Bíó og sjónvarp

Ísland í aðalhlutverki í fyrstu stiklu Witcher: Blood Origin

Samúel Karl Ólason skrifar
FotoJet

Netflix laumaði fyrstu stiklu þáttanna Witcher: Blood Origin í lok síðasta þáttar annarar þáttaraðar af þáttunum Witcher. Blood Origin voru að hluta til teknir upp hér á landi og Ísland er mjög fyrirferðarmikið í stiklunni.

Þættirnir um Geralt, með Henry Cavill í aðahlutverki, byggja á bókum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski. Vinsælir tölvuleikir  hafa einnig verið gerður upp úr bókunum en í þessum söguheimi skullu nokkrar saman með þeim afleiðingum að allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum.

Witcher er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli.

Önnur þáttaröð þáttanna var frumsýnd á Netflix í dag og fólk sem horfði á þá alla komst að því að eftir áttunda og síðasta þátt þáttaraðarinnar mátti finna fyrstu stiklu Witcher: Blood Origin.

Sjá einnig: Witcher-leikarar skelltu sér í Jökulsárlón

Blood Origin munu gerast um 1.200 árum fyrir sögur Sapkowski og fjalla um uppruna þessara stríðsmanna og það þegar víddirnar skullu saman.

Stikluna má sjá hér að neðan.

Netflix birti fyrir tveimur mánuðum myndband þar sem Declan De Barra, fosvarsmaður Blood Origin stiklaði á stóru yfir tökurnar og sagði meðal annars Ísland „epískt“.


Tengdar fréttir

Witcher-leikarar skelltu sér í Jökulsárlón

Leikararnir í Witcher: Blood Origins, sem verið er að taka upp á Suðausturlandi, skelltu sér í Jökulsárlón um helgina. Þá eru tökur fyrir Netflix-þættina sagðar eiga að færast í víkingaþorpið milli Hafnar og Víkur sem byggt var árið 2010.

Michelle Yeoh spókar sig um á Íslandi

Tökur fyrir Netflix-þættina Witcher: Blood Origin hófust hér á landi í dag. Leikarar og aðrir sem koma að þáttunum, þar á meðal leikkonan Michelle Yeoh, hafa birt fjölda mynda frá Íslandi á samfélagmiðlum sínum.

Witcher-leikarar komnir til landsins

Tökur fyrir nýja þáttaröð í söguheimi Witcher fara fram á Íslandi um þessar mundir. Þættirnir, sem eru á vegum Netflix, kallast Witcher: Blood Origin og gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×