Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Árni Sæberg skrifar 10. desember 2021 21:54 Leynilögga hefur hlotið mikið lof en ekki nóg, allavega að mati stofnanda IMDb. Leynilögga Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. Þó margir Íslendingar vilji meina að Leynilögga, kvikmynd Hannesar Þórs Halldórssonar, hafi farið sannkallaða sigurför um heiminn, telur stofnandi stærstu kvikmyndarýnivefsíðu heims að hún hafi ekki hlotið verðskuldað lof. Leynilögga skipar þriðja sæti á lista Needham en hann tekur reyndar fram að listinn sé einfaldlega í stafrófsröð. Glöggir lesendur vita að bókstafurinn L er ekki sérstaklega framarlega í slíkri röð. Titli myndarinnar hefur verið snarað yfir á enska tungu og gengur hún undir nafninu Cop Secret á alþjóðavísu. Því vermir hún þriðja sætið. Needham tekur fram að myndirnar hafa ekki allar farið í dreifingu um allan heim enn og því eygi þær enn von um að fá þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Leynilögga hefur verið sýnd víða um heim, til að mynda í Japan, en margir kvikmyndamarkaðir eru henni enn sem óplægðir akrar. Því gæti farið svo að Needham felli hana af lista sínum. Lista Needhams má lesa í heild sinni á IMDb. Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30 Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þó margir Íslendingar vilji meina að Leynilögga, kvikmynd Hannesar Þórs Halldórssonar, hafi farið sannkallaða sigurför um heiminn, telur stofnandi stærstu kvikmyndarýnivefsíðu heims að hún hafi ekki hlotið verðskuldað lof. Leynilögga skipar þriðja sæti á lista Needham en hann tekur reyndar fram að listinn sé einfaldlega í stafrófsröð. Glöggir lesendur vita að bókstafurinn L er ekki sérstaklega framarlega í slíkri röð. Titli myndarinnar hefur verið snarað yfir á enska tungu og gengur hún undir nafninu Cop Secret á alþjóðavísu. Því vermir hún þriðja sætið. Needham tekur fram að myndirnar hafa ekki allar farið í dreifingu um allan heim enn og því eygi þær enn von um að fá þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Leynilögga hefur verið sýnd víða um heim, til að mynda í Japan, en margir kvikmyndamarkaðir eru henni enn sem óplægðir akrar. Því gæti farið svo að Needham felli hana af lista sínum. Lista Needhams má lesa í heild sinni á IMDb.
Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30 Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum. 7. desember 2021 12:30
Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. 8. nóvember 2021 10:15
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein