðrar ofurhetjur og ofur-fauta Marvel sem tengjast honum, eins og Kraven the Hunter. Þá lauk tökum á kvikmyndinni Luther hér á landi í vikunni. Idris Elba er þar í aðalhlutverki og eru tökurnar samstarf Netflix og BBC. Þá standa yfir tökur fyrir þættina Washington Black, sem eru á vegum Hulu en þeir hafa farið fram á Austurlandi. Í næsta mánuði eiga svo tökur að hefjast hér á landi fyrir þættina Retreat, með þeim Clive Owen og Emmu Corrin. Fyrr í febrúar hófust tökur á nýrri mynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem einnig voru við Mývatn. Um er að ræða hans fyrstu kvikmynd í fullri lengd á ensku. Myndin er grínmynd sem fjallar um hóp af fólki sem er að kljást við mikla flughræðslu og enda sem strandaglópar á Íslandi. „Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum,“ segir í lýsingu myndarinnar. Bíó og sjónvarp Disney Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þar sem farið er ítarlega yfir þessi verkefni. Tökur í verkefni Sony hafa farið fram við Mývatn. Í frétt Morgunblaðsins segir að mikil leynd hvíli yfir verkefninu en það beri vinnutitilinn Safari og tengist mögulega Spider-Man á einhvern hátt. Þá hefur verið notast við sleðahunda, vindvélar og annað. Þegar mest var eru starfsmenn við tökurnar verið tvö til þrjú hundruð talsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða tökur fyrir kvikmyndina um Kraven the Hunter, sem verið er að framleiða fyrir Sony um þessar mundir. Sá er veiðimaður sem hefur einsett sér að veiða Köngulóarmanninn og er leikinn af Aaron Taylor-Johnson. Russel Crowe var nýlega ráðinn til að leika í þeirri kvikmynd. Uppfært: Upprunalega stóð hér að stóra verkefnið við Mývatn væri á vegum Marvel. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það á vegum Sony, sem á rétt á að gera kvikmyndir um Spider-Man og aðrar ofurhetjur og ofur-fauta Marvel sem tengjast honum, eins og Kraven the Hunter. Þá lauk tökum á kvikmyndinni Luther hér á landi í vikunni. Idris Elba er þar í aðalhlutverki og eru tökurnar samstarf Netflix og BBC. Þá standa yfir tökur fyrir þættina Washington Black, sem eru á vegum Hulu en þeir hafa farið fram á Austurlandi. Í næsta mánuði eiga svo tökur að hefjast hér á landi fyrir þættina Retreat, með þeim Clive Owen og Emmu Corrin. Fyrr í febrúar hófust tökur á nýrri mynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem einnig voru við Mývatn. Um er að ræða hans fyrstu kvikmynd í fullri lengd á ensku. Myndin er grínmynd sem fjallar um hóp af fólki sem er að kljást við mikla flughræðslu og enda sem strandaglópar á Íslandi. „Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum,“ segir í lýsingu myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Disney Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira