Jóhann Berg fékk botnlangabólgu Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2022 13:59 Jóhann Berg Guðmundsson getur ekki spilað með Burnley á næstunni eftir að hafa fengið botnlangabólgu. Getty/Stu Forster Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið frá æfingum undanfarið með enska úrvalsdeildarliðinu Burnley vegna botnlangabólgu. Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Stjórinn fór þó ekki nánar út í það hvenær Jóhann hefði greinst með sjúkdóminn en af orðum Dyche að dæma er íslenski landsliðsmaðurinn búinn í aðgerð vegna botnlangabólgunnar og aðeins spurning hvenær hann snýr aftur til leiks. Samkvæmt vef Landspítalans felst meðferð við botnlangabólgu í bráðri skurðaðgerð sem talin er tiltölulega einföld og mjög örugg. Einkenni sjúkdómsins eru misjöfn en byrja yfirleitt með verk í eða ofan við nafla sem færist svo gjarnan niður og til hægri í kviðarholinu. Verkurinn stigmagnast þegar á líður og er sérstaklega slæmur við hreyfingu. Óljóst er hve lengi Jóhann hefur verið með sjúkdóminn en hann var síðast í byrjunarliði Burnley í leiknum gegn Leeds 2. janúar, en spilaði einnig síðustu sjö mínúturnar gegn Arsenal 23. janúar, í síðasta leik fyrir stutt vetrarhlé í ensku deildinni. Burnley á fyrir höndum þrjá heimaleiki á næstu tíu dögum. Liðið tekur fyrst á móti Watford á laugardaginn, mætir svo Manchester United 8. febrúar og loks Liverpool 13. febrúar. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Stjórinn fór þó ekki nánar út í það hvenær Jóhann hefði greinst með sjúkdóminn en af orðum Dyche að dæma er íslenski landsliðsmaðurinn búinn í aðgerð vegna botnlangabólgunnar og aðeins spurning hvenær hann snýr aftur til leiks. Samkvæmt vef Landspítalans felst meðferð við botnlangabólgu í bráðri skurðaðgerð sem talin er tiltölulega einföld og mjög örugg. Einkenni sjúkdómsins eru misjöfn en byrja yfirleitt með verk í eða ofan við nafla sem færist svo gjarnan niður og til hægri í kviðarholinu. Verkurinn stigmagnast þegar á líður og er sérstaklega slæmur við hreyfingu. Óljóst er hve lengi Jóhann hefur verið með sjúkdóminn en hann var síðast í byrjunarliði Burnley í leiknum gegn Leeds 2. janúar, en spilaði einnig síðustu sjö mínúturnar gegn Arsenal 23. janúar, í síðasta leik fyrir stutt vetrarhlé í ensku deildinni. Burnley á fyrir höndum þrjá heimaleiki á næstu tíu dögum. Liðið tekur fyrst á móti Watford á laugardaginn, mætir svo Manchester United 8. febrúar og loks Liverpool 13. febrúar.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira