„Verjum okkur oft með gríni eða trúðslátum gagnvart erfiðum aðstæðum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2022 14:32 Pale Moon koma fram á tónleikum 21. janúar næstkomandi. Pale moon Ötula Indítvíeikið Pale Moon sprettur nú fram með sína nýju smáskífu Clown í dag. Nýja lagið fjallar um hvernig við verjum okkur oft með gríni eða trúðslátum gagnvart erfiðum aðstæðum. Hvernig það er oft auðveldara að djóka en að vera alvörugefin. Þetta er sjötta lagið sem kemur út af þeirra væntanlegu breiðskífu sem gefin verður út síðar á þessu ári. Sum þeirra laga hafa nú þegar gert það gott á öldum ljósvakans og hafa lögin Stranger, Parachutes og Strange days fengið þó nokkra spilun. „Lagið Clown er sérstætt lag fyrir bandið. Þessi tónsmíð er ein sú framsæknasta og tilraunagjarnasta sem þau hafa leyft sér hingað til. Dáleiðandi brotnu gítarhljómarnir í upphafi lags, seyðandi rödd Nata, draumkenndar áferðir og samhljómurinn eru sem vefnaður af hljóðum sem ofin eru saman í hlýtt og notalegt hljóð-teppi,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Lagið Clown er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum og má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pale Moon - Clown Notum grínið sem skjöld „Fyrsta uppkastið af laginu var innblásið af hljómsveitinni Doors en ekki er mikið eftir af þeirriútsetningu fyrir utan, „Riders on the storm“, hljómaganginn í brúnni fyrir viðlag. Restin er gegnsósa af þeim hljóðheimi sem Pale Moon hefur mótað sér. Textalega þá kannar Nata sinn stundum afkáralega persónuleika og hennar leið til að fást við lífið á oft kaldhæðinslegan og/eða gamansaman hátt,“ segir í tilkynningunni. „Á stundum finnst mér þægilegra að grínast og vera með trúðslæti frekar en að sýna mikla tilfinningasemi eða mína réttu hlið. Segja má að lagið fjalli um hvernig við notum oft grín sem skjöld í „alvarlegum” aðstæðum,” segir Nata kímin. Natalia Sushchenko og Árni Guðjónsson mynda Pale Moon.pale moon „Pale Moon samanstendur af tveim manneskjum. Manneskja A heitir Natalia Sushchenko og er fædd og uppalin í litlum námubæ í miðri Síberíu. Hún hittir manneskju B, Árna Guðjónsson Garðbæing, á Spáni og Pale Moon verður til. Ljóðskáld í hjarta sér, Nata umbreytir upplifunum sínum í texta og laglínur á meðan Árni umbreytir skáldskapnum í tónlist. Af dálæti þeirra af tónlist úr „Sjöunni” og hljóðheim indí hljómsveita okkar tíma, þróa þau sinn stíl í afar fauelsmjúka og notalega átt, þar sem hljóðfæraleikur á áþreifanleg hljóðfæri fær uppreist æru.“ pale moon Pale Moon er ein þeirra íslensku hljómsveita sem mun flytja tónlist sína á ESNS Showcase festival 2022. Pale Moon áttu að stíga á stokk í Gröningen, Hollandi á Júrósónik tónlistarhátíðinni núna í janúar en vegna heimsfaraldurs þá var hátíðin færð á netið alfarið. Fyrir þá sem hafa áhuga þá mun Pale Moon stíga á netstokk föstudaginn 21 .janúar næstkomandi klukkan 21:00 á rás ESNS 02 sem verður aðgengileg á síðu hátíðarinnar esns.nl Tónlist Tengdar fréttir Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust. 19. apríl 2021 14:31 Pale Moon í beinni á Albumm Instagram Íslensk/rússneska tvíeykið Pale Moon er skipað þeim Árna Guðjónssyni og Nataliu Sushchenko. Sveitin verður með tónleika í laugardaginn 20. febrúar klukkan 20 í beinni útsendingu á Instagram reikningi Albumm.is. 18. febrúar 2021 14:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þetta er sjötta lagið sem kemur út af þeirra væntanlegu breiðskífu sem gefin verður út síðar á þessu ári. Sum þeirra laga hafa nú þegar gert það gott á öldum ljósvakans og hafa lögin Stranger, Parachutes og Strange days fengið þó nokkra spilun. „Lagið Clown er sérstætt lag fyrir bandið. Þessi tónsmíð er ein sú framsæknasta og tilraunagjarnasta sem þau hafa leyft sér hingað til. Dáleiðandi brotnu gítarhljómarnir í upphafi lags, seyðandi rödd Nata, draumkenndar áferðir og samhljómurinn eru sem vefnaður af hljóðum sem ofin eru saman í hlýtt og notalegt hljóð-teppi,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Lagið Clown er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum og má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pale Moon - Clown Notum grínið sem skjöld „Fyrsta uppkastið af laginu var innblásið af hljómsveitinni Doors en ekki er mikið eftir af þeirriútsetningu fyrir utan, „Riders on the storm“, hljómaganginn í brúnni fyrir viðlag. Restin er gegnsósa af þeim hljóðheimi sem Pale Moon hefur mótað sér. Textalega þá kannar Nata sinn stundum afkáralega persónuleika og hennar leið til að fást við lífið á oft kaldhæðinslegan og/eða gamansaman hátt,“ segir í tilkynningunni. „Á stundum finnst mér þægilegra að grínast og vera með trúðslæti frekar en að sýna mikla tilfinningasemi eða mína réttu hlið. Segja má að lagið fjalli um hvernig við notum oft grín sem skjöld í „alvarlegum” aðstæðum,” segir Nata kímin. Natalia Sushchenko og Árni Guðjónsson mynda Pale Moon.pale moon „Pale Moon samanstendur af tveim manneskjum. Manneskja A heitir Natalia Sushchenko og er fædd og uppalin í litlum námubæ í miðri Síberíu. Hún hittir manneskju B, Árna Guðjónsson Garðbæing, á Spáni og Pale Moon verður til. Ljóðskáld í hjarta sér, Nata umbreytir upplifunum sínum í texta og laglínur á meðan Árni umbreytir skáldskapnum í tónlist. Af dálæti þeirra af tónlist úr „Sjöunni” og hljóðheim indí hljómsveita okkar tíma, þróa þau sinn stíl í afar fauelsmjúka og notalega átt, þar sem hljóðfæraleikur á áþreifanleg hljóðfæri fær uppreist æru.“ pale moon Pale Moon er ein þeirra íslensku hljómsveita sem mun flytja tónlist sína á ESNS Showcase festival 2022. Pale Moon áttu að stíga á stokk í Gröningen, Hollandi á Júrósónik tónlistarhátíðinni núna í janúar en vegna heimsfaraldurs þá var hátíðin færð á netið alfarið. Fyrir þá sem hafa áhuga þá mun Pale Moon stíga á netstokk föstudaginn 21 .janúar næstkomandi klukkan 21:00 á rás ESNS 02 sem verður aðgengileg á síðu hátíðarinnar esns.nl
Tónlist Tengdar fréttir Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust. 19. apríl 2021 14:31 Pale Moon í beinni á Albumm Instagram Íslensk/rússneska tvíeykið Pale Moon er skipað þeim Árna Guðjónssyni og Nataliu Sushchenko. Sveitin verður með tónleika í laugardaginn 20. febrúar klukkan 20 í beinni útsendingu á Instagram reikningi Albumm.is. 18. febrúar 2021 14:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01
Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust. 19. apríl 2021 14:31
Pale Moon í beinni á Albumm Instagram Íslensk/rússneska tvíeykið Pale Moon er skipað þeim Árna Guðjónssyni og Nataliu Sushchenko. Sveitin verður með tónleika í laugardaginn 20. febrúar klukkan 20 í beinni útsendingu á Instagram reikningi Albumm.is. 18. febrúar 2021 14:30