House of Gucci: Gucci á hundavaði Heiðar Sumarliðason skrifar 8. desember 2021 15:11 Ridley Scott hefur nú sent frá sér House of Gucci, sína aðra kvikmynd á skömmum tíma. Það er reyndar svo stutt síðan hin myndin hans, The Last Duel, kom út, að enn er hægt að sjá hana í Bíó Paradís. House of Gucci hefur verið mjög umtöluð undanfarin misseri. Bæði vegna frammistöðu Lady Gaga í einu aðalhlutverkanna og óánægju Gucci-fjölskyldunnar með framsetningu ákveðinna atvika og persóna í myndinni. Sagan fjallar að mestu um kynni og hjónaband Mauizio Gucci (Adam Driver) og Patriziu Reggiani (Lady Gaga). Mauizio var sonur Rodolfo Gucci (Jeremy Irons), sem var annar af sonum Guccio Gucci, sem kom Gucci-tískumerkinu á fót árið 1921 í Flórens á Ítalíu. Sagan fer yfir afmarkaða atburði á árunum 1978 til 1997. Inn í söguna af hjónabandinu blandast svo fjölskylduerjur innan Gucci-veldisins. Það er ástæða fyrir því að ég segi að sagan „fari yfir“ atburði, því þrátt fyrir að myndin sé frekar löng, er frásögnin á hundavaði. Svo mikla sögu ætla Scott og handritshöfundarnir að segja, að engri einni sögueind er leyft að blómstra. Þetta verður til þess að hún er brotakennd og fengi sennilega ekki háa einkunn frá guðföðurnum (Aristótelesi, ekki Corleone). Því miður er ekki unnið nægilega vel með grunneindir góðrar sagnamennsku og verður myndin um Gucci hjónin (og frændur þeirra) því aldrei sérlega rishá. Þrátt fyrir þetta er ég alls ekki að segja að hér sé slæm kvikmynd á ferðinni. Mér leiddist ekki í eina sekúndu, en púlsinn fór hins vegar aldrei yfir 90 slögin. Sérfræðingur í sögulegum myndum Ridley Scott hefur gert töluvert af svipuðum kvikmyndum í gegnum tíðina, þ.e.a.s. sannsögulegum myndum sem spanna langt tímabil og fjalla um margar persónur. Honum hefur oft tekist vel til, helst má þá nefna American Gangster, The Last Duel og Black Hawk Down (sem gerist þó á stuttu tímabili). Hann hefur þó gert ýmis mistök, t.d. eru Exodus: Gods and Kings og Robin Hood báðar frekar slappar (þó deila megi um hvort hægt sé að kalla þær sannsögulegar). House of Gucci fellur þarna á milli, er ekki meðal hans bestu, en alls ekki í flokki hans verstu. Ástæðan fyrir því að House of Gucci nær ekki hæstu hæðum er annað hvort vegna þess að atburðirnir eru ekki nógu áhugaverðir, eða höfundarnir náðu ekki að setja þá fram á nægilega áhugaverðan máta. Það er erfitt að setja fingurinn á það, e.t.v. er það beggja blands. Kannski hefði mátt setja ákveðnar persónur í skarpari fókus. Ég náði aldrei sérlega góðu sambandi við aðalpersónurnar tvær. Ég veit hvaða fólk þetta er, hverra manna það er, hvað er mikið inni á bankareikningnum þeirra, en ég skil ekki hvað drífur það áfram. Hvers vegna fellur Mauizio fyrir Patriciu? Hver er skuggi fortíðar þeirra sem mótar allar þeirra gjarðir? Eftir áhorfið er ég litlu nær og verður þessi yfirborðslega nálgun á samband þeirra og persónur, til þess að manni er í raun sama um örlög þeirra. Valinn maður í hverju rúmi Líkt og áður sagði hefur mikið verið rætt um frammistöðu Lady Gaga. Hún ætti í raun ekki að koma neinum á óvart. Hún var nú einu sinni tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í A Star is Born, það fór vart framhjá fólki. Kannski trúir það því ekki að tónlistarkona geti verið jafn hæfileikarík á báðum sviðum og þarf nokkrar atrennur til að sannfærast. Við erum kannski enn brennd eftir leiklistartilraunir Madonnu og það tekur lengri tíma fyrir okkur að trúa því að manneskja geti verið framúrskarandi á báðum þessum sviðum. Við þurfum bara að sætta okkur við það, Lady Gaga er leikkona í hæsta gæðaflokki og hætta að láta það koma okkur í opna skjöldu þegar hún stendur sig frábærlega. Adam Driver er flottur að vanda, enda löngu búinn að sanna sig sem leikari í fremstu röð. Sjálfur hef ég verið mjög hrifinn af honum frá því hann braust fram á sjónarsviðið árið 2012, í hlutverki mannlega hvirfilbylsins Adams, í þáttaröðinni Girls. Al Pacino, Jeremy Irons og Jared Leto bregður fyrir í minni hlutverkum, og standa fyrir sínu, þó svo sumir hafi hlegið að ítölsku hreimunum þeirra. Ég lét það þó alls ekki fara í taugarnar á mér, þó átti Adam Driver það til að hljóma fullmikið eins og Borat köflum. En þar sem hann er mögulega uppáhalds leikarinn minn fyrirgef ég honum það, líkt og ég fyrirgef Ridley Scott það að House of Gucci er ekki fullkomin. Enda geta ekki öll skot verið skeytin inn. Niðurstaða: House of Gucci heldur athygli áhorfenda, án þess að verða nokkurn tíma sérlega spennandi. Hún nær ekki sömu hæðum og svipaðar sannsögulegar myndir frá Ridley Scott á borð við American Gangster, Black Hawk Down og The Last Duel. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason ræða við kvikmyndagerðar- og leikkonuna Magneu Björk Valdimarsdóttur um House of Gucci, en Magnea var mjög ánægð með myndina. Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á Stjörnubíó. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
House of Gucci hefur verið mjög umtöluð undanfarin misseri. Bæði vegna frammistöðu Lady Gaga í einu aðalhlutverkanna og óánægju Gucci-fjölskyldunnar með framsetningu ákveðinna atvika og persóna í myndinni. Sagan fjallar að mestu um kynni og hjónaband Mauizio Gucci (Adam Driver) og Patriziu Reggiani (Lady Gaga). Mauizio var sonur Rodolfo Gucci (Jeremy Irons), sem var annar af sonum Guccio Gucci, sem kom Gucci-tískumerkinu á fót árið 1921 í Flórens á Ítalíu. Sagan fer yfir afmarkaða atburði á árunum 1978 til 1997. Inn í söguna af hjónabandinu blandast svo fjölskylduerjur innan Gucci-veldisins. Það er ástæða fyrir því að ég segi að sagan „fari yfir“ atburði, því þrátt fyrir að myndin sé frekar löng, er frásögnin á hundavaði. Svo mikla sögu ætla Scott og handritshöfundarnir að segja, að engri einni sögueind er leyft að blómstra. Þetta verður til þess að hún er brotakennd og fengi sennilega ekki háa einkunn frá guðföðurnum (Aristótelesi, ekki Corleone). Því miður er ekki unnið nægilega vel með grunneindir góðrar sagnamennsku og verður myndin um Gucci hjónin (og frændur þeirra) því aldrei sérlega rishá. Þrátt fyrir þetta er ég alls ekki að segja að hér sé slæm kvikmynd á ferðinni. Mér leiddist ekki í eina sekúndu, en púlsinn fór hins vegar aldrei yfir 90 slögin. Sérfræðingur í sögulegum myndum Ridley Scott hefur gert töluvert af svipuðum kvikmyndum í gegnum tíðina, þ.e.a.s. sannsögulegum myndum sem spanna langt tímabil og fjalla um margar persónur. Honum hefur oft tekist vel til, helst má þá nefna American Gangster, The Last Duel og Black Hawk Down (sem gerist þó á stuttu tímabili). Hann hefur þó gert ýmis mistök, t.d. eru Exodus: Gods and Kings og Robin Hood báðar frekar slappar (þó deila megi um hvort hægt sé að kalla þær sannsögulegar). House of Gucci fellur þarna á milli, er ekki meðal hans bestu, en alls ekki í flokki hans verstu. Ástæðan fyrir því að House of Gucci nær ekki hæstu hæðum er annað hvort vegna þess að atburðirnir eru ekki nógu áhugaverðir, eða höfundarnir náðu ekki að setja þá fram á nægilega áhugaverðan máta. Það er erfitt að setja fingurinn á það, e.t.v. er það beggja blands. Kannski hefði mátt setja ákveðnar persónur í skarpari fókus. Ég náði aldrei sérlega góðu sambandi við aðalpersónurnar tvær. Ég veit hvaða fólk þetta er, hverra manna það er, hvað er mikið inni á bankareikningnum þeirra, en ég skil ekki hvað drífur það áfram. Hvers vegna fellur Mauizio fyrir Patriciu? Hver er skuggi fortíðar þeirra sem mótar allar þeirra gjarðir? Eftir áhorfið er ég litlu nær og verður þessi yfirborðslega nálgun á samband þeirra og persónur, til þess að manni er í raun sama um örlög þeirra. Valinn maður í hverju rúmi Líkt og áður sagði hefur mikið verið rætt um frammistöðu Lady Gaga. Hún ætti í raun ekki að koma neinum á óvart. Hún var nú einu sinni tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í A Star is Born, það fór vart framhjá fólki. Kannski trúir það því ekki að tónlistarkona geti verið jafn hæfileikarík á báðum sviðum og þarf nokkrar atrennur til að sannfærast. Við erum kannski enn brennd eftir leiklistartilraunir Madonnu og það tekur lengri tíma fyrir okkur að trúa því að manneskja geti verið framúrskarandi á báðum þessum sviðum. Við þurfum bara að sætta okkur við það, Lady Gaga er leikkona í hæsta gæðaflokki og hætta að láta það koma okkur í opna skjöldu þegar hún stendur sig frábærlega. Adam Driver er flottur að vanda, enda löngu búinn að sanna sig sem leikari í fremstu röð. Sjálfur hef ég verið mjög hrifinn af honum frá því hann braust fram á sjónarsviðið árið 2012, í hlutverki mannlega hvirfilbylsins Adams, í þáttaröðinni Girls. Al Pacino, Jeremy Irons og Jared Leto bregður fyrir í minni hlutverkum, og standa fyrir sínu, þó svo sumir hafi hlegið að ítölsku hreimunum þeirra. Ég lét það þó alls ekki fara í taugarnar á mér, þó átti Adam Driver það til að hljóma fullmikið eins og Borat köflum. En þar sem hann er mögulega uppáhalds leikarinn minn fyrirgef ég honum það, líkt og ég fyrirgef Ridley Scott það að House of Gucci er ekki fullkomin. Enda geta ekki öll skot verið skeytin inn. Niðurstaða: House of Gucci heldur athygli áhorfenda, án þess að verða nokkurn tíma sérlega spennandi. Hún nær ekki sömu hæðum og svipaðar sannsögulegar myndir frá Ridley Scott á borð við American Gangster, Black Hawk Down og The Last Duel. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason ræða við kvikmyndagerðar- og leikkonuna Magneu Björk Valdimarsdóttur um House of Gucci, en Magnea var mjög ánægð með myndina. Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á Stjörnubíó.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira