While We Wait heitir hún og kemur út 25. febrúar. Á henni verða tvö lög með hverri þeirra fyrir sig ásamt einu sem þær gerðu saman.
„Ég samdi Something á mjög óþægilegum klappstól í herberginu mínu snemma vors 2021. Ég samdi það á rafmagnsgítar sem ég hafði fengið að láni frá vini mínum. Ég var ekki með neinn magnara í íbúðinni minni svo ég heyrði tæplega það sem kom út úr gítarnum, en það var allavega nóg til þess að kalla fram laglínu,“ segir Rakel um tilurð lagsins.
Lagið segir Rakel vera algjört ástarlag. „Ég samdi það þegar ég var að byrja í nýju sambandi og það lýsir kannski svolítið tilfinningunni þegar maður er ennþá smá að reyna að halda kúlinu og ekki alveg tilbúinn til þess að segja allt það sem maður er að hugsa upphátt. Svo lagið var svona tímabundin útrás fyrir allar þessar viðkvæmu og kjánalegu tilfinningar.“
Henni langaði að lagið yrði samtímis bæði hljóðlátt og kraftmikið til að endurspegla tilfinningarnar á bak við það, sem voru bæði háværar og ekki tilbúnar til að berskjaldast. Góðir vinir Rakelar aðstoðuðu hana við að framkvæma þetta, þau Axel Flóvent, Hafsteinn Þráinsson og Svanhildur Lóa.
Tvær smáskífur af samstarfsplötunni hafa þegar komið út, Organize (Organ Version) með ZAAR og The Other Side með Salóme Katrínu.