Stríðsátök og þurrkar ógna lífi milljóna í Eþíópíu Heimsljós 6. janúar 2022 14:00 IRC Grafalvarlegt ástand er í Eþíópíu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa. Eþíópía er það land í heiminum þar sem þörf fyrir mannúðaraðstoð verður hvað mest í heiminum á þessu ári, að Afganistan undanskildu. Alþjóðlega björgunarnefndin – International Rescue Committe – birti í gær umfjöllun um grafalvarlegt ástand í landinu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa. Rúmt ár er liðið frá því blóðug stríðsátök hófust í nyrsta héraði landsins, Tigray héraði, milli stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray með tilheyrandi mannfalli og flótta rúmlega tveggja milljóna manna. Að mati Sameinuðu þjóðanna hangir líf 5,5 milljóna íbúa á bláþræði vegna matarskorts. Tugþúsundir íbúa hafa flúið yfir til Súdan og átökin hafa breiðst út til héraðanna Amhara og Afar þar sem 450 þúsund íbúar eru á hrakhólum. Áhrif loftslagsbreytinga hafa sett líf fólks úr skorðum í suðurhluta landsins. „Við ferðumst langan veg til að sækja vatn sem er erfitt þegar hungrið sverfur að,“ segir Fatima, átta barna móðir sem missti lífsviðurværi sitt í þurrkum í Somali héraði. Í suðurhluta Eþíópíu eru að sögn OCHA – samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum – að minnsta átta milljónir íbúa sem þurfa á lífsbjargandi aðstoð að halda á árinu. Þurrkarnir í sunnan og austanverðu landinu, í landbúnaðarhéruðunum Somali, Austur- og Suður-Oromia, hafa þegar haft hræðileg áhrif á líf bænda sem horfa fram á uppskerubrest vegna þurrka þriðja regntímabilið í röð. OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Eþíópía Þróunarsamvinna Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður
Eþíópía er það land í heiminum þar sem þörf fyrir mannúðaraðstoð verður hvað mest í heiminum á þessu ári, að Afganistan undanskildu. Alþjóðlega björgunarnefndin – International Rescue Committe – birti í gær umfjöllun um grafalvarlegt ástand í landinu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa. Rúmt ár er liðið frá því blóðug stríðsátök hófust í nyrsta héraði landsins, Tigray héraði, milli stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray með tilheyrandi mannfalli og flótta rúmlega tveggja milljóna manna. Að mati Sameinuðu þjóðanna hangir líf 5,5 milljóna íbúa á bláþræði vegna matarskorts. Tugþúsundir íbúa hafa flúið yfir til Súdan og átökin hafa breiðst út til héraðanna Amhara og Afar þar sem 450 þúsund íbúar eru á hrakhólum. Áhrif loftslagsbreytinga hafa sett líf fólks úr skorðum í suðurhluta landsins. „Við ferðumst langan veg til að sækja vatn sem er erfitt þegar hungrið sverfur að,“ segir Fatima, átta barna móðir sem missti lífsviðurværi sitt í þurrkum í Somali héraði. Í suðurhluta Eþíópíu eru að sögn OCHA – samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum – að minnsta átta milljónir íbúa sem þurfa á lífsbjargandi aðstoð að halda á árinu. Þurrkarnir í sunnan og austanverðu landinu, í landbúnaðarhéruðunum Somali, Austur- og Suður-Oromia, hafa þegar haft hræðileg áhrif á líf bænda sem horfa fram á uppskerubrest vegna þurrka þriðja regntímabilið í röð. OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Eþíópía Þróunarsamvinna Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður