The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar Heiðar Sumarliðason skrifar 4. desember 2021 16:01 Cumberbatch starir. The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið. Er þetta virkilega það sem er í tísku í dag? Kvikmyndir sem viljandi reyna að halda áhorfandanum frá sér, reyna á þolinmæði hans og gefa ekkert af sér. Óskarverðlaunamynd síðasta árs, Nomadland, gerði nákvæmlega þetta og ég spurði sömu spurningar í dómi mínum um hana: Er þetta allt í einu orðin dyggð í kvikmyndagerð? Ég held ég hafi m.a.s. kallað hana amerískt volæðisrunk. Það eru ákveðnar speglanir milli Nomadland og The Power of the Dog, því jú, það er volæði í þeim báðum. Þó sú síðarnefnda eigi að gerast í Montana er hún tekin upp í Nýja-Sjálandi og því mætti jafnvel kalla hana ný-sjálenskt volæðisrunk. Hinsvegar, ólíkt Nomadland, þá er raunverulegt runk í þessari og það er runk er framið í volæði. Ótrúlegt en satt (þó það sé auðvitað aukaatriði). Það fellur ekki á The Piano Það er Jane Campion sem leikstýrir, en hún hefur ekki flogið sérlega hátt síðan hún sendi frá sér hina frábæru The Piano árið 1993. Og ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hrifningu mína á The Piano. Ég sá hana nýlega í fyrsta skiptið síðan ég sá hana í Regnboganum á sínum tíma og það hefur ekki einu sinni fallið rykkorn á hana. Hún er þung líkt og The Power of the Dog, en sambland þess að persónurnar eru dregnar svo skýrum dráttum og kringumstæðurnar svo víraðar, allir ásetningar svo skýrir, gerir hana að einni bestu kvikmynd tíunda áratugarins. Handritið að The Power of the Dog virkar eins og fyrsta uppkast við hliðina á The Piano. Sögusviðið hennar skortir í raun engar þær eindir sem The Piano hafði til að vinna með (hún inniheldur reyndar vandræðalega margar þeirra sömu. Píanó, einhver?). Hinsvegar er bara ekki unnið með þessar eindir á jafn áhugaverðan máta. Það má segja að hæfileikaleysi Rose (Kirsten Dunst) í píanóspili, í samanburði við ótrúlega hæfni Ödu (Holly Hunter) í The Piano, sé metafóra fyrir muninn á þessum tveimur myndum. Önnur fullbúin, hin þarfnast enn vinnu. Gjá milli þings og þjóðar Nú get ég ekki farið í felur og sleppt því að minnast á hið næstum einróma lof gagnrýnenda sem The Power of the Dog hefur hlotið. Hún hefur fengið fjórar til fimm stjörnur á línuna og hefur það valdið mér töluverðu hugarangri. Er ég bara að misskilja eitthvað? Ég velti þessu aðeins fyrir mér og hugsaði: Þetta er ekki svona einfalt. Ég er ekki bara að misskilja þetta og svarið fann ég, eins og svo mörg önnur, á Imdb.com. Gjá milli þings og þjóðar. Meðaleikunn helstu gagnrýnenda, tekin saman af Metacritic, er heilir 90. Það er mjög há einkunn sem fæstar kvikmyndir ná og er næstum undantekningarlaust merki um gegnheil gæði. Það kemur hinsvegar fyrir að gagnrýnendur sem her hafa rangt fyrir sér (það er t.d. áhugavert að lesa dómana sem The Shining fékk þegar hún fyrst kom út). Í gegnum tíðina hef ég tekið eftir því að þegar nokkuð stórt bil er milli einkunnar áhorfenda og gagnrýnenda er líklega maðkur í mysunni (áhorfendur sem kjósa á Imdb.com gefa henni aðeins 6,9). Þetta þýðir oftast bara einn hlut, og það er að myndin sé, og ég get eiginlega ekki orðað þetta á neinn mýkri máta, leiðinleg. Og já, mér fannst The Power of the Dog eiginlega bara leiðinleg. Mér til huggunar fann ég rýni frá Dallas sem segir ekki heila brú í henni, einn skoskan sem segir hana of augljósa og gagnrýnandi The Sun segir hana sundurlausa. Ég er sammála öllu þessu. Hvar er tengingin? Venjulegir áhorfendur vilja upplifa tilfinningalega tengingu, þeir horfa ekki á kvikmyndir til að sjá góðan leik og flotta kvikmyndatöku, sem þessi kvikmynd inniheldur svo sannarlega. Hún er ótrúlega falleg og leikararnir eru stórkostlegir og megi þeir fá sem flest verðlaun fyrir sína frábæru frammistöðu. En sagan sjálf og úrvinnslan á henni... Hinn almenni áhorfandi vill sjá sögur sem hleypa honum inn, á meðan The Power of the Dog lokar á hann. Söguna skortir allan fókus, ég veit ekkert hverja af aðalpersónunum hún á að fjalla um. Engin þeirra fær næga athygli til að vera annað en útlína af persónu. Það er reynt að selja okkur að afhjúpanir á innra lífi þeirra eigi að hrífa okkur, en ég upplifði þetta aðeins sem ódýrt og tilgerðarlegt. Vandinn gæti falist í því að The Power of the Dog er aðlögun á skáldsögu. Ég þreytist seint á því að undirstrika hve ólík form skáldsögur og kvikmyndir eru. Sumar skáldsögur eru þess eðlis að erfitt er að færa þá orku sem í þeim býr, yfir á hvíta tjaldið. Kvikmyndin er sjónrænt form og takmarkað að ýmsu leyti þegar kemur að því að færa t.d. tilfinningalíf persóna fyrir augu okkar. Ég ætla ekki að þykjast hafa lesið bók Thomas Savage sem myndin byggir á, en ég ætla hinsvegar að leyfa mér að giska á að hún nái að þjónusta persónurnar betur. Samþjöppuð í kvikmyndaformið virkar framvindan, líkt og ég sagði áðan, ódýr og tilgerðarleg. Þegar myndin kláraðist var ég gjörsamlega tómur og hugsaði: Er þetta allt og sumt?! Er þetta það sem fær 90 í meðaleinkunn frá helstu gagnrýnendum? Gert betur áður Umfjöllunarefnið er þarft en Jane Campion tekst miklu betur upp í því að fjalla um brenglaða karlmennsku í The Piano og er Alisdair Stewart (Sam Neill) mun eftirminnilegri og mannlegri táknmynd fyrir það en fýlupúkinn Phil Burbank (Benedict Cumberbatch) í The Power of the Dog. Þessar sögur eru um margt líkar. Kona sem spilar á píanó giftist manni sem hún þekkir ekki neitt og hefur barn sitt með sér í för, svo er annar karlmaður sem truflar samlíf þeirra. Svo deila myndirnar báðar á stöðu konunnar og brenglaða karlmennsku. Það er því e.t.v. ekki skrítið að Campion hafi dregist að skáldsögunni sem myndin byggir á. Það að finna frumefni til að móta sem leir yfir í kvikmyndaformið getur verið freistandi fyrir kvikmyndagerðarfólk. En þess má geta að The Piano skrifaði Campion sjálf frá grunni og finnst mér að hún ætti að halda sig við skrif upp úr eigin hugmyndum. Það má vera að sjálfstraust hennar hafi orðið fyrir skakkaföllum vegna þeirrar útreiðar sem næsta mynd hennar á eftir The Piano, Holy Smoke, fékk, en hana skrifaði hún sjálf. Hún hefur nefnilega ekki skrifað handrit eftir eigin hugmynd síðan. Það er miður, því hennar lang lang besta mynd, The Piano, er auðvitað algjörlega sjálfsprottin. Sam greiddi sér í tíma og ótíma í The Piano. Fyrir hvern er ég að skrifa Ég hef alltaf tekið þann pól í hæðina að helsta hlutverk kvikmyndarýnis á vef eins og Vísi sé að þjónusta almenning. Ég upplifi það sama með The Power of the Dog og ég hugsaði eftir að hafa horft á Nomadland, að ég geti ekki með góðri samvisku mælt með þessu áhorfi við venjulega Íslendinga. Og ég ætla ekki að gera það hér heldur, því hún inniheldur ekki þær eindir sem við venjulega fólkið höfum áhuga á. Fólk sem er búið að vinna baki brotnu alla vikuna og langar bara að setjast niður og horfa á góða kvikmynd, gleyma sér í tvær klukkustundir, á ekki láta glepjast af Metacritic-dómum, heldur hlaupa jafn langt í burtu frá The Power of the Dog og það getur. Niðurstaða: Það er gjá milli þings og þjóðar. Pöpullinn hefur litla þolinmæði fyrir The Power of the Dog á meðan gagnrýnendur halda ekki vatni. En mikið er hún samt falleg og vel leikin, stjörnurnar þrjár og hálfa fær hún fyrir það. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Er þetta virkilega það sem er í tísku í dag? Kvikmyndir sem viljandi reyna að halda áhorfandanum frá sér, reyna á þolinmæði hans og gefa ekkert af sér. Óskarverðlaunamynd síðasta árs, Nomadland, gerði nákvæmlega þetta og ég spurði sömu spurningar í dómi mínum um hana: Er þetta allt í einu orðin dyggð í kvikmyndagerð? Ég held ég hafi m.a.s. kallað hana amerískt volæðisrunk. Það eru ákveðnar speglanir milli Nomadland og The Power of the Dog, því jú, það er volæði í þeim báðum. Þó sú síðarnefnda eigi að gerast í Montana er hún tekin upp í Nýja-Sjálandi og því mætti jafnvel kalla hana ný-sjálenskt volæðisrunk. Hinsvegar, ólíkt Nomadland, þá er raunverulegt runk í þessari og það er runk er framið í volæði. Ótrúlegt en satt (þó það sé auðvitað aukaatriði). Það fellur ekki á The Piano Það er Jane Campion sem leikstýrir, en hún hefur ekki flogið sérlega hátt síðan hún sendi frá sér hina frábæru The Piano árið 1993. Og ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hrifningu mína á The Piano. Ég sá hana nýlega í fyrsta skiptið síðan ég sá hana í Regnboganum á sínum tíma og það hefur ekki einu sinni fallið rykkorn á hana. Hún er þung líkt og The Power of the Dog, en sambland þess að persónurnar eru dregnar svo skýrum dráttum og kringumstæðurnar svo víraðar, allir ásetningar svo skýrir, gerir hana að einni bestu kvikmynd tíunda áratugarins. Handritið að The Power of the Dog virkar eins og fyrsta uppkast við hliðina á The Piano. Sögusviðið hennar skortir í raun engar þær eindir sem The Piano hafði til að vinna með (hún inniheldur reyndar vandræðalega margar þeirra sömu. Píanó, einhver?). Hinsvegar er bara ekki unnið með þessar eindir á jafn áhugaverðan máta. Það má segja að hæfileikaleysi Rose (Kirsten Dunst) í píanóspili, í samanburði við ótrúlega hæfni Ödu (Holly Hunter) í The Piano, sé metafóra fyrir muninn á þessum tveimur myndum. Önnur fullbúin, hin þarfnast enn vinnu. Gjá milli þings og þjóðar Nú get ég ekki farið í felur og sleppt því að minnast á hið næstum einróma lof gagnrýnenda sem The Power of the Dog hefur hlotið. Hún hefur fengið fjórar til fimm stjörnur á línuna og hefur það valdið mér töluverðu hugarangri. Er ég bara að misskilja eitthvað? Ég velti þessu aðeins fyrir mér og hugsaði: Þetta er ekki svona einfalt. Ég er ekki bara að misskilja þetta og svarið fann ég, eins og svo mörg önnur, á Imdb.com. Gjá milli þings og þjóðar. Meðaleikunn helstu gagnrýnenda, tekin saman af Metacritic, er heilir 90. Það er mjög há einkunn sem fæstar kvikmyndir ná og er næstum undantekningarlaust merki um gegnheil gæði. Það kemur hinsvegar fyrir að gagnrýnendur sem her hafa rangt fyrir sér (það er t.d. áhugavert að lesa dómana sem The Shining fékk þegar hún fyrst kom út). Í gegnum tíðina hef ég tekið eftir því að þegar nokkuð stórt bil er milli einkunnar áhorfenda og gagnrýnenda er líklega maðkur í mysunni (áhorfendur sem kjósa á Imdb.com gefa henni aðeins 6,9). Þetta þýðir oftast bara einn hlut, og það er að myndin sé, og ég get eiginlega ekki orðað þetta á neinn mýkri máta, leiðinleg. Og já, mér fannst The Power of the Dog eiginlega bara leiðinleg. Mér til huggunar fann ég rýni frá Dallas sem segir ekki heila brú í henni, einn skoskan sem segir hana of augljósa og gagnrýnandi The Sun segir hana sundurlausa. Ég er sammála öllu þessu. Hvar er tengingin? Venjulegir áhorfendur vilja upplifa tilfinningalega tengingu, þeir horfa ekki á kvikmyndir til að sjá góðan leik og flotta kvikmyndatöku, sem þessi kvikmynd inniheldur svo sannarlega. Hún er ótrúlega falleg og leikararnir eru stórkostlegir og megi þeir fá sem flest verðlaun fyrir sína frábæru frammistöðu. En sagan sjálf og úrvinnslan á henni... Hinn almenni áhorfandi vill sjá sögur sem hleypa honum inn, á meðan The Power of the Dog lokar á hann. Söguna skortir allan fókus, ég veit ekkert hverja af aðalpersónunum hún á að fjalla um. Engin þeirra fær næga athygli til að vera annað en útlína af persónu. Það er reynt að selja okkur að afhjúpanir á innra lífi þeirra eigi að hrífa okkur, en ég upplifði þetta aðeins sem ódýrt og tilgerðarlegt. Vandinn gæti falist í því að The Power of the Dog er aðlögun á skáldsögu. Ég þreytist seint á því að undirstrika hve ólík form skáldsögur og kvikmyndir eru. Sumar skáldsögur eru þess eðlis að erfitt er að færa þá orku sem í þeim býr, yfir á hvíta tjaldið. Kvikmyndin er sjónrænt form og takmarkað að ýmsu leyti þegar kemur að því að færa t.d. tilfinningalíf persóna fyrir augu okkar. Ég ætla ekki að þykjast hafa lesið bók Thomas Savage sem myndin byggir á, en ég ætla hinsvegar að leyfa mér að giska á að hún nái að þjónusta persónurnar betur. Samþjöppuð í kvikmyndaformið virkar framvindan, líkt og ég sagði áðan, ódýr og tilgerðarleg. Þegar myndin kláraðist var ég gjörsamlega tómur og hugsaði: Er þetta allt og sumt?! Er þetta það sem fær 90 í meðaleinkunn frá helstu gagnrýnendum? Gert betur áður Umfjöllunarefnið er þarft en Jane Campion tekst miklu betur upp í því að fjalla um brenglaða karlmennsku í The Piano og er Alisdair Stewart (Sam Neill) mun eftirminnilegri og mannlegri táknmynd fyrir það en fýlupúkinn Phil Burbank (Benedict Cumberbatch) í The Power of the Dog. Þessar sögur eru um margt líkar. Kona sem spilar á píanó giftist manni sem hún þekkir ekki neitt og hefur barn sitt með sér í för, svo er annar karlmaður sem truflar samlíf þeirra. Svo deila myndirnar báðar á stöðu konunnar og brenglaða karlmennsku. Það er því e.t.v. ekki skrítið að Campion hafi dregist að skáldsögunni sem myndin byggir á. Það að finna frumefni til að móta sem leir yfir í kvikmyndaformið getur verið freistandi fyrir kvikmyndagerðarfólk. En þess má geta að The Piano skrifaði Campion sjálf frá grunni og finnst mér að hún ætti að halda sig við skrif upp úr eigin hugmyndum. Það má vera að sjálfstraust hennar hafi orðið fyrir skakkaföllum vegna þeirrar útreiðar sem næsta mynd hennar á eftir The Piano, Holy Smoke, fékk, en hana skrifaði hún sjálf. Hún hefur nefnilega ekki skrifað handrit eftir eigin hugmynd síðan. Það er miður, því hennar lang lang besta mynd, The Piano, er auðvitað algjörlega sjálfsprottin. Sam greiddi sér í tíma og ótíma í The Piano. Fyrir hvern er ég að skrifa Ég hef alltaf tekið þann pól í hæðina að helsta hlutverk kvikmyndarýnis á vef eins og Vísi sé að þjónusta almenning. Ég upplifi það sama með The Power of the Dog og ég hugsaði eftir að hafa horft á Nomadland, að ég geti ekki með góðri samvisku mælt með þessu áhorfi við venjulega Íslendinga. Og ég ætla ekki að gera það hér heldur, því hún inniheldur ekki þær eindir sem við venjulega fólkið höfum áhuga á. Fólk sem er búið að vinna baki brotnu alla vikuna og langar bara að setjast niður og horfa á góða kvikmynd, gleyma sér í tvær klukkustundir, á ekki láta glepjast af Metacritic-dómum, heldur hlaupa jafn langt í burtu frá The Power of the Dog og það getur. Niðurstaða: Það er gjá milli þings og þjóðar. Pöpullinn hefur litla þolinmæði fyrir The Power of the Dog á meðan gagnrýnendur halda ekki vatni. En mikið er hún samt falleg og vel leikin, stjörnurnar þrjár og hálfa fær hún fyrir það.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira