Veður

Rauð jól í kortunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rauð jól eru í kortunum.
Rauð jól eru í kortunum. Vísir/vilhelm

Enn er útlit fyrir að jólin verði rauð þetta árið. Búast má við mildu veðri næstu daga en þó mun kólna í veðri þegar líður á vikuna. 

Háþrýstisvæði er yfir Bretlandseyjum núna og teygir það anga sína alla leið hingað til Íslands. Hæðin gerir það að verkum að mildara veður er yfir landinu en gengur og gerist á þessum árstíma og hefur hitastigið á höfuðborgarsvæðinu til dæmis varla farið yfir frostmark síðustu daga.

Um helgina verður suðlæg átt og hlýtt veður yfir landinu öllu með dálítilli úrkomu hér og þar. Útlit er fyrir að þetta muni ekki breytast fyrir jól.

„Í stórum dráttum heldur þetta áfram næstu daga. Það er svolítið úrkomumeira vestantil á morgun,“ segir Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Þó er útlit fyrir að það kólni í veðri þegar líður á vikuna, þó ekki mikið.

En það er ennþá útlit fyrir að verði rauð jól?

„Já, einmitt. Ég geri ekki ráð fyrir að það verði mikil snjókoma,“ segir Marcel.


Tengdar fréttir

Milt veður um land allt

Mild suðlæg átt er á landinu í dga, skýjað og smá væta með köflum en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi upp úr hádegi. Hiti verður á bilinu núll til átta stig en mildast sunnan- og vestanlands. 

Heyrir til tíðinda að enginn við­vörunar­borði sé á vef Veður­stofunnar

Enginn viðvörunarborði vegna óvissustigs eða veðurviðvarana er á vef Veðurstofunnar, í fyrsta sinn í rúmt ár, eftir að óvissustigi var aflétt á Seyðisfirði og hætti að gjósa í Geldingadölum. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir það heyra til tíðinda að engar viðvaranir séu uppi. 

Líklegt að vorveður verði á rauðum jólum

Talsverðar líkur eru á því að vorveður verði yfir landinu öllu í næstu viku og fram yfir jól. Nær öruggt er í það minnsta að enginn snjór muni falla þessi jól. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×