Kristín Björk heldur úti skemmtilegri Instagram síðu en þættirnir hennar munu birtast vikulega hér á Vísi. Hægt er að horfa á fyrstu þættina HÉR.
„Bóndadagurinn nálgast og fátt betra en að dekra við strákana í lífi okkar. Í dag ætlum við að elda kálfaribeye með heimagerðu pestói, bökuðum hvítlauk, aspasi og kartöflum,“ segir Kristín Björk.
Þáttinn má sjá í spilaranum en uppskriftina má svo finna neðar í fréttinni.
Uppskriftir:
Pestó:
- Heil baskiliku planta
- Hnefafylli af kasjuhnetum
- Hnefafylli parmesan ostur
- Ólífuolía
- Salt
- Pipar.
Setja allt í blandara, grófmylja, salta og pipra eftir smekk
Bakaður hvítlaukur:
- Skera "toppinn" af hvítlauknum
- Olía
- Salt
- pipar
- setja inn í ofn með kjötinu
Hasselback kartöflur:
- Forsjóða kartöflur í saltvatni
- Skera í þær rendur
- Ólífuolía
- Salt
- Pipar
- Setja inn í ofn með kjöti
Kjötið:
- Loka kjötinu á sjóðandi heitri pönnu, u.þ.b tvær mínútur á hvorri hlið
- Elda á 180 í 8-10 mínútur, fer eftir þykkt kjötsins.
- Kjarnhiti fyrir medium rare á að vera 56 gráður
Aspas:
- Á meðan kjötið er að malla í ofninum þá steikjum við aspas upp úr smjöri á heitri pönnu.
- Gott að kreista svolitila sítrónu eða limesafa yfir aspasinn þegar hann er tilbúinn.
Vassegú, voilá og góðar stundir.