Hjálparstarf hafið í Malaví í kjölfar ofsaveðurs Heimsljós 4. febrúar 2022 11:44 Malaví24 Hjálparstarf er hafið á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna í Malaví til aðstoðar við þúsundir íbúa sem misstu heimili sín í veðurofsanum af völdum heitabeltisstormsins Ana í síðustu viku. Talið er að um hundrað manns hafi farist í ofveðrinu og flóðunum sem því fylgdi, þar af 33 í Malaví. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur þegar veitt fimmtán þúsund íbúum stuðning, einkum í því skyni að bæta hreinlæti og afstýra þannig vatnsbornum sjúkdómum eins og kóleru. Enn fremur hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) ákveðið að verja rúmum 60 milljónum króna til að bregðast við neyðinni. Lazarus Chakwera forseti Malaví segir að þörf sé á meiri stuðningi en forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í síðustu viku. Um eitt hundrað þúsund íbúar Malaví eru á hrakhólum eftir veðurofsann og talið er að skemmdir hafa orðið á tæplega 200 þúsund heimilum. Héruðin sem urðu verst úti voru Chikwawa, Mulanje, Nsanje og Phalombe. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe hefur borist beiðni um stuðning frá samstarfshéraði Íslands, Mangochi, en beðið er eftir sameiginlegu ákalli frá ríkisstjórn Malaví og stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem væntanlega verður birt næstkomandi mánudag. Mannfall af völdum stormsins var mest á Madagaskar þar sem að minnsta kosti 48 fórust. Um 20 manns létu lífið í Mósambík. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Malaví Þróunarsamvinna Madagaskar Mósambík Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur þegar veitt fimmtán þúsund íbúum stuðning, einkum í því skyni að bæta hreinlæti og afstýra þannig vatnsbornum sjúkdómum eins og kóleru. Enn fremur hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) ákveðið að verja rúmum 60 milljónum króna til að bregðast við neyðinni. Lazarus Chakwera forseti Malaví segir að þörf sé á meiri stuðningi en forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í síðustu viku. Um eitt hundrað þúsund íbúar Malaví eru á hrakhólum eftir veðurofsann og talið er að skemmdir hafa orðið á tæplega 200 þúsund heimilum. Héruðin sem urðu verst úti voru Chikwawa, Mulanje, Nsanje og Phalombe. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe hefur borist beiðni um stuðning frá samstarfshéraði Íslands, Mangochi, en beðið er eftir sameiginlegu ákalli frá ríkisstjórn Malaví og stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem væntanlega verður birt næstkomandi mánudag. Mannfall af völdum stormsins var mest á Madagaskar þar sem að minnsta kosti 48 fórust. Um 20 manns létu lífið í Mósambík. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Malaví Þróunarsamvinna Madagaskar Mósambík Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent