Alltaf verið skotin í níunda áratugnum Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2021 18:01 DJ Katla er annar plötusnúða mánaðarins í PartyZone. Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Farin var sú leið að velja tvo plötusnúða fyrir desembermánuð. Sá fyrri er DJ Katla og sá seinni er DJ Danni. „Dj Katla hefur verið meðal heitustu snúða bæjarins síðustu misseri og hefur komið fram í þættinum nokkrum sinnum. Hún kemur reglulega fram á stöðum eins og Kaffibarnum, Röntgen og Kex. Hún var til að mynda á bak við spilarana í Áramótabombu PartyZone 2019 ásamt Andrési Nielsen sem vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna þáttarins. Alltaf verið skotin í níunda áratugnum „Það vottar fyrir 80’s elementum í þessu mixi. Í einhverjum lögum er það söngurinn, öðrum uppbygging, hljóðheimur eða eitthvað annað óskilgreint,“ segir Katla um þáttinn. „Ég hef alltaf verið mjög skotin í níunda áratugnum, tónlistinni. Það voru svo margar stefnur að springa út á þessum tíma og mótast, aðrar að verða til eða finna sér farveg. Annars finnst mér auðvitað hver áratugur í tónlistarsögunni eiga sinn sjarma, toppa og botna.“ Klippa: DJ Katla plötusnúður mánaðarins - Party Zone „Þetta mix er líka hálfskrýtin samsuða af hluta af þeirri tónlist sem ég er búin að kaupa það sem af er þessum mánuði. Ég á eftir að melta sum af þessum lögum betur. Það er til dæmis eitt lag þarna með rússneska dúóinu Love Object sem heitir Robot og minnir óneitanlega á lag með þýsku hljómsveitinni Kraftwerk. Ég get ómögulega áttað mig almennilega á því hvað mér finnst um það. Svona í heild eru í mixinu áberandi dáldið draumkenndar kvenraddir, synthar og þungur bassi." Katla segir aðstæður tónlistarútgáfu hafa breyst mikið. „Í gegnum tíðina hefur útgefin tónlist verið það sem einhver taldi sig geta grætt pening á. Í dag er auðveldara að gefa út og í rauninni getur hver sem er gert það. Þú þarft ekki plötusamning, þú þarft ekki að bera framleiðslukostnað af vöru og það þarf í rauninni enginn annar að hafa trú á því sem þú ert að gera. Þú getur þessvegna bara exportað hljóðskrá í tölvunni þinni og hent henni út í kosmósið. Þetta þýðir líka að starf útgefenda getur verið mun áhættuminna. Þar af leiðandi er útgáfa í gegnum misþekktar stafrænar leiðir eða einkaaðila orðin gríðarlega mikil. “ Lagalistinn - DJ Katla í PartyZone Bicep - Apricots Chromatics - Teacher Shadowlark - Come Around Here (Hardway Bros Remix) Undo - Just One Day &ME, Rampa, Adam Port, Kleinemusik, Sofie - Discoteca Sally Shapiro - Fading Away (Instrumental) Love Object - Robot Chromatics - Shadow (Maceo Plex Remix) Dlina Volny - Tomorrow Steve Pepe - Il Diavolo (Eva Geist Remix) Black Devil Disco Club - Berliner Atoll (Pye Corner Audio Remix) Faithless - Insomnia 2021 (Epic Mix) Ramexes - Main Theme (The Shining) Sally Shapiro - Holiday Óskalagakvöld orðin Þorláksmessuhefð „Ég verð með Óskalagaþorlák á KEX Hostel ásamt Andrési Nielsen þann 23. desember næstkomandi. Óskalagakvöldin eru orðin hálfgerð Þorláksmessuhefð hjá mér. Hugmyndin er að gestir mæti með vínylplötu með sér og fái spilað óskalag af henni. Þetta er eina kvöld ársins sem ég tek skilyrðislaust við óskalögum og ég spila hvað sem er svo lengi sem fólk hefur fyrir því að mæta með plötuna með sér. Einhverntímann spilaði ég hluta af upplestri úr barnabók á miðju kvöldi, þeim útúrdúr var bara mjög vel tekið. Annars hef ég líka leyft fólki að gramsa í mínum plötum og velja sér eitthvað þar. Ég hélt fyrsta Óskalagakvöldið árið 2013, þannig að það fer að styttast í tíu ára afmælið." PartyZone Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Farin var sú leið að velja tvo plötusnúða fyrir desembermánuð. Sá fyrri er DJ Katla og sá seinni er DJ Danni. „Dj Katla hefur verið meðal heitustu snúða bæjarins síðustu misseri og hefur komið fram í þættinum nokkrum sinnum. Hún kemur reglulega fram á stöðum eins og Kaffibarnum, Röntgen og Kex. Hún var til að mynda á bak við spilarana í Áramótabombu PartyZone 2019 ásamt Andrési Nielsen sem vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna þáttarins. Alltaf verið skotin í níunda áratugnum „Það vottar fyrir 80’s elementum í þessu mixi. Í einhverjum lögum er það söngurinn, öðrum uppbygging, hljóðheimur eða eitthvað annað óskilgreint,“ segir Katla um þáttinn. „Ég hef alltaf verið mjög skotin í níunda áratugnum, tónlistinni. Það voru svo margar stefnur að springa út á þessum tíma og mótast, aðrar að verða til eða finna sér farveg. Annars finnst mér auðvitað hver áratugur í tónlistarsögunni eiga sinn sjarma, toppa og botna.“ Klippa: DJ Katla plötusnúður mánaðarins - Party Zone „Þetta mix er líka hálfskrýtin samsuða af hluta af þeirri tónlist sem ég er búin að kaupa það sem af er þessum mánuði. Ég á eftir að melta sum af þessum lögum betur. Það er til dæmis eitt lag þarna með rússneska dúóinu Love Object sem heitir Robot og minnir óneitanlega á lag með þýsku hljómsveitinni Kraftwerk. Ég get ómögulega áttað mig almennilega á því hvað mér finnst um það. Svona í heild eru í mixinu áberandi dáldið draumkenndar kvenraddir, synthar og þungur bassi." Katla segir aðstæður tónlistarútgáfu hafa breyst mikið. „Í gegnum tíðina hefur útgefin tónlist verið það sem einhver taldi sig geta grætt pening á. Í dag er auðveldara að gefa út og í rauninni getur hver sem er gert það. Þú þarft ekki plötusamning, þú þarft ekki að bera framleiðslukostnað af vöru og það þarf í rauninni enginn annar að hafa trú á því sem þú ert að gera. Þú getur þessvegna bara exportað hljóðskrá í tölvunni þinni og hent henni út í kosmósið. Þetta þýðir líka að starf útgefenda getur verið mun áhættuminna. Þar af leiðandi er útgáfa í gegnum misþekktar stafrænar leiðir eða einkaaðila orðin gríðarlega mikil. “ Lagalistinn - DJ Katla í PartyZone Bicep - Apricots Chromatics - Teacher Shadowlark - Come Around Here (Hardway Bros Remix) Undo - Just One Day &ME, Rampa, Adam Port, Kleinemusik, Sofie - Discoteca Sally Shapiro - Fading Away (Instrumental) Love Object - Robot Chromatics - Shadow (Maceo Plex Remix) Dlina Volny - Tomorrow Steve Pepe - Il Diavolo (Eva Geist Remix) Black Devil Disco Club - Berliner Atoll (Pye Corner Audio Remix) Faithless - Insomnia 2021 (Epic Mix) Ramexes - Main Theme (The Shining) Sally Shapiro - Holiday Óskalagakvöld orðin Þorláksmessuhefð „Ég verð með Óskalagaþorlák á KEX Hostel ásamt Andrési Nielsen þann 23. desember næstkomandi. Óskalagakvöldin eru orðin hálfgerð Þorláksmessuhefð hjá mér. Hugmyndin er að gestir mæti með vínylplötu með sér og fái spilað óskalag af henni. Þetta er eina kvöld ársins sem ég tek skilyrðislaust við óskalögum og ég spila hvað sem er svo lengi sem fólk hefur fyrir því að mæta með plötuna með sér. Einhverntímann spilaði ég hluta af upplestri úr barnabók á miðju kvöldi, þeim útúrdúr var bara mjög vel tekið. Annars hef ég líka leyft fólki að gramsa í mínum plötum og velja sér eitthvað þar. Ég hélt fyrsta Óskalagakvöldið árið 2013, þannig að það fer að styttast í tíu ára afmælið."
PartyZone Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira