Nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS í Malaví Heimsljós 7. janúar 2022 09:50 SOS Markmið verkefnisins er meðal annars að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra. Nýtt fjölskyldueflingarverkefni hefst á næstu vikum í Malaví sem fjármagnað er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Markmið fjölskyldueflingar SOS er að forða börnum frá aðskilnaði við bágstadda foreldra og styðja fjölskylduna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Fjölskyldueflingin er í Ngabu í Chikwawa héraði, í suðurhluta Malaví, og nær beint til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem fá ekki grunnþörfum sínum mætt vegna bágra aðstæðna foreldra þeirra eða forráðamanna. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna njóta 15 þúsund skólabörn af 500 heimilum einnig óbeint njóta góðs af verkefninu út árið 2024 því verkefnið mun styðja við afar veikbyggða innviði samfélagsins. „Fjölskyldurnar fá aðstoð í formi menntunar, heilsugæslu, ráðgjafar, barnagæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yfirstíga erfiðleika og lifa betra lífi sem fjölskylda. Foreldrar fá aðstoð til að afla sér tekna og meðal úrræða er að veita þeim vaxtalaus smálán eins og reynst hefur vel í verkefni okkar í Eþíópíu,“ segir Hans Steinar. Í Chikwawa héraði búa um 150 þúsund manns. Um 15% barna undir 18 ára aldri á svæðinu hafa misst báða foreldra og 11% hafa misst annað foreldrið. „Innviðir á svæðinu eru takmarkaðir og til marks um það má nefna að árið 2018 var sjúkdómstíðni 50% og meðalfjöldi nemenda í kennslustund var 107. Brottfall barna í grunnskólum er 3,1%. Þegar foreldrar veikjast geta þeir ekki aflað tekna og börnin hætta því í skóla til að geta aflað tekna fyrir fjölskylduna,“ segir hann. Eftirlit frá Íslandi SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa um langt skeið unnið að undirbúningi þessa verkefnis ásamt heimamönnum í Malaví og álfuskrifstofu SOS í Addis Ababa í Eþíópíu. Verkefnið sjálft er unnið af heimamönnum en mánaðarlegir fjarfundir fara fram með SOS á Íslandi þar sem farið verður yfir framvindu verkefnisins hverju sinni, árangur og áskoranir. Einnig verður farið í eftirlitsferðir á vettvang eftir því sem aðstæður leyfa. „Innanhússþekking okkar og reynsla frá fyrri verkefnum kemur að miklu gagni. SOS á Íslandi fjármagnar annað slíkt verkefni í Eþíópíu með góðum árangri og hefur aukinheldur haldið upp slíkum verkefnum í Venesúela, Gínea Bissá og á Filippseyjum,“ segir Hans Steinar. Verkefnið í Malaví er til fjögurra ára og er heildarkostnaður þess er um 125 milljónir króna. Almenningur getur tekið þátt í að styrkja fjölskyldueflinguna með því að gerast SOS-fjölskylduvinur og greiða mánaðarlegt framlag að eigin vali. SOS-fjölskylduvinir fá reglulega fréttir af gangi mála á verkefnasvæðunum okkar í fjölskyldueflingunni. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Malaví frá árinu 1986 og reka þar fjögur barnaþorp og sjá hundruð munaðarlausra og yfirgefinna barna fyrir fjölskyldum og heimilum. Samtökin hafa unnið mörg sambærileg fjölskyldueflingarverkefni með góðum árangri í Ngabu frá 2016. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Malaví Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent
Nýtt fjölskyldueflingarverkefni hefst á næstu vikum í Malaví sem fjármagnað er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Markmið fjölskyldueflingar SOS er að forða börnum frá aðskilnaði við bágstadda foreldra og styðja fjölskylduna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Fjölskyldueflingin er í Ngabu í Chikwawa héraði, í suðurhluta Malaví, og nær beint til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem fá ekki grunnþörfum sínum mætt vegna bágra aðstæðna foreldra þeirra eða forráðamanna. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna njóta 15 þúsund skólabörn af 500 heimilum einnig óbeint njóta góðs af verkefninu út árið 2024 því verkefnið mun styðja við afar veikbyggða innviði samfélagsins. „Fjölskyldurnar fá aðstoð í formi menntunar, heilsugæslu, ráðgjafar, barnagæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yfirstíga erfiðleika og lifa betra lífi sem fjölskylda. Foreldrar fá aðstoð til að afla sér tekna og meðal úrræða er að veita þeim vaxtalaus smálán eins og reynst hefur vel í verkefni okkar í Eþíópíu,“ segir Hans Steinar. Í Chikwawa héraði búa um 150 þúsund manns. Um 15% barna undir 18 ára aldri á svæðinu hafa misst báða foreldra og 11% hafa misst annað foreldrið. „Innviðir á svæðinu eru takmarkaðir og til marks um það má nefna að árið 2018 var sjúkdómstíðni 50% og meðalfjöldi nemenda í kennslustund var 107. Brottfall barna í grunnskólum er 3,1%. Þegar foreldrar veikjast geta þeir ekki aflað tekna og börnin hætta því í skóla til að geta aflað tekna fyrir fjölskylduna,“ segir hann. Eftirlit frá Íslandi SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa um langt skeið unnið að undirbúningi þessa verkefnis ásamt heimamönnum í Malaví og álfuskrifstofu SOS í Addis Ababa í Eþíópíu. Verkefnið sjálft er unnið af heimamönnum en mánaðarlegir fjarfundir fara fram með SOS á Íslandi þar sem farið verður yfir framvindu verkefnisins hverju sinni, árangur og áskoranir. Einnig verður farið í eftirlitsferðir á vettvang eftir því sem aðstæður leyfa. „Innanhússþekking okkar og reynsla frá fyrri verkefnum kemur að miklu gagni. SOS á Íslandi fjármagnar annað slíkt verkefni í Eþíópíu með góðum árangri og hefur aukinheldur haldið upp slíkum verkefnum í Venesúela, Gínea Bissá og á Filippseyjum,“ segir Hans Steinar. Verkefnið í Malaví er til fjögurra ára og er heildarkostnaður þess er um 125 milljónir króna. Almenningur getur tekið þátt í að styrkja fjölskyldueflinguna með því að gerast SOS-fjölskylduvinur og greiða mánaðarlegt framlag að eigin vali. SOS-fjölskylduvinir fá reglulega fréttir af gangi mála á verkefnasvæðunum okkar í fjölskyldueflingunni. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Malaví frá árinu 1986 og reka þar fjögur barnaþorp og sjá hundruð munaðarlausra og yfirgefinna barna fyrir fjölskyldum og heimilum. Samtökin hafa unnið mörg sambærileg fjölskyldueflingarverkefni með góðum árangri í Ngabu frá 2016. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Malaví Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent