Opinbera nafn og sögusvið nýrra þátta úr söguheimi Hringadróttinssögu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 16:56 Prime Video hefur opinberað hvað nýir þættir fyrirtækisins úr söguheimi Hringadróttinssögu heita. Þeir verða frumsýndir þann 2. september og heita Lord of the Rings: The Rings of Power. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá Amazon Studios um árabil og eiga að gerast þúsundum ára á undan Hringadróttinssögu og Hobbitanum. Í myndbandi þar sem nafnið var opinberað má heyra konu segja (lauslega þýtt(mjög)): „Þrjá hringi fyrir konunga álfa undir himninum. Sjö fyrir lávarða dverga í sölum þeirra úr steini. Níu fyrir mennska dauðadæmda menn. Einn fyrir myrkrahöfðingjann á hásæti hans í landi Mordor þar sem skugginn liggur yfir.“ A new age begins September 2, 2022. Journey to Middle-earth with The Lord of the Rings: The Rings of Power. #LOTRonPrime #LOTR #LOTRROP pic.twitter.com/KWAokaVeWW— The Lord of the Rings on Prime (@LOTRonPrime) January 19, 2022 Segja nafnið fanga alla öldina Nafnið Rings of Power gefur til kynna að þættirnir muni gerast á þeim tíma þegar vondi karlinn Sauron gabbaði Celebrimbor og aðra álfa í Eregion til að smíða hringa. Hann smíðaði svo sinn eigin hring sem gerði honum kleift að ná stjórn á mörgum þeim sem báru hina hringana. Eins og flestir vita, þá fjallar Hringadróttinssaga um baráttuna gegn Sauron á þriðju öld Miðgarðs og tilraunir til að granda honum og hring hans. Variety vitnar í tilkynningu frá J.D Payne og Patrick McKay, sem gera þættina, þar sem þeir segja nafnið sameina allt það sem gerist á annari öld Miðgarðs. Smíði hringanna, upprisu Sauron, sögu eyjunnar Númenor og síðasta bandalag álfa og manna. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að kvikmyndir Peter Jackson um Hringadróttinssögu byrja á síðustu orrustu þessa bandalags, þar sem Isildur skar hringinn af hönd Sauron en neitaði að granda honum. Bíó og sjónvarp Amazon Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá Amazon Studios um árabil og eiga að gerast þúsundum ára á undan Hringadróttinssögu og Hobbitanum. Í myndbandi þar sem nafnið var opinberað má heyra konu segja (lauslega þýtt(mjög)): „Þrjá hringi fyrir konunga álfa undir himninum. Sjö fyrir lávarða dverga í sölum þeirra úr steini. Níu fyrir mennska dauðadæmda menn. Einn fyrir myrkrahöfðingjann á hásæti hans í landi Mordor þar sem skugginn liggur yfir.“ A new age begins September 2, 2022. Journey to Middle-earth with The Lord of the Rings: The Rings of Power. #LOTRonPrime #LOTR #LOTRROP pic.twitter.com/KWAokaVeWW— The Lord of the Rings on Prime (@LOTRonPrime) January 19, 2022 Segja nafnið fanga alla öldina Nafnið Rings of Power gefur til kynna að þættirnir muni gerast á þeim tíma þegar vondi karlinn Sauron gabbaði Celebrimbor og aðra álfa í Eregion til að smíða hringa. Hann smíðaði svo sinn eigin hring sem gerði honum kleift að ná stjórn á mörgum þeim sem báru hina hringana. Eins og flestir vita, þá fjallar Hringadróttinssaga um baráttuna gegn Sauron á þriðju öld Miðgarðs og tilraunir til að granda honum og hring hans. Variety vitnar í tilkynningu frá J.D Payne og Patrick McKay, sem gera þættina, þar sem þeir segja nafnið sameina allt það sem gerist á annari öld Miðgarðs. Smíði hringanna, upprisu Sauron, sögu eyjunnar Númenor og síðasta bandalag álfa og manna. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að kvikmyndir Peter Jackson um Hringadróttinssögu byrja á síðustu orrustu þessa bandalags, þar sem Isildur skar hringinn af hönd Sauron en neitaði að granda honum.
Bíó og sjónvarp Amazon Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01
Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01