Stuttmynd byggð á plötu Memfismafíunnar Ritstjórn Albúmm.is skrifar 26. desember 2021 19:01 Sumarið 2020 stóð framleiðslufélagið Helluland fyrir tökum stuttmyndar sem þau höfðu verið að vinna að frá því í byrjun árs. […] Þetta er stærsta verkefnið sem Helluland hefur tekið að sér hingað til og fór gríðarlegur tími og undirbúningur í þessa mynd. Þetta er fyrsta barnamynd Hellulands og er bókað að þessi stuttmynd verði algjör gleðisprengja. Myndin er byggð á plötu Memfismafíunnar, Diskóeyjunni. Eftirvæntingin hefur verið gríðarleg og hefur myndin fengið mikil lof. Hreppti myndin áhorfendaverðlaun á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, þar sem hún var frumsýnd núna í mars 2021. Myndin fjallar um systkinin Daníel og Rut sem send eru á Diskóeyju til þess að fara í skóla. Skólinn þar er allt öðruvísi en það sem þau hafa kynnst áður. Þegar einhver vill fá að loka niður skólanum fyrir fullt og allt þurfa allir að vinna í lausnum til þess að halda skólanum opnum. Framleiðslufélagið Helluland samanstendur af skemmtilegu og metnaðarfullu ungu fólki sem hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og öðru skemmtilegu. Umrædd mynd var framleidd af Brynjari Leó Hreiðarssyni, Camillu Hjördísi Samúelsdóttur, Einari Karli Péturssyni, Gabríel Elí Jóhannssyni og Úlfi Arnalds og leikstýrð af Gabríel Elí Jóhannssyni. Helluland hefur gert önnur spennandi verkefni, þar á meðal tvær verðlaunastuttmyndir Fastir í fyrsta gír og Gleðipakkinn. Báðar unnu áhorfendaverðlaun KHF en seinni hreppti einnig verðlaun bestu mynd hátíðarinnar. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið
Þetta er stærsta verkefnið sem Helluland hefur tekið að sér hingað til og fór gríðarlegur tími og undirbúningur í þessa mynd. Þetta er fyrsta barnamynd Hellulands og er bókað að þessi stuttmynd verði algjör gleðisprengja. Myndin er byggð á plötu Memfismafíunnar, Diskóeyjunni. Eftirvæntingin hefur verið gríðarleg og hefur myndin fengið mikil lof. Hreppti myndin áhorfendaverðlaun á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, þar sem hún var frumsýnd núna í mars 2021. Myndin fjallar um systkinin Daníel og Rut sem send eru á Diskóeyju til þess að fara í skóla. Skólinn þar er allt öðruvísi en það sem þau hafa kynnst áður. Þegar einhver vill fá að loka niður skólanum fyrir fullt og allt þurfa allir að vinna í lausnum til þess að halda skólanum opnum. Framleiðslufélagið Helluland samanstendur af skemmtilegu og metnaðarfullu ungu fólki sem hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og öðru skemmtilegu. Umrædd mynd var framleidd af Brynjari Leó Hreiðarssyni, Camillu Hjördísi Samúelsdóttur, Einari Karli Péturssyni, Gabríel Elí Jóhannssyni og Úlfi Arnalds og leikstýrð af Gabríel Elí Jóhannssyni. Helluland hefur gert önnur spennandi verkefni, þar á meðal tvær verðlaunastuttmyndir Fastir í fyrsta gír og Gleðipakkinn. Báðar unnu áhorfendaverðlaun KHF en seinni hreppti einnig verðlaun bestu mynd hátíðarinnar. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið