Handbolti

HK lagði Aftureldingu að velli í Kórnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
HK konur með góðan sigur í Kórnum í dag.
HK konur með góðan sigur í Kórnum í dag. Vísir/Hulda Margrét

HK vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í Olís deildinni í handbolta í dag þegar liðin áttust við í Kórnum.

Afturelding á botni deildarinnar og það stefndi lengi vel í þægilega sigur heimakvenna þar sem HK náði góðri forystu um miðbik leiksins.

Botnliðið var þó ekki á því að gefast upp og náði að minnka muninn í eitt mark þegar skammt var eftir af leiknum en fór að lokum svo að HK vann tveggja marka sigur, 31-29.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir fór fyrir sóknarleik HK þar sem hún skoraði ellefu mörk. Sylvía Björt Blöndal var markahæst í liði Aftureldingar; einnig með ellefu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×