Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. desember 2021 12:00 Síðasti dagur ársins. Samsett Það er nú ekkert nema eðlilegt að vera nokkuð meyr yfir hátíðirnar þegar maður gefur gjafir og tekur við gjöfum frá þeim sem eru manni kærir, lítur yfir farin veg og lætur sig hlakka til komandi stunda á nýju ári. Þar sem við Íslendingar eigum nóg til af fantaflottum konum tókum við nokkrar tali og fengum að vita hvað þær fengu í jólagjöf og hvers þær hlakka til að takast á við árið 2022. Hildur Leifsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Mörkinni lögmannsstofu Hildur Leifsdóttir „Fallegasta jólagjöfin sem ég fékk var frá Tomma, manninum mínum, en hún var listaverk eftir Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur, gömlum nágranna okkar á Miðstræti. Eins fékk ég frá Tomma listaverkabók Tómasar Jónssonar, mannsins hennar Þórunnar, en bókin er einmitt um listakonuna. Ótrúlegt alveg hreint hvað karlmenn sem heita Tómas virðast bera höfuð og herðar yfir aðra menn þegar kemur að rómantík.“ „Hvað komandi ár varðar þá ætla ég að byrja það með stæl á Ísafirði þar sem við vinkonurnar æfum okkur í að vera miðaldra með andlegri djúpnæringu og slípun á gönguskíðafærni. Allra, allra, allra langmest hlakka ég til að flytja í nýja gamla húsið okkar sem við höfum verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár. Við iðum í skinninu alveg hreint að koma okkur fyrir á framtíðarheimilinu og skjóta rótum í nýju hverfi. Þar sem að í mínum talnabrenglaða huga boða bara sléttar tölur gott er gefið að 2022 verður betra en fyrirrennari þess og er ég því viss um að árið færi okkur fjölskyldunni mikið af skemmtilegu brasi með okkar allra besta fólki.“ Hildur Birna Gunnarsdóttir, verkstjóri hjá Ólafi Gíslasyni og Co. og uppistandari Hildur Birna „Allra fallegasta gjöfin sem ég fékk í ár var glænýr frændi, hann Tumi litli, það sem ein lítil manneskja getur verið velkomin í þennan oft furðulega heim. Hvað veraldlega jólagjöf varðar þá held ég að það hafi verið gjöfin sem ég gaf sjálfri mér – afskaplega smart og grátt slökkvitæki sem ég keypti í vinnunni. Hver segir að slökkvitæki þurfi að vera ljót? Ekki ég.“ „Árið 2022 leggt annars virkilega vel í mig og ég er svo spennt að fá að höndla hamingjuna á nýju ári...því hamingjan er jú hér hjá mér. Svo er ég rosalega til í að fá að skemmta fólki í raunheimum og mikið held ég að allir verði sjúkir í gott uppistand 2022.“ Kolbrún Pálina Helgadóttir, framleiðslustjóri heilsu- og íþróttasviðs Icepharma Kolbrún Pálína „Mér finnst dásamlegt að fá gjafir sem auka lífsgæðin innan veggja heimilisins þar sem lífið fer að mestum hluta fram þar og hefur gert lengi. Börnin mín gáfu mér til að mynda geggjaða æfingadýnu og nýja nuddbolta sem nýtist vel til að hlúa að heilsunni, en einn nuddbolti getur gert kraftaverk fyrir kroppinn og það er hægt að hafa hann alltaf með í för.“ „Ég fékk líka nýja sæng að gjöf þannig að ég á auðveldlega eftir að geta hlýjað mér eftir allar göngurnar sem ég ætla að fara í með mínu besta fólki á nýju ári. Ég er gjörsamlega kolfallin eftir að hafa gengið á Grænahrygg og fleiri fallegar leiðir á líðandi ári.“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir, leikkona og einn höfunda Áramótaskaupsins 2021 Katla Margrét „Vá ég fékk svo margt fallegt og nytsamlegt, en ætli ég velji ekki bara það hlýjasta, sem var stór og þykk prjónapeysa. Hún á eftir að koma sér vel í dag, á morgun og líklega flesta daga á óútreiknanlega landinu okkar.“ „2022 er ég nokkuð viss um að verði árið okkar allra og ég hlakka mikið til að mæta aftur í leikhúsið og krossa fingur að við getum unnið skapandi starf þrátt fyrir aðstæður – sem vonandi fara batnandi.“ Hugrún Halldórsdóttir dagskrárgerðarkona Hugrún Halldórsdóttir „Þegar stórt er spurt er stundum slatti um svör en ætli ég leyfi mér ekki bara að nefna inniskónna sem ég fékk í jólagjöf sem heita því mjög svo viðeigandi nafni Stormur. Sú gjöf kom sér virkilega vel þar sem að hundurinn minn, hún Freyja, át mína fyrri og það var alveg ágætis högg því ég notaði þá mikið og kannski meira en góðu hófi gegnir út af svolitlu sem við könnumst öll við.“ „Ég er bjartsýn að eðlisfari og sé fram á skemmtilegt ár 2022 og meðal annars er systir mín að fara að eignast sitt annað barn, en þau fjölskyldan eru núna búsett í Taílandi, svo ég neyðist líklega til þess að gera mér ferð þangað í knús. Mér leiðist það ekki.“ Saga Sigurðardóttir, listamaður og ljósmyndari Saga Sigurðardóttir „Ég elska að fá bækur að gjöf og er því alltaf mjög glöð þegar ég fæ fullt af bókum og núna fékk ég til dæmis nýju bókina hennar Kristínar Ómars og Tsjernobyl-bænina frá Angústúru. Svo fékk ég yogadýnu sem ég ætla að nota daglega á nýju ári, eyrnalokka frá Orrafinn, en það sem var óvæntast og skemmtilegast var að ég fékk einn flugtíma að gjöf! Mamma gaf mér svo fallegasta heklaða teppi sem ég hef séð – svo mikið listaverk.“ „Komandi ár verður vonandi ár ferðalaga en mig dreymir um að heimsæja vini í Japan og fara til Parísar, London og Balí. Ég gleðst líka yfir því að nú tekur daginn að lengja og ég hlakka til að mála og skapa.“ Aldís Amah Hamilton leikkona Aldís Amah Hamilton leikkona „Fallegasta gjöfin var jólastjarnan sem kær vinur gaf mér. Án þess að hann vissi þá var ég nýbúin að tala um jólatré foreldra minna og hversu mikið ég vildi að stjarnan sem ég myndi setja á mitt tré hefði einhvern persónulegan uppruna. Hann las greinilega hugsanir mínar.“ „Árið 2022 er ég mest spennt fyrir að upplifa sól og sumar á ný en mér fannst ekkert verða úr þessu síðasta sumri hérlendis svo ég tel mig eiga það inni. Vegas með vinkonum er á dagskránni og svo ætla ég að heimsækja pabba minn í LA í fyrsta sinn svo það bíða mín alls konar ævintýri.“ Guðrún Sólonsdóttir eigandi Seimei Guðrún Sólonsdóttir „Fallegasta jólagjöfin sem ég fékk þetta árið var sængurver. Einföld og falleg gjöf með mikið notagildi. Mér þykir einmitt alltaf gaman að fá fallega heimilismuni enda áhugamál mitt og auðvitað atvinna og því er mér ljúft og skylt að fylgjast vel með í þeim bransanum.“ „Ég er alltaf spennt fyrir nýju ári, held alltaf að eitthvað stórkostlega skemmtilegt muni gerast, sem blessunarlega gerist svo yfirleitt. En árið 2022 verður gamalt fiskvinnsluhùs sem við hjónin keyptum í Mjóafirði klárað að utan og ég er ótrúlega spennt að sjá útkomuna. Teikningar frá Yrki arkitektum lofa góðu og það verður gaman að sjá þennan draum verða að veruleika.“ Jól Áramót Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Þar sem við Íslendingar eigum nóg til af fantaflottum konum tókum við nokkrar tali og fengum að vita hvað þær fengu í jólagjöf og hvers þær hlakka til að takast á við árið 2022. Hildur Leifsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Mörkinni lögmannsstofu Hildur Leifsdóttir „Fallegasta jólagjöfin sem ég fékk var frá Tomma, manninum mínum, en hún var listaverk eftir Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur, gömlum nágranna okkar á Miðstræti. Eins fékk ég frá Tomma listaverkabók Tómasar Jónssonar, mannsins hennar Þórunnar, en bókin er einmitt um listakonuna. Ótrúlegt alveg hreint hvað karlmenn sem heita Tómas virðast bera höfuð og herðar yfir aðra menn þegar kemur að rómantík.“ „Hvað komandi ár varðar þá ætla ég að byrja það með stæl á Ísafirði þar sem við vinkonurnar æfum okkur í að vera miðaldra með andlegri djúpnæringu og slípun á gönguskíðafærni. Allra, allra, allra langmest hlakka ég til að flytja í nýja gamla húsið okkar sem við höfum verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár. Við iðum í skinninu alveg hreint að koma okkur fyrir á framtíðarheimilinu og skjóta rótum í nýju hverfi. Þar sem að í mínum talnabrenglaða huga boða bara sléttar tölur gott er gefið að 2022 verður betra en fyrirrennari þess og er ég því viss um að árið færi okkur fjölskyldunni mikið af skemmtilegu brasi með okkar allra besta fólki.“ Hildur Birna Gunnarsdóttir, verkstjóri hjá Ólafi Gíslasyni og Co. og uppistandari Hildur Birna „Allra fallegasta gjöfin sem ég fékk í ár var glænýr frændi, hann Tumi litli, það sem ein lítil manneskja getur verið velkomin í þennan oft furðulega heim. Hvað veraldlega jólagjöf varðar þá held ég að það hafi verið gjöfin sem ég gaf sjálfri mér – afskaplega smart og grátt slökkvitæki sem ég keypti í vinnunni. Hver segir að slökkvitæki þurfi að vera ljót? Ekki ég.“ „Árið 2022 leggt annars virkilega vel í mig og ég er svo spennt að fá að höndla hamingjuna á nýju ári...því hamingjan er jú hér hjá mér. Svo er ég rosalega til í að fá að skemmta fólki í raunheimum og mikið held ég að allir verði sjúkir í gott uppistand 2022.“ Kolbrún Pálina Helgadóttir, framleiðslustjóri heilsu- og íþróttasviðs Icepharma Kolbrún Pálína „Mér finnst dásamlegt að fá gjafir sem auka lífsgæðin innan veggja heimilisins þar sem lífið fer að mestum hluta fram þar og hefur gert lengi. Börnin mín gáfu mér til að mynda geggjaða æfingadýnu og nýja nuddbolta sem nýtist vel til að hlúa að heilsunni, en einn nuddbolti getur gert kraftaverk fyrir kroppinn og það er hægt að hafa hann alltaf með í för.“ „Ég fékk líka nýja sæng að gjöf þannig að ég á auðveldlega eftir að geta hlýjað mér eftir allar göngurnar sem ég ætla að fara í með mínu besta fólki á nýju ári. Ég er gjörsamlega kolfallin eftir að hafa gengið á Grænahrygg og fleiri fallegar leiðir á líðandi ári.“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir, leikkona og einn höfunda Áramótaskaupsins 2021 Katla Margrét „Vá ég fékk svo margt fallegt og nytsamlegt, en ætli ég velji ekki bara það hlýjasta, sem var stór og þykk prjónapeysa. Hún á eftir að koma sér vel í dag, á morgun og líklega flesta daga á óútreiknanlega landinu okkar.“ „2022 er ég nokkuð viss um að verði árið okkar allra og ég hlakka mikið til að mæta aftur í leikhúsið og krossa fingur að við getum unnið skapandi starf þrátt fyrir aðstæður – sem vonandi fara batnandi.“ Hugrún Halldórsdóttir dagskrárgerðarkona Hugrún Halldórsdóttir „Þegar stórt er spurt er stundum slatti um svör en ætli ég leyfi mér ekki bara að nefna inniskónna sem ég fékk í jólagjöf sem heita því mjög svo viðeigandi nafni Stormur. Sú gjöf kom sér virkilega vel þar sem að hundurinn minn, hún Freyja, át mína fyrri og það var alveg ágætis högg því ég notaði þá mikið og kannski meira en góðu hófi gegnir út af svolitlu sem við könnumst öll við.“ „Ég er bjartsýn að eðlisfari og sé fram á skemmtilegt ár 2022 og meðal annars er systir mín að fara að eignast sitt annað barn, en þau fjölskyldan eru núna búsett í Taílandi, svo ég neyðist líklega til þess að gera mér ferð þangað í knús. Mér leiðist það ekki.“ Saga Sigurðardóttir, listamaður og ljósmyndari Saga Sigurðardóttir „Ég elska að fá bækur að gjöf og er því alltaf mjög glöð þegar ég fæ fullt af bókum og núna fékk ég til dæmis nýju bókina hennar Kristínar Ómars og Tsjernobyl-bænina frá Angústúru. Svo fékk ég yogadýnu sem ég ætla að nota daglega á nýju ári, eyrnalokka frá Orrafinn, en það sem var óvæntast og skemmtilegast var að ég fékk einn flugtíma að gjöf! Mamma gaf mér svo fallegasta heklaða teppi sem ég hef séð – svo mikið listaverk.“ „Komandi ár verður vonandi ár ferðalaga en mig dreymir um að heimsæja vini í Japan og fara til Parísar, London og Balí. Ég gleðst líka yfir því að nú tekur daginn að lengja og ég hlakka til að mála og skapa.“ Aldís Amah Hamilton leikkona Aldís Amah Hamilton leikkona „Fallegasta gjöfin var jólastjarnan sem kær vinur gaf mér. Án þess að hann vissi þá var ég nýbúin að tala um jólatré foreldra minna og hversu mikið ég vildi að stjarnan sem ég myndi setja á mitt tré hefði einhvern persónulegan uppruna. Hann las greinilega hugsanir mínar.“ „Árið 2022 er ég mest spennt fyrir að upplifa sól og sumar á ný en mér fannst ekkert verða úr þessu síðasta sumri hérlendis svo ég tel mig eiga það inni. Vegas með vinkonum er á dagskránni og svo ætla ég að heimsækja pabba minn í LA í fyrsta sinn svo það bíða mín alls konar ævintýri.“ Guðrún Sólonsdóttir eigandi Seimei Guðrún Sólonsdóttir „Fallegasta jólagjöfin sem ég fékk þetta árið var sængurver. Einföld og falleg gjöf með mikið notagildi. Mér þykir einmitt alltaf gaman að fá fallega heimilismuni enda áhugamál mitt og auðvitað atvinna og því er mér ljúft og skylt að fylgjast vel með í þeim bransanum.“ „Ég er alltaf spennt fyrir nýju ári, held alltaf að eitthvað stórkostlega skemmtilegt muni gerast, sem blessunarlega gerist svo yfirleitt. En árið 2022 verður gamalt fiskvinnsluhùs sem við hjónin keyptum í Mjóafirði klárað að utan og ég er ótrúlega spennt að sjá útkomuna. Teikningar frá Yrki arkitektum lofa góðu og það verður gaman að sjá þennan draum verða að veruleika.“
Jól Áramót Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira