Föstudagsplaylisti Bergs Thomas Anderson Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2021 15:33 Bergur býður upp á tónleiðslu á fyrstu sólóplötu sinni. Katrina Niebergal Bergur Thomas Anderson er tón- og myndlistarmaður sem hefur komið víða við, hefur m.a. verið bassaleikari sveitanna Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama, en á dögunum kom út hans fyrsta sólóplata. Platan nefnist Night Time Transmissions og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Futura Resistenza. Plötuna segir Bergur vera útkomu langtíma rannsóknarverkefnis í heima pólifóníu og frásagnarlistar. Hún miðli tónlistarlegri sögu um heldrunarferli, kvíða sem tengist listamannalífinu, söng-heilun, hugleiðslu og sambandi listamanna við samfélag sitt. Í eigin list vinnur Bergur mest með hljóð þessa dagana, oft í samtali við aðra miðla á borð við keramík, innsetningar og myndskreytingar. Hann vinnur einnig mikið með öðrum listamönnum, hvort sem það er í sköpun hljóðmynda fyrir gjörningaverk eða í að semja tónlist út frá upptökum af skúlptúrinnsetningu. Þetta endurspeglast í plötunni nýútkomnu. „Ég tók plötuna upp sjálfur, með hjálp fjölmargra vina og radda; þ.á.m. með meðlimum úr Singing Club of Rotterdam, sem er opin tilraunakór sem ég hef unnið mikið með síðustu tvö árin,“ segir Bergur. Sigrún Gyða Sveinsdóttir kemur svo við sögu sem tveir karakterar á plötunni og Gunnar Gunnsteinsson á mikinn hlut í göldrunum sem þar má finna. Bergur Anderson & The Transmitters, sem sett var saman fyrir útgáfutónleika plötunnar í Peach, Rotterdam. Frá vinstri til hægri: Bergur Anderson, Marloes de Vries, Clara J:son Borg, Linus Bonduelle, Katrina Niebergal, Manon Verkooyen, Gunnar Gunnsteinsson, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Vera Mennens. Á myndina vantar Mylan Hoezen, en öll tóku þau þátt í upptökuferli plötunnar.Ghislain Arnar Þessa stundina er Bergur helst að semja nýja tónlist fyrir vídeóverk, þ.á.m. fyrir verk eftir kærustu sína, listakonuna Katrinu Niebergal. „Föstudagsplaylistinn inniheldur lög og listamenn sem hafa áhrif á mig í tónskáldaferlinu, ásamt nokkrum lögum sem ég get ekki hætt að hlusta á þessa dagana,“ segir Bergur um listann. Hann má hlýða á hér að neðan. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Platan nefnist Night Time Transmissions og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Futura Resistenza. Plötuna segir Bergur vera útkomu langtíma rannsóknarverkefnis í heima pólifóníu og frásagnarlistar. Hún miðli tónlistarlegri sögu um heldrunarferli, kvíða sem tengist listamannalífinu, söng-heilun, hugleiðslu og sambandi listamanna við samfélag sitt. Í eigin list vinnur Bergur mest með hljóð þessa dagana, oft í samtali við aðra miðla á borð við keramík, innsetningar og myndskreytingar. Hann vinnur einnig mikið með öðrum listamönnum, hvort sem það er í sköpun hljóðmynda fyrir gjörningaverk eða í að semja tónlist út frá upptökum af skúlptúrinnsetningu. Þetta endurspeglast í plötunni nýútkomnu. „Ég tók plötuna upp sjálfur, með hjálp fjölmargra vina og radda; þ.á.m. með meðlimum úr Singing Club of Rotterdam, sem er opin tilraunakór sem ég hef unnið mikið með síðustu tvö árin,“ segir Bergur. Sigrún Gyða Sveinsdóttir kemur svo við sögu sem tveir karakterar á plötunni og Gunnar Gunnsteinsson á mikinn hlut í göldrunum sem þar má finna. Bergur Anderson & The Transmitters, sem sett var saman fyrir útgáfutónleika plötunnar í Peach, Rotterdam. Frá vinstri til hægri: Bergur Anderson, Marloes de Vries, Clara J:son Borg, Linus Bonduelle, Katrina Niebergal, Manon Verkooyen, Gunnar Gunnsteinsson, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Vera Mennens. Á myndina vantar Mylan Hoezen, en öll tóku þau þátt í upptökuferli plötunnar.Ghislain Arnar Þessa stundina er Bergur helst að semja nýja tónlist fyrir vídeóverk, þ.á.m. fyrir verk eftir kærustu sína, listakonuna Katrinu Niebergal. „Föstudagsplaylistinn inniheldur lög og listamenn sem hafa áhrif á mig í tónskáldaferlinu, ásamt nokkrum lögum sem ég get ekki hætt að hlusta á þessa dagana,“ segir Bergur um listann. Hann má hlýða á hér að neðan.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira