Ástin svo sterk að hún sprakk og brann á stuttum tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. janúar 2022 16:31 Hljómsveitin Sycamore Tree breytir til og gefur út lag á frönsku. Saga Sig Hljómsveitin Sycamore Tree gaf í dag út lagið Lá Flamme. Dúóið skipa þau Gunni Hilmars fatahönnuður og tónlistarmaður og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir. Lagið Lá Flamme er sungið á frönsku og fjallar um að dreyma um fjarlæga staði og aðra tíma. „Við Ágústa Eva elskum bæði tónlist frá sjöttu áratugnum og höfum oft rætt að gera lag sem fer alveg þangað í stemningu. Við höfum svo sem daðrað við þá senu í fyrri verkum en ákváðum að þetta lag væri rétt til að taka það alla leið. Bæði sem lag, texti, hljóðheim og útsetningu,“ segir Gunni í samtali við Lífið. „Ég samdi lagið á svölunum heima í sól og hita síðasta sumar og það ber það þess merki. Suðrænt, seiðandi og bara heitt. Okkar hugmynd var að fara með hlustandann á ferðlag á fjarlægar slóðir á öðrum tíma á öðrum stað og ég held að ef að fólk hlustar á lagið, lokar augunum og lætur hugann reika þá er þetta ferðalag fyrir öll skilningarvitin.“ Gunni segir að þeim hafi fundist smellpassa að hafa textann á frönsku þar sem mikið af tónlist sem þau hlusta á frá þessum tíma var frönsk. „Frakkarnir náðu þessu einhvernvegin alveg frábærlega. Það var allt eitthvað svo skemmtilega stíliserað allt saman svo rétt. Við höfum alltaf elskað að skapa lög og texta sem búa til eitthhvað myndrænt fyrir þá sem hlusta. Það er svo spennnandi form og tónlist er hægt að skynja á svo margan hátt. Textinn fjallar auðvitað um ástina og þá eldinn sem ýmist logar eða slökknar og í þessum texta var ástin svo sterk að hún sprakk og brann á stuttum tíma. Kunnuglegt stef fyrir marga ekki satt?“ Lagið er komið út á Spotify og öðrum efnisveitum og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þeir sem vilja spreyta sig á frönskunni og syngja með geta séð textann hér neðar í fréttinni. LA FLAMME La flamme a disparu Et nous, nous sommes perdus Le soleil est parti Ton amour a empoisooné mon âme Come le vin, comme la drouge On a explosé dans la nuit Come le vin, comme la drouge Comme le soleil manque aux étoiles Je suis troublée depuis mon départ Tu más dit que tu allais me réparer Mais Ça m´a plu, Ça m´a plu Que tu ne puisse plus me porter Et moi, je suis partie J´ai plus du tout besoin de toi Comme le vin, comme la drogue Ton amour a empoisonné mon âme Comme le vin, comme la drogue On a explosé dans la nuit Je suis troublée depuis mon départ Tu más dit que tu allais me réparer Mais tu ne l´as pas fait Je me suis réparée Moi-même Et je t´ai quitté Moi-méme Et je t´ai quitté Tónlist Tengdar fréttir „Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51 Ósögð orð og blendnar tilfinningar Söngkonan Svala Björgvinsdóttir gaf í síðustu viku út lagið Þögnin. Lagið er eftir Gunnar Hilmarsson úr hljómsveitinni Sycamore Tree og íslenskur texti er eftir Stefán Hilmarsson. 11. febrúar 2021 14:30 Djömmuðu lögin saman í sveitasetri Ágústu Evu Sycamore Tree var að gefa út plötuna Western Sessions. Hljómsveitin er skipuð þeim Gunna Hilmars og Ágústu Evu en þau hafa varið töluverðum tíma á síðasta ári og í byrjun þess nýja í upptökur af nýju efni sem kemur út á árinu. 31. janúar 2021 16:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Lagið Lá Flamme er sungið á frönsku og fjallar um að dreyma um fjarlæga staði og aðra tíma. „Við Ágústa Eva elskum bæði tónlist frá sjöttu áratugnum og höfum oft rætt að gera lag sem fer alveg þangað í stemningu. Við höfum svo sem daðrað við þá senu í fyrri verkum en ákváðum að þetta lag væri rétt til að taka það alla leið. Bæði sem lag, texti, hljóðheim og útsetningu,“ segir Gunni í samtali við Lífið. „Ég samdi lagið á svölunum heima í sól og hita síðasta sumar og það ber það þess merki. Suðrænt, seiðandi og bara heitt. Okkar hugmynd var að fara með hlustandann á ferðlag á fjarlægar slóðir á öðrum tíma á öðrum stað og ég held að ef að fólk hlustar á lagið, lokar augunum og lætur hugann reika þá er þetta ferðalag fyrir öll skilningarvitin.“ Gunni segir að þeim hafi fundist smellpassa að hafa textann á frönsku þar sem mikið af tónlist sem þau hlusta á frá þessum tíma var frönsk. „Frakkarnir náðu þessu einhvernvegin alveg frábærlega. Það var allt eitthvað svo skemmtilega stíliserað allt saman svo rétt. Við höfum alltaf elskað að skapa lög og texta sem búa til eitthhvað myndrænt fyrir þá sem hlusta. Það er svo spennnandi form og tónlist er hægt að skynja á svo margan hátt. Textinn fjallar auðvitað um ástina og þá eldinn sem ýmist logar eða slökknar og í þessum texta var ástin svo sterk að hún sprakk og brann á stuttum tíma. Kunnuglegt stef fyrir marga ekki satt?“ Lagið er komið út á Spotify og öðrum efnisveitum og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þeir sem vilja spreyta sig á frönskunni og syngja með geta séð textann hér neðar í fréttinni. LA FLAMME La flamme a disparu Et nous, nous sommes perdus Le soleil est parti Ton amour a empoisooné mon âme Come le vin, comme la drouge On a explosé dans la nuit Come le vin, comme la drouge Comme le soleil manque aux étoiles Je suis troublée depuis mon départ Tu más dit que tu allais me réparer Mais Ça m´a plu, Ça m´a plu Que tu ne puisse plus me porter Et moi, je suis partie J´ai plus du tout besoin de toi Comme le vin, comme la drogue Ton amour a empoisonné mon âme Comme le vin, comme la drogue On a explosé dans la nuit Je suis troublée depuis mon départ Tu más dit que tu allais me réparer Mais tu ne l´as pas fait Je me suis réparée Moi-même Et je t´ai quitté Moi-méme Et je t´ai quitté
Tónlist Tengdar fréttir „Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51 Ósögð orð og blendnar tilfinningar Söngkonan Svala Björgvinsdóttir gaf í síðustu viku út lagið Þögnin. Lagið er eftir Gunnar Hilmarsson úr hljómsveitinni Sycamore Tree og íslenskur texti er eftir Stefán Hilmarsson. 11. febrúar 2021 14:30 Djömmuðu lögin saman í sveitasetri Ágústu Evu Sycamore Tree var að gefa út plötuna Western Sessions. Hljómsveitin er skipuð þeim Gunna Hilmars og Ágústu Evu en þau hafa varið töluverðum tíma á síðasta ári og í byrjun þess nýja í upptökur af nýju efni sem kemur út á árinu. 31. janúar 2021 16:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51
Ósögð orð og blendnar tilfinningar Söngkonan Svala Björgvinsdóttir gaf í síðustu viku út lagið Þögnin. Lagið er eftir Gunnar Hilmarsson úr hljómsveitinni Sycamore Tree og íslenskur texti er eftir Stefán Hilmarsson. 11. febrúar 2021 14:30
Djömmuðu lögin saman í sveitasetri Ágústu Evu Sycamore Tree var að gefa út plötuna Western Sessions. Hljómsveitin er skipuð þeim Gunna Hilmars og Ágústu Evu en þau hafa varið töluverðum tíma á síðasta ári og í byrjun þess nýja í upptökur af nýju efni sem kemur út á árinu. 31. janúar 2021 16:01