Segir covid-kvíða hafa haft áhrif á frammistöðu Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 16:15 Emma Hayes hefur stýrt Chelsea undanfarin níu ár með frábærum árangri. epa/JOHAN NILSSON Emma Hayes, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, segir að áhyggjur leikmanna vegna kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif á frammistöðu þeirra í 4-0 tapinu fyrir Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í gær. Chelsea var á toppi riðilsins fyrir leikinn í gær en féll niður í 3. sætið vegna tapsins og komst ekki í átta liða úrslit. Á síðasta tímabili komst Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagði Hayes að covid-kvíði hefði haft áhrif á frammistöðu Chelsea-liðsins. „Þetta verður eitt erfiðasta viðtal sem ég hef farið í eftir leik því ég býst ekki við að neinn skilji þetta,“ sagði Hayes. „Á síðasta ári fengum við tuttugu Covid-tilfelli, leikmenn voru einangraðir og gátu ekki farið heim og hitt fjölskyldur sínar. Þeir fá ekki þúsundir punda í vikulaun.“ Ann-Katrin Berger og Drew Spence gátu ekki tekið þátt í leiknum í gær eftir að þær greindust með veiruna. „Við vitum að þegar við lendum á morgun [í dag] munu fleiri greinast með veiruna. Hugurinn var á reiki. Við erum mannleg. Ég er ekki að búa til afsakanir fyrir leikmennina en ég get sagt þér að síðustu þrír dagar höfum við haft miklar áhyggjur af því að þurfa að spila þennan leik,“ sagði Hayes. „Þetta dreifir sér eins og eldur í sinu í svona liðsumhverfi. Ég er miður mín fyrir hönd leikmannnanna því við vitum öll að þessi frammistaða gefur ekki rétta mynd af mínu liði. Þetta er eins og deja vu. Við erum á sama stað og fyrir ári þegar slæm covid-bylgja skall á. Það átti stóran þátt í frammistöðu okkar í kvöld.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í ensku ofurdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Chelsea var á toppi riðilsins fyrir leikinn í gær en féll niður í 3. sætið vegna tapsins og komst ekki í átta liða úrslit. Á síðasta tímabili komst Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagði Hayes að covid-kvíði hefði haft áhrif á frammistöðu Chelsea-liðsins. „Þetta verður eitt erfiðasta viðtal sem ég hef farið í eftir leik því ég býst ekki við að neinn skilji þetta,“ sagði Hayes. „Á síðasta ári fengum við tuttugu Covid-tilfelli, leikmenn voru einangraðir og gátu ekki farið heim og hitt fjölskyldur sínar. Þeir fá ekki þúsundir punda í vikulaun.“ Ann-Katrin Berger og Drew Spence gátu ekki tekið þátt í leiknum í gær eftir að þær greindust með veiruna. „Við vitum að þegar við lendum á morgun [í dag] munu fleiri greinast með veiruna. Hugurinn var á reiki. Við erum mannleg. Ég er ekki að búa til afsakanir fyrir leikmennina en ég get sagt þér að síðustu þrír dagar höfum við haft miklar áhyggjur af því að þurfa að spila þennan leik,“ sagði Hayes. „Þetta dreifir sér eins og eldur í sinu í svona liðsumhverfi. Ég er miður mín fyrir hönd leikmannnanna því við vitum öll að þessi frammistaða gefur ekki rétta mynd af mínu liði. Þetta er eins og deja vu. Við erum á sama stað og fyrir ári þegar slæm covid-bylgja skall á. Það átti stóran þátt í frammistöðu okkar í kvöld.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í ensku ofurdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira