Svona gerir þú regnbogakökuna úr Blindum bakstri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2022 17:32 Kakan sem Eva Laufey bakaði í Blindum bakstri Blindur bakstur Í síðasta þætti af Blindum bakstri leiðbeindi Eva Laufey Kjaran keppendum í að gera afmælisköku fyrir barnaafmæli, svokallaða regnbogaköku. Eins og kom fram á Lífinu í gær þá gekk þeim misvel að fylgja leiðbeiningum þáttastjórnanda. Að gefnu tilefni þá tökum við fram að það er mikilvægt að fjarlægja bökunarpappírinn af kökubotnunum áður en byrjað er að stafla þeim og skreyta. Í þessa köku þarf fjögur tuttugu sentímetra bökunarform. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Athugið að hún er í þremur hlutum, kakan sjálf, kremið og drippið. Hráefni: 300 g smjör, við stofuhita 4.5 dl sykur 6 egg 7.5 dl hveiti 6 dl rjómi 3 tsk. lyftiduft 3 tsk. Vanilludropar Matarlitir (fjórir litir) Gulur, rauður, grænn og blár Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykur og smjör þar til deigið er létt og fínt. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Sigtið þurrefnin saman og bætið þeim því næst saman við deigið ásamt rjóma og vanillu. Þeytið deigið mjög vel í 2 – 3 mínútur og munið að skafa meðfram hliðum svo allt deigið blandist vel saman. Skiptið deiginu jafnt niður í formin og bakið við 180°c í 18 – 22 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið setjið á þær krem. Kökuna lengst til vinstri bakaði Eva Laufey. Katrín Halldóra á kökuna í miðjunni en Eyþór Ingi gerði kökuna hægra megin.Blindur bakstur Ljúffengt vanillukrem 750 g smjör, við stofuhita 750 g flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 1 tsk vanilludropar Sykurskraut Aðferð: Þeytið saman smjör og flórsykur. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið út í deigið. Þeytið í 2 – 3 mínútur og bætið síðan vanillu saman við, best er að þeyta kremið í 3 mínútur til viðbótar og þá verður kremið silkimjúkt. Ef þið ætlið að setja matarlit út í kremið þá setjið þið smá dropa af litnum rétt í lokin áður en þið smyrjið kreminu á milli botnana. Skerið miðjuna úr kökunni og fyllið af sykurskrauti. Þekið kökuna með kremi og skreytið gjarnan með skrauti, drippi og sykurmassa. Dripp: 100 ml rjómi 120 g hvítt súkkulaði Aðferð: Hitið rjóma að suðu, bætið súkkulaði saman við og litið eftir smekk. Bíðið þar til verður þykkt og kalt. Sprautið í kringum kökuna. Hér fyrir neðan má sjá þegar kökurnar voru afhjúpaðar í lokin á þættinum. Uppskriftir Kökur og tertur Eva Laufey Blindur bakstur Tengdar fréttir Fékk áfall þegar hún sá hvað var inni í köku Eyþórs Inga Eva Laufey Kjaran fékk tónlistarfólk til sín í Blindan bakstur. Fengu þau það skemmtilega verkefni að baka afmælisköku fyrir barnaafmæli. 17. janúar 2022 15:31 Uppskrift að Barbie kökunni úr Blindum bakstri Í þætti vikunnar af Blindum bakstri lét Eva Laufey Kjaran keppendur baka köku. Það eer samt engin venjuleg kaka sem Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal þurftu að baka, heldur Barbie kaka. Útkoman getur verið alveg ótrúlega flott, ef allt gengur upp. 14. janúar 2022 18:01 Herra Hnetusmjör rifjaði upp spreytakta með óborganlegum afleiðingum Eva Laufey fékk til sín tvo gesti í þáttinn Blindur bakstur á Stöð 2 í gærkvöld en þá mættu tónlistarmennirnir Birgitta Haukdal og Herra Hnetusmjör. Verkefnið var að baka Barbie köku. 10. janúar 2022 14:15 Sindri og Jói í basli í bakstri Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld. 20. desember 2021 14:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Eins og kom fram á Lífinu í gær þá gekk þeim misvel að fylgja leiðbeiningum þáttastjórnanda. Að gefnu tilefni þá tökum við fram að það er mikilvægt að fjarlægja bökunarpappírinn af kökubotnunum áður en byrjað er að stafla þeim og skreyta. Í þessa köku þarf fjögur tuttugu sentímetra bökunarform. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Athugið að hún er í þremur hlutum, kakan sjálf, kremið og drippið. Hráefni: 300 g smjör, við stofuhita 4.5 dl sykur 6 egg 7.5 dl hveiti 6 dl rjómi 3 tsk. lyftiduft 3 tsk. Vanilludropar Matarlitir (fjórir litir) Gulur, rauður, grænn og blár Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykur og smjör þar til deigið er létt og fínt. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Sigtið þurrefnin saman og bætið þeim því næst saman við deigið ásamt rjóma og vanillu. Þeytið deigið mjög vel í 2 – 3 mínútur og munið að skafa meðfram hliðum svo allt deigið blandist vel saman. Skiptið deiginu jafnt niður í formin og bakið við 180°c í 18 – 22 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið setjið á þær krem. Kökuna lengst til vinstri bakaði Eva Laufey. Katrín Halldóra á kökuna í miðjunni en Eyþór Ingi gerði kökuna hægra megin.Blindur bakstur Ljúffengt vanillukrem 750 g smjör, við stofuhita 750 g flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 1 tsk vanilludropar Sykurskraut Aðferð: Þeytið saman smjör og flórsykur. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið út í deigið. Þeytið í 2 – 3 mínútur og bætið síðan vanillu saman við, best er að þeyta kremið í 3 mínútur til viðbótar og þá verður kremið silkimjúkt. Ef þið ætlið að setja matarlit út í kremið þá setjið þið smá dropa af litnum rétt í lokin áður en þið smyrjið kreminu á milli botnana. Skerið miðjuna úr kökunni og fyllið af sykurskrauti. Þekið kökuna með kremi og skreytið gjarnan með skrauti, drippi og sykurmassa. Dripp: 100 ml rjómi 120 g hvítt súkkulaði Aðferð: Hitið rjóma að suðu, bætið súkkulaði saman við og litið eftir smekk. Bíðið þar til verður þykkt og kalt. Sprautið í kringum kökuna. Hér fyrir neðan má sjá þegar kökurnar voru afhjúpaðar í lokin á þættinum.
Uppskriftir Kökur og tertur Eva Laufey Blindur bakstur Tengdar fréttir Fékk áfall þegar hún sá hvað var inni í köku Eyþórs Inga Eva Laufey Kjaran fékk tónlistarfólk til sín í Blindan bakstur. Fengu þau það skemmtilega verkefni að baka afmælisköku fyrir barnaafmæli. 17. janúar 2022 15:31 Uppskrift að Barbie kökunni úr Blindum bakstri Í þætti vikunnar af Blindum bakstri lét Eva Laufey Kjaran keppendur baka köku. Það eer samt engin venjuleg kaka sem Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal þurftu að baka, heldur Barbie kaka. Útkoman getur verið alveg ótrúlega flott, ef allt gengur upp. 14. janúar 2022 18:01 Herra Hnetusmjör rifjaði upp spreytakta með óborganlegum afleiðingum Eva Laufey fékk til sín tvo gesti í þáttinn Blindur bakstur á Stöð 2 í gærkvöld en þá mættu tónlistarmennirnir Birgitta Haukdal og Herra Hnetusmjör. Verkefnið var að baka Barbie köku. 10. janúar 2022 14:15 Sindri og Jói í basli í bakstri Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld. 20. desember 2021 14:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Fékk áfall þegar hún sá hvað var inni í köku Eyþórs Inga Eva Laufey Kjaran fékk tónlistarfólk til sín í Blindan bakstur. Fengu þau það skemmtilega verkefni að baka afmælisköku fyrir barnaafmæli. 17. janúar 2022 15:31
Uppskrift að Barbie kökunni úr Blindum bakstri Í þætti vikunnar af Blindum bakstri lét Eva Laufey Kjaran keppendur baka köku. Það eer samt engin venjuleg kaka sem Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal þurftu að baka, heldur Barbie kaka. Útkoman getur verið alveg ótrúlega flott, ef allt gengur upp. 14. janúar 2022 18:01
Herra Hnetusmjör rifjaði upp spreytakta með óborganlegum afleiðingum Eva Laufey fékk til sín tvo gesti í þáttinn Blindur bakstur á Stöð 2 í gærkvöld en þá mættu tónlistarmennirnir Birgitta Haukdal og Herra Hnetusmjör. Verkefnið var að baka Barbie köku. 10. janúar 2022 14:15
Sindri og Jói í basli í bakstri Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld. 20. desember 2021 14:30