Tóti Guðnason hlýtur viðurkenningu Nordic Film Music fyrir Dýrið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2021 15:31 Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið Aðsent Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín – Berlinale eru árlega veitt viðurkenningin HARPA Nordic Film Music Days & Composers Award eða norræn verðlan kvikmyndatónskálda til að leggja áherslu á gæði norrænnar kvikmyndatónlistar. Markmiðið er að efla listrænt og tónlistarlegt samspil Norðurlandanna og efla þeirra vettvang á evrópskum mörkuðum í heild. Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið (e. LAMB). Dómnefndin valdi verk hans með eftirfarandi rökstuðningi: „Kvikmyndin Dýrið er yfirnáttúruleg hryllingsmynd sem gerist á sauðfjárbúi á Íslandi og fylgir barnlausum hjónum í gegnum undarlega atburði sem gerast á bænum. Frumsamin tónlist myndarinnar er samin af Tóta Guðnasyni og ber sterk einkenni tónskáldsins. Myndin sem heldur jafnvægi á milli þess að vera yfirnáttúruleg spennumynd og fáránleg gamanmynd, lætur margt ósagt og byggir á sjónrænni frásagnarlist, leikin yfir tignarlega hátíðleika tónlistar Tóta Guðnasonar. Kvikmyndin lætur tónlist og hljóðhönnun segja söguna á lúmskan máta sem ólíklegt er að orð samsvari.“ Endanleg ákvörðun er tekin af alþjóðlegri dómnefnd sem samanstendur af fagfólki frá Bretlandi og Evrópu. Í ár skipa dómnefndina Gaute Storaas frá Noregi sem er sigurvegari verðlaunanna ‘HARPA’ árið 2020; Harriet Moss frá Bretlandi, framkvæmdastjóri Manners McDade Artist Management LLP; Michael Aust frá Þýskalandi og hátíðarstjóri SoundTrack_Cologne & SoundTrack_Zurich; Nainita Desai einnig frá Bretlandi sem er verðlaunað kvikmynda- og margmiðlunartónskáld; og að lokum Simon Greenaway, frá Bretlandi og er varaforseti ASCAP, Membership UK/Europe. Verðlaunin verða afhent sigurvegaranum þann 13. febrúar í Berlín á Berlinale, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Bíó og sjónvarp Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34 Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. 11. október 2021 12:40 Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Markmiðið er að efla listrænt og tónlistarlegt samspil Norðurlandanna og efla þeirra vettvang á evrópskum mörkuðum í heild. Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið (e. LAMB). Dómnefndin valdi verk hans með eftirfarandi rökstuðningi: „Kvikmyndin Dýrið er yfirnáttúruleg hryllingsmynd sem gerist á sauðfjárbúi á Íslandi og fylgir barnlausum hjónum í gegnum undarlega atburði sem gerast á bænum. Frumsamin tónlist myndarinnar er samin af Tóta Guðnasyni og ber sterk einkenni tónskáldsins. Myndin sem heldur jafnvægi á milli þess að vera yfirnáttúruleg spennumynd og fáránleg gamanmynd, lætur margt ósagt og byggir á sjónrænni frásagnarlist, leikin yfir tignarlega hátíðleika tónlistar Tóta Guðnasonar. Kvikmyndin lætur tónlist og hljóðhönnun segja söguna á lúmskan máta sem ólíklegt er að orð samsvari.“ Endanleg ákvörðun er tekin af alþjóðlegri dómnefnd sem samanstendur af fagfólki frá Bretlandi og Evrópu. Í ár skipa dómnefndina Gaute Storaas frá Noregi sem er sigurvegari verðlaunanna ‘HARPA’ árið 2020; Harriet Moss frá Bretlandi, framkvæmdastjóri Manners McDade Artist Management LLP; Michael Aust frá Þýskalandi og hátíðarstjóri SoundTrack_Cologne & SoundTrack_Zurich; Nainita Desai einnig frá Bretlandi sem er verðlaunað kvikmynda- og margmiðlunartónskáld; og að lokum Simon Greenaway, frá Bretlandi og er varaforseti ASCAP, Membership UK/Europe. Verðlaunin verða afhent sigurvegaranum þann 13. febrúar í Berlín á Berlinale, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Bíó og sjónvarp Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34 Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. 11. október 2021 12:40 Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34
Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. 11. október 2021 12:40
Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00