Þættirnir um Geralt, með Henry Cavill í aðahlutverki, byggja á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski. Vinsælir tölvuleikir hafa einnig verið gerður upp úr bókunum en í þessum söguheimi skullu nokkrar saman með þeim afleiðingum að allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum.
Witcher er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli.
Önnur þáttaröð þáttanna var frumsýnd á Netflix í dag og fólk sem horfði á þá alla komst að því að eftir áttunda og síðasta þátt þáttaraðarinnar mátti finna fyrstu stiklu Witcher: Blood Origin.
Sjá einnig: Witcher-leikarar skelltu sér í Jökulsárlón
Blood Origin munu gerast um 1.200 árum fyrir sögur Sapkowski og fjalla um uppruna þessara stríðsmanna og það þegar víddirnar skullu saman.
Stikluna má sjá hér að neðan.
A teaser has been released for The Witcher: Blood Origin pic.twitter.com/IaDXWtGcVs
— r/NetflixWitcher (@netflixwitcher) December 17, 2021
Netflix birti fyrir tveimur mánuðum myndband þar sem Declan De Barra, fosvarsmaður Blood Origin stiklaði á stóru yfir tökurnar og sagði meðal annars Ísland „epískt“.